Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 12
Í írska blaðinu Consumer choice segir frá kröfu ANEC um stöðluð hleðslutæki fyrir síma. ANEC, sem er samstarfsvettvangur evrópskra neytendasamtaka um staðlavinnu, hefur óskað eftir því að fram­ kvæmdastjórn Evrópusambandsins kynni til sögunnar samræmdan staðal fyrir hleðslutæki (fyrir farsíma, lófatölvur, stafrænar myndavélar og önnur minni raftæki). Eins og neytendur þekkja sitja þeir uppi með sífellt meira magn af úreltum hleðslutækjum. Slíkt hefur neikvæð áhrif á umhverfið því gömul hleðslutæki er ekki hægt að endurýta á neinn hátt. Þau enda því á ruslahaugunum og bætast við hið mikla magn rafræns úrgangs sem bæði framleiðendur og ESB segjast vilja minnka. Þess utan fylgir því auðvitað kostnaður að framleiða ný tæki og það eru neytendur sem bera hann. Stundum breyta framleiðendur jafnvel hönnun á hleðslutæki fyrir sína eigin farsíma sem styttir líftíma vöru sem að öðru leyti virkar fullkomlega vel. Nokkrir farsímaframleiðendur hafa lofað að þróa staðlað hleðslutæki fyrir árið 2012. Aðalframkvæmdastjóri ANEC, Stephen Russell, segir: ,,Þó að við fögnum fréttum af því að nokkrir framleiðendur vilji þróa staðlað hleðslutæki fyrir farsíma efumst við um að sjálfviljugt samkomulag sé nógu öflug aðgerð til að tryggja neytendum alnota hleðslutæki í framtíðinni. Svipuð tilkynning um útgáfu míkró USB símahleðslutækja kom út árið 2007, en þetta sjálfviljuga samkomulag hefur enn ekki verið framkvæmt.“ CAI, Neytendasamtök Írlands, eru sammála ANEC og telja að þótt þetta sé góð byrjun sé ólíklegt að neytendur og umhverfið hafi hag af skuldbindingu sem taki aðeins á einum vöruhópi. CAI telur að það þurfi reglugerð frá ESB sem nái yfir allar vörur til að það verði breyting til frambúðar. Heimild: Consumer Choice, apríl 2009 Hleðslutæki sem passar fyrir alla síma Hagkvæmara og umhverfisvænna Þegar keyptur er nýr gemsi er allt eins líklegt að gamla hleðslutækið passi ekki. Slíkt er óþarfa sóun og því til mikils að vinna fyrir neytendur og umhverfi að stöðluð hleðslutæki verði að veruleika. Vörugjald var lagt á ýmsar vörur 1. sept- ember og búast má við því að það sé nú að mestu komið fram í verðlagi. Hér má sjá hvað það er í krónum á kíló eða lítra. 16 kr./l Ávaxtasafar og Gosdrykkir. Vatn þar með talið ölkelduvatn og loft­ blandað vatn (kolsýrt vatn). Drykkjarvörur úr sojabaunum, hrísgrjónum og/eða möndlum. Öl gert úr malti með meira en 0,5% til og með 2,25% vínanda af rúmmáli. Vín úr þrúgum með meira en 0,5% til og með 2,25% vínanda af rúmmáli. Edik og edikslíki fengið úr ediksýru. Rjómaís og annar ís. 24 kr./kg Matjurtir, ávextir og fleira sem varið er skemmdum með sykri. Ávextir, hnetur og fleira, unnið eða varið skemmdum á annan hátt, einnig með við­ bættum sykri eða öðru sætuefni eða áfengi. Sulta og ávaxtahlaup, ávaxtasúpur og ­ grautar. 30 kr./kg Kakó. Efni til framleiðslu á drykkjarvörum. 50 kr./kg Búðingsduft 60 kr./kg Sykurvörur (s.s. strásykur, molasykur, púðursykur og síróp). Bragðbætt eða litað sykursíróp. 80 kr./kg Sætt kex og smákökur, vöfflur og kex­ þynnur húðað eða hjúpað súkkulaði. 100 kr./kg Fyllt og ófyllt súkkulaði. Páskaegg. 120 kr./kg Sætindi án kakóinnihalds (s.s. tyggigúmmí (með sykri), möndlumassi, lakkrís, kara­ mellur og brjóstsykur). Sætindi án glúteins og sérstaklega tilreidd fyrir ofnæmis­ og efnaskiptasjúklinga. 130 kr./kg Kakómalt. Sælgæti sem hvorki inniheldur sykur né kakó. Sælgæti. 160 kr./kg Ávaxtaþykkni (þurrkaðir ávextir til lögunar á seyði). Matvælaverð hækkar enn Ný heimasíða samtakanna Starfsmenn Neytendasamtakanna vinna nú að því að breyta og bæta heimasíðuna og ætti ný síða að komast í gagnið innan skamms. Engar rótækar breytingar eru gerðar en áhersla er lögð á að flokka allt efni betur og gera síðuna aðgengilegri. Mikið af áhugaverðu efni er á heimasíðu Neytendasamtakanna og reglulega eru settar inn fréttir sem samtökin telja að eigi erindi til neytenda. 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.