Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2010, Síða 3

Neytendablaðið - 01.03.2010, Síða 3
Frá leiðbeininga- og kvörtunarfljónustunni Það var nóg að gera hjá leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytenda- sam takanna á árinu 2009. Alls bárust yfir 11.000 erindi og voru flestar fyrirspurnirnar vegna fjármála- og innheimtufyrirtækja, raftækja, bifreiða og fjar skipta fyrirtækja. Þá hafði kvörtunarþjónusta Neytendasamtakanna milli göngu í 227 kvörtunarmálum. Flest málin vörðuðu fjarskiptafyrirtæki og Evrópsku neytendaaðstoðina (ENA), en sérstök skýrsla kom út um starfsemi ENA á árinu. Einnig voru mörg málanna til komin vegna bifreiða og raftækja. Frekari tölfræði og dæmi um fyrirspurnir og kvörtunarmál er að finna í skýrsl unum sjálfum, en þær er að finna á www.ns.is og www.ena.is. Par keypti lestarmiða af ferðaskrifstofu á Íslandi sem seldi miðana í umboðssölu fyrir danska lestarkerfið og áttu miðarnir að gilda í mánuð. Þegar parið hafði notað miðana í 3 vikur án nokkurra vandkvæða voru þeir gerðir upptækir í lest á leið frá Spáni til Frakklands. Jafnframt tilkynnti lestarvörður franska lestarkerfisins að miðarnir væru ógildir. Í kjölfarið þurfti parið að kaupa sér hótelgistingu í Frakklandi á meðan reynt var að leysa málið og neyddist svo til að kaupa nýja lestarmiða frá Frakklandi til Danmerkur á 395 evrur. Eftir að danska og franska lestarfyrirtækið höfðu bent hvort á annað fram og til baka og ENA hafði haft afskipti af málinu í rúmlega ár samþykkti danska fyrirtækið loks að greiða fyrir lestarmiðana og franska fyrirtækið ákvað í kjölfarið að greiða fyrir hótelgistinguna. Fyrir milligöngu ENA leystist málið því farsællega að lokum. Lestarmiðar gerðir upptækir - frá Evrópsku neytendaaðstoðinni Fyrndur reikningur Maður leitaði til Neytendasamtakanna vegna reikn ings sem hann hafði fengið frá hitaveitufyrirtæki. Reikn- ingurinn var vegna rétt tæplega fjögurra ára gamals uppgjörs. Maðurinn kannaðist ekkert við að hafa nokk urn tíma fengið reikninginn í hendur á sínum tíma og engar ítrekanir síðan. Fyrirtækið gat ekki sýnt fram á að hafa sent ítrekanir en hélt því fram að hringt hefði verið í manninn einu sinni. Maðurinn kannað ist hins vegar ekkert við það. Þar sem fyrningarfrest ur var næstum útrunninn hefði fyrirtækið þurft að rjúfa fyrn ingu með því t.d. að stefna manninum. Fyrir tæk ið ákvað hins vegar að láta skuldina niður falla. Ársskýrslan 2009 Mikið kvartað vegna fjármálafyrirtækja Ábyrgðarmaður ekki upp lýstur Maður nokkur gekkst í ábyrgð vegna skuldar annars aðila en eftir að skuldin hafði verið í vanskilum í tvö ár gerði fjármálafyrirtækið loks kröfu á hann vegna ábyrgðarinnar. Var þá upphaflegur höfuðstóll einungis lítill hluti skuldarinnar, en hún hafði hlaðið á sig vöxtum og innheimtukostnaði. Viðkomandi var ósáttur við þessa málsmeðferð enda hafði hann ekki fengið neinar upplýsingar frá fjármálafyrir- tæk inu um að lánið væri í vanskilum. Mað ur inn leitaði til Neytendasamtakanna sem komst að þeirri niðurstöðu að með því að til kynna ekki fyrr um vanskil hefði fjármála- fyrir tæk ið brotið gegn reglum samkomulags um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga og regl um laga um ábyrgðarmenn, eftir að þau lög tóku gildi. Málinu lauk með þeim hætti að ábyrgðar maðurinn greiddi einungis upphaf- leg an höfuðstól kröfunnar en engan auka- kostn að vegna hennar. 3 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.