Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 12
á tölvuskjánum eða tengja tölvuna við stærri skjá, skjávarpa eða
sjónvarpsskjá.
Sumir kjósa því að kaupa ekki DVD-spilara og horfa á kvikmyndir í
tölvunni. Það eru til mörg opin forrit sem spila DVD-diska í tölvum,
t.d. hið vinsæla VLC (www.videolan.org). Þessi hugbúnaður getur
verið öflugri en möguleikarnir sem takkarnir á DVD-spilurunum
bjóða uppá. Hins vegar þurfa DVD-spilarar ekki að vera dýrir. Það
getur því sparað fyrirhöfn að hafa spilara sítengdan við stóran skjá
í stofunni.
Hvað um svæðiskóðann?
Íslendingar kaupa stundum geisladiska frá Norður-Ameríku, Asíu
eða annars staðar frá. Kvikmynda og spilaraframleiðendur nota
kerfi sem skiptir heiminum upp í svæði. DVD-diskar og -spilarar
fá svo svæðiskóða (1 til 6) og upprunalega var hugmyndin sú að
spilarar gætu ekki spilað diska nema sá diskur sem spila ætti hefði
sama kóða og spilarinn sem nota ætti hverju sinni. Norður-Ameríka
er á svæði 1 en Evrópa á svæði 2. DVD-spilari sem er á svæði 0
getur spilað alla diska óháð svæði. Fyrir Blu-ray-spilara er notað
annað en sambærilegt kerfi: A fyrir Norður- og Suður-Ameríku,
B fyrir Evrópu, Afríku og Ástralíu, og C fyrir Asíu. Þessi kerfi
eru umdeild og hafa verið gagnrýnd fyrir að þjóna hagsmunum
kvikmyndaframleiðanda frekar en hagsmunum neytenda.
Ef þú átt einungis DVD-diska frá Íslandi og Evrópu (svæði 2)
þá þarftu ekki að hugsa um svæðiskóða. En ef þú átt diska frá
Ameríku eða Asíu þá þarft þú að passa uppá að kaupa spilara sem
getur spilað alla diska. Oft er hægt að breyta svæðiskóðanum í
spilaranum og sumir DVD-spilarar eru stilltir á svæði 0 frá upphafi.
Það léttir lífið að vera með slíkan spilara og þurfa ekki að hugsa um
svæðiskóðana.
En spilaraframleiðendur líða fyrir hagsmunaárekstra; neyt end ur
vilja geta spilað diska óháð svæðiskóðanum, en kvikmynda-
framleiðendur vilja að það sé hert á kerfinu, meðal annars til að
koma í veg fyrir að neytendur geti t.d. keypt disk á ódýrara verði í
útlöndum. Þess vegna eru upplýsingar um svæðiskóðann og leið-
bein ingar um hvernig má breyta honum oft illa aðgengilegar eða
ógreinilegar.
Að kaupa í útlöndum
Það er freistandi að kaupa DVD- og Blu-ray-spilara í útlöndum
þar sem þeir eru miklu ódýrari. Sem dæmi má nefna að LG BD370
Blu-ray-spilari, sem kostaði 79.990 kr. hjá Hátækni í markaðs-
könnun Neytendasamtakanna, kostar 25.900 kr. frá amazon.de (sent
heim að kostnaðarlausu innan Þýskalands). Annað dæmi er Philips
DVP-3360 „upconverting“ DVD-spilari, sem kostar tæplega 19.000
kr. hjá Heimilistækjum og Sjónvarpsmiðstöðinni, en kostar 10.300
kr. hjá amazon.de. Verð þessara tækja rúmast innan tollfríðinda
ferðamanna (enginn einn hlutur má kosta meira en 32.500 kr.) og
tækin sjálf (sem eru 3-5 kg innpökkuð, 2-3 kg umbúðalaus) passa
inn í stærri ferðatöskur.
Tegund Verslun Verð
Heildar-
einkunn
Blu-ray
myndgæði
Stækkuð
DVD myndgæði
Villuleiðréttingar
í keyrslu
Notenda-
viðmót
Orkunotkun
í biðstöðu Fjölhæfni
LG BD-370 Hátækni 79,990 4,2 5.5 5.3 4.5 3,1 4,7 3,2
Samsung BD-P1600 Ormsson 69,900 4,2 5.5 5.5 5,2 3,1 5,1 3,0
Philips BDP-3000 Heimilistæki / Max / Sjónvarpsmiðstöðin 49.900 2) 4,0 5.5 4.6 5,2 3,2 4,5 2,9
Denon DBP-1610 Heimilistæki 129,995 3,8 5.5 5.4 4.6 2,2 5,1 2,8
LG BD-350 Hátækni 59,900 3,8 5.5 4.7 5.1 2,5 4,9 2,4
Yamaha BD-S1065 Hátækni 109,995 3,6 5.5 5.3 4,2 2,0 4,1 2,6
Pioneer BDP-120 Ormsson 89.900 4) 3,5 5.4 5.5 4,0 2,0 4,3 1,8
Upconverting DVD spilarar
Philips DVP-3360 Heimilistæki / Sjónvarpsmiðstöðin 18.990 3) 3,6 n/a 4.7 5,3 2,6 4,1 1,9
Samsung DVD-1080P8 Ormsson / Radíónaust 22,9001) 3,5 n/a 4.3 5,4 2,7 3,9 2,0
LG DVX-482H Hátækni 22,995 3,4 n/a 3,6 4,8 3,3 4,3 2,0
Athugasemdir:
1) ICRT kannaði nýrri útgáfu af þessum spilara: Samsung DVD-1080P9.
2) Á þessu verði hjá Sjónvarpsmiðstöðinni, kostar 49.995 kr. hjá Heimilistækjum og 57.789 kr. hjá Max.
3) Á þessu verði hjá Sjónvarpsmiðstöðinni, kostar 18.995 kr. hjá Heimilistækjum.
4) Á þessu verðu hjá Ormsson, kostar 89.999 kr. hjá BT.
© ICRT og Neytendablaðið 2010. Gefnar eru einkunnir á kvarðanum 0,5-5,5 þar sem 0,5 er lakast og 5,5 best.
Blue-Ray spilarar
12 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2010