Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 16
Glöggir neytendur hafa e.t.v. tekið eftir því að fjölbreytni flór- unnar í svokölluðum orkudrykkjum hefur aukist. Ástæðan er breyting á reglugerð sem snýr að íblöndun koffíns í drykki. Áður mátti ekki vera meira en 150 mg af viðbættu koffíni í hverjum lítra en nú er ekkert hámark. Ef koffínmagnið er meira en 150 mg/l er skylt að merkja sérstaklega á umbúðir; „Inniheldur mikið koffín,“og skal taka fram hvert magnið er. Drykkur með varúðarmerki Deildarstjórar unglingastarfs ÍTR sendu nýlega bréf til foreldra 10­ 16 ára skólabarna á höfuðborgarsvæðinu vegna orkudrykkjarins Redfin energy sem hefur verið seldur í 10­11. Drykkurinn mun vera mjög vinsæll hjá börnum og unglingum en svo mikið koffín er í honum að á umbúðum er varað við því að börn yngri en 18 ára neyti hans. Miði með innihaldslýsingu hefur hins vegar verið límdur yfir varúðarorðin. Mikilvægt að fylgjast með neyslu barna Þórhildur Rafns Jónsdóttir, deildarstjóri Unglingastarfs í Kringlu­ mýri, sagði í samtali við Neytendablaðið að starfsmenn í unglinga­ starfi hefðu nokkrar áhyggjur af neyslu barna og unglinga á orku­ drykkjum með háu koffíninnihaldi. Orku­ og íþróttadrykkir hafa verið bannaðir í skólum og á skólaferðalögum en þeir hafa hins vegar verið leyfðir í félagsmiðstöðvum, þ.e. börnin mega koma með drykkina með sér. Í ljósi þess að nú eru komnir mun koffínríkari drykkir á markað en áður og að sumir þeirra eru jafnvel ekki ætlaðir börnum innan 18 ára aldurs er, að sögn Þórhildar, mikilvægt fyrir foreldra að vera vakandi fyrir því hvað börn og unglingar geta verið að setja ofan í sig. „Í góðri trú treystum við neytendamarkaðnum fyrir því að börnum okkar séu ekki seldar vörur sem ekki eru ætlaðar þeim. Þótt neysluvenjur barna og unglinga séu í flestum tilfellum góðar er þó þarft að vekja athygli á þessari neyslu“, segir Þórhildur. Er orkudrykkur réttnefni? Þær tegundir sem nú streyma nýjar á markað innihalda mun meira koffín en þeir drykkir sem fyrir voru. Auk koffíns innihalda drykk­ irnir gjarnan önnur virk efni eins og gingseng og plöntuekstrakt, auk tauríns sem er örvandi efni. Sumir þessara drykkja innihalda mikinn sykur en í öðrum er sætuefni. Neytendasamtökin telja jafn fráleitt að kalla þessa tegund drykkja orkudrykk og að kalla bland í poka heilsusnakk. Samtökin telja eðli­ legra að drykkjunum sé gefið réttnefnið koffíndrykkir. Hversu mikið er meira en nóg? Á heimasíðu Matvælastofnunar má sjá áhugaverðar greinar um koffín. Í bæklingnum „Koffín, neysla og áhrif“ kemur m.a. fram að dagleg neysla barna og unglinga á koffíni ætti ekki að vera meiri en 2,5 mg/kg líkamsþyngdar. Það þýðir að 7 ára gamalt barn sem vegur 24 kíló ætti ekki að neyta meira en 60 mg af koffíni á dag. Í hálfum lítra af kóladrykk eru 65 mg af koffíni. Heimild, Mast. Nýir „orkudrykkir“ á markað Hámarksneysla barna og unglinga á koffíni: Líkamsþyngd Hámarksneysla koffíns á dag 20 kg 5o mg 30 kg 75 mg 40 kg 100 mg 50 kg 125 mg Skaðlegur kokteill Erlendis hefur tíðkast að blanda sterkum koffíndrykkjum saman við áfengi. Þar sem engin takmörk eru nú á innflutningi og sölu þessara drykkja má gera ráð fyrir að þessi ósiður verði hluti af drykkjumenningunni hér á landi. Ástæðan fyrir því að þessi kokteill er varhugaverður er sú að koffíndrykkur hefur örvandi áhrif á líkamann en áfengi aftur á móti sljóvgandi áhrif. Áhrif alkóhólsins verða því minni sem getur gert það að verkum að fólki finnist það ekki eins drukkið og það raunverulega er. Þetta getur leitt til þess að fólk drekki meira auk þess sem rannsóknir benda til þess að þeir sem blanda koffíndrykkjum út í áfengi séu líklegri til að lenda í slysi eða öðrum skakkaföllum en þeir sem láta sér áfengið nægja. Heilbrigðisyfirvöld víða um heim hafa varað fólk við því að neyta áfengis og koffíndrykkja saman. Slíkt getur valdið hjartsláttartruflunum en það getur líka átt við ef koffínríkra drykkja er neytt samhliða mikilli hreyfingu. Í einum kaffibolla (200ml) eru 100 mg af koffíni, en það fer þó eftir tegund og uppáhellingu. Í bolla af svörtu tei er 35 mg af koffíni. 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.