Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 19
Mikill fjöldi mála hefur borist til Evrópsku neytendaaðstoðarinnar nú í haust og er þar fyrst og fremst um að ræða mál vegna bílaleigu þar sem neytendur hafa fengið mjög háa bakreikninga vegna skemmda á bílum. Mjög algengt er að bílaleigubílum sé skilað á sérstök bílaplön og þeir þá ekki sérstaklega skoðaðir við skilin. Ef bílaleigan tekur svo eftir skemmdum á bílnum síðar meir sendir hún reikning vegna skemmdanna til þess neytanda er síðast var með bílinn. Erfitt getur þá reynst að sanna hvenær eða hvernig skemmdirnar komu til og oft er um töluverðar peningaupphæðir að ræða. Einnig hafa komið upp mál þar sem skemmd er á bíl við leigutöku sem ekki hefur verið merkt inn á þar til gert eyðublað sem neyt­ andinn á að fá til sönnunar því að hann hafi ekki valdið umræddri skemmd. Mikilvægt er því fyrir neytendur að hafa í huga við leigu á bíl að skoða bílinn vel við afhendingu og láta strax vita ef skemmd finnst og fá þá bílaleiguna til að fylla út eyðublað og kvitta fyrir skemmd­ inni. Einnig er mikilvægt að biðja um að bíllinn sé skoðaður við skil og fá þá kvittun fyrir því að bíllinn hafi verið í lagi við skilin. Skemmdir á bílaleigubílum Mikilvægt að skoða bílinn bæði við afhendingu og þegar honum er skilað Þess misskilnings gætir víða að kaupendum nýrra bifreiða sé skylt að fara með bílinn í reglulegar þjónustuskoðanir hjá umboðinu til að viðhalda ábyrgð. Hið rétta er að neytendum ber engin skylda til þessa. Þegar keyptur er nýr bíll á neytandi rétt á úrbótum vegna galla óháð því hvar hann lætur þjónusta bíl sinn. Kjósi fólk að sinna viðhaldi á öðru verkstæði en hjá umboðinu er því ekkert sem kemur í veg fyrir það. Hvað er löng „ábyrgð“ á bíl? Mörg umboð hafa boðið viðskiptavinum sínum 3 ára ábyrgð með þeim skilyrðum að komið sé með bílinn í hefðbundnar skoðanir hjá umboðinu. Samkvæmt lögum er frestur til að tilkynna galla hins vegar fimm ár. Í mörgum tilvikum má rekja bilanir sem upp koma til notkunar en ekki galla og líkurnar á því verða að sjálfsögðu meiri eftir því sem bifreiðin er eldri. Mikilvægt að sinna viðhaldi Rétt er að benda á að viðhald og reglulegt eftirlit bifreiða er af hinu góða og leiðir til betri endingar. Ef upp kemur galli gæti það veikt réttarstöðu neytandans ef hann hefur ekki sinnt viðhaldi bílsins sem skyldi. Það er hins vegar af og frá að seljandi geti neitað kaupanda um úrbætur vegna galla þótt þjónustuskoðanir hafi farið fram á öðru verkstæði. Ný bók um neytendarétt Nýlega kom út bókin Neytendaréttur eftir Ásu Ólafsdóttir og Eirík Jónsson. Bókin er meðal annars ætluð til kennslu í neytendarétti í laganámi. Efnistökum og framsetningu hefur þó verið hagað með þeim hætti að bókin nýtist lögfræðingum, samtökum og öðrum þeim sem á sviðinu starfa, sem og einstaklingum hér á landi sem vilja glöggva sig á réttarstöðu sinni. Bókin er fyrst sinnar tegundar hér á landi og Neytendasamtökin fagna útgáfu hennar. Að því tilefni bjóða Neytendasamtökin félagsmönnum sínum sérstakt tilboðsverð á bókinni á 5.300 kr. sem er um 20% afsláttur af heildsöluverði (6.540 kr.) Sjá nánar um bókina á vef samtakanna. Þjónustuskoðanir á nýjum bílum 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.