Neytendablaðið - 01.03.2010, Side 4
Eins og flestum er kunnugt er verðlag frjálst á Íslandi. Það
þýðir að seljendur mega verðleggja vörur sínar og þjónustu eins
og þeim sýnist. Það er svo neytenda að ákveða hvort þeir eru
tilbúnir að borga uppsett verð en verðmerkingar verða þá að
vera skýrar og greini legar á sölustað. Íslensk ir neytendur kvarta
oft undan því að verðmerkingar vanti eða séu rangar og villandi.
En þó verðlag sé frjálst á Íslandi hefur seljandinn ekki val um að
liggja á verðskránni þar til neytandinn tekur upp budduna. Hann
verður að fara eftir regl um um verðmerkingar.
Neytendastofa fer með eftirlit með reglum um verðmerkingar og
hefur í nógu að snúast því víða er pottur brotinn. Neytendablaðið
hitti Þórunni Önnu Árnadóttur að máli en hún er sviðsstjóri neyt-
enda réttarsviðs hjá Neytendastofu.
Neytendastofa hefur undanfarið kannað hvort verðmerkingar
hjá ýms um seljendum, s.s. í bakaríum, á dekkjaverkstæðum og
hár greiðslu stofum. Hverjar voru niðurstöðurnar?
„Almennt hafa niðurstöðurnar verið ágætar og seljendur hafa í
flestum tilfellum bætt ástand verðmerkinga frá því við fórum að
fylgjast reglubundið með verðmerkingum. Bakaríin komu t.d. betur
út úr skoðuninni á síðasta ári en árið 2008. Á dekkjaverkstæðunum
var niðurstaðan sú að í fyrstu heimsókn voru einungis tíu verkstæði,
af 28, með sýnilega verðskrá. Þegar skoðuninni var fylgt eftir höfðu
öll fyrirtækin bætt úr því og voru með verðskrá aðgengilega og
útdrátt úr henni sýnilega á áberandi stað, eins og vera ber.“
En hvernig stóðu hárgreiðslustofurnar sig?
„Verðmerkingar á hárgreiðslustofum voru mjög misjafnar. Í flestum
tilvikum voru söluvörur merktar en misjafnt var hvort útdráttur
úr verðlista héngi uppi. Margar stofur bættu úr verðmerkingum á
milli skoðana en það kom þó til þess að Neytendastofa sektaði þrjár
stofur fyrir slæmar verðmerkingar.“
Hvað er gert ef seljendur upplýsa ekki um verð?
„Þeim er gefinn kostur á að bæta úr því en sé það ekki gert innan
tilskilins frests hefur Neytendastofa lagt á þá stjórnvaldssektir.“
Þekkja seljendur almennt þessar reglur?
„Reglur um verðmerkingar voru endurútgefnar árið 2008 en
sambærilegar reglur hafa verið í gildi í mörg ár. Því eiga seljend ur
Seljendur verða að verð-
merkja Að öðrum kosti er verið að brjóta lög
4 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2010