Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2010, Page 24

Neytendablaðið - 01.03.2010, Page 24
Notaðu gjafabréfið sem þú fékkst í jólagjöf sem allra fyrst . . . Hafðu það í huga að gefandinn notaði sparifé sitt til að gleðja þig og vill síst til þess hugsa að þú ætlir að henda því út um gluggann. Algengustu spurningar vegna gjafabréfa eru um gildistímann. Því miður er það svo að flestir sem spyrja voru of seinir að nota gjafabréfið áður en það rann út. Snúðu þér til Neytendasamtakanna ef seljandi neitar að taka við útrunnu gjafabréfi. Mjög algengt er að gildistími gjafabréfa sé 12 mánuðir og jafnvel aðeins 6 mánuðir. Ekki kaupa gjafabréf með stuttum gildistíma! Tíminn er fljótur að líða. Fyrir öllu er að nota gjafabréfið sem fyrst. Bréfið er einskis virði ef seljandinn verður gjald þrota eða ef bréfið týnist. Þá getur andvirðið rýrnað eftir því sem tíminn líður. . . . það er ekki eftir neinu að bíða

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.