Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2008, Side 2

Neytendablaðið - 01.12.2008, Side 2
NEYTENDABLA‹I‹ 4. tbl., 54. árg. – desember 2008 Útgefandi: Neytendasamtökin, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík Sími: 545 1200 Fax: 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir, Hildigunnur Hafsteinsdóttir Umsjón með gæðakönnunum: Ólafur H. Torfason Yfirlestur: Finnur Friðriksson Umbrot og hönnun: Uppheimar ehf. Prentun: GuðjónÓ ehf. – vistvæn prentsmiðja Forsíðumynd: Gettyimages Upplag: 13.500 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum Ársáskrift: Árgjald Neytendasamtakanna er 4.300 krónur og innifalið í því er Neytendablaðið, 4 tölublöð á ári. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíðu: kronur Leiðari ritstjóra 2 Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustan 3 Stafrænir myndarammar 4 Asó-litir 6 Skynsamleg jólainnkaup 7 Ódýrar jólagjafir 8 Hyggindi sem í hag koma 9 Skuldsett þjóð 10 Auglýsingar banka 12 Frá formanni 13 Gæðakönnun sjónvörp 14 MSG í mat 20 Neytendur í Bandaríkjunum 23 Jólagjöfin í ár baksíða Efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. Brynhildur Pétursdóttir. Á undan sinni samtíð Stundum finnst mér baráttumál Neytendasamtakanna fá heldur litla athygli. Ég er auð vitað ekki alveg hlutlaus en ég held að það væri til mikilla bóta ef mark væri tekið á kröfum samtakanna um leið og þær koma fram í stað þess að ár eða áratugir líði áð ur en menn ranka við sér. Þegar litið er til baka sést að Neytendasamtökin eru oft langt á undan sinni samtíð. Ég nefni hér tvö dæmi um framsýni samtakanna en þau eru auðvitað miklu fleiri. Neytendasamtökin hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að vörur og þjónusta sé vel verð­ merkt. Um miðja síðustu öld var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Aðalfundur Neytendasamtakanna 27. okt. 1956 lýsir ánægju sinni yfir því að verð­ merkingar verslunarvarnings hafa verið gerðar að skyldu, þar sem aðrar leiðir báru ekki tilætlaðan árangur. Álítur fundurinn að hér sé um merkilegan hlut að ræða, sem horfir til framfara bæði fyrir seljendur og kaupendur, og skorar fundurinn á hlutaðeigandi yfirvöld að hafa ríkt eftirlit með framkvæmd þessa máls nú og framvegis.“ Stutt er síðan Neytendastofa, opinber eftirlitsstofnun, hóf eftirlit með verðmerkingum en eins og allir vita er ástandi verðmerkinga víða mjög ábótavant. Við fögnum því auð vitað að loksins sé kominn skriður á málið en hefði ekki verið gæfulegra að hlusta strax á kröfur samtakanna? Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir aukinni neytendafræðslu og málið var m.a. til umræðu á þingi samtakanna í haust. Neytendafræðsla var félagsmönnum einnig hugleikin fyrir 20 árum en þá var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Í margflóknu neyslusamfélagi sem við búum í er mikilvægt að gera hina ungu neyt ­ endur og jafnframt neytendur framtíðarinnar að gagnrýnum og meðvituðum neyt­ endum. Þetta er nauðsynlegt í ljósi þeirrar hröðu þróunar sem átt hefur sér stað í t.d. neysluvenjum, lifnaðarháttum og fjölmiðlun, – með sífellt auknu magni auglýsinga sem stöðugt verða áleitnari gagnvart neytendum. Neytendafræðsla hefur almennt verið hornreka í skólakerfinu og skorar þingið á mennta málaráðherra að nú þegar verði snúið við blaðinu. Neytendasamtökin lýsa sig til búin til samvinnu við að tryggja framgang þessa máls.“ Einn mikilvægur þáttur í neytendafræðslu er kennsla í einstaklingsfjármálum og ekki er vanþörf á slíkri kennslu hér á landi. Nú hefur viðskiptaráðherra sett á fót nefnd sem á að kanna stöðu fjármálalæsis á Íslandi og koma með tillögur til úrbóta. Betra er seint en aldrei segjum við bara. Að gefnu tilefni mælist ég til þess að ráðamenn leggi ætíð við hlustir þegar Neytenda­ samtökin hefja upp raust sína. 2 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.