Neytendablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 12
Matvælaframleiðandinn Danone selur
jógúrt undir nafninu Essensis og í aug -
lýsingum kemur m.a. fram að þessi undra-
jógúrt „næri húðina innan frá“ og „geri
húð ina heilbrigðari og fallegri“
Frönsku neytendasamtökin Que choisir
ákváðu að rannsaka hvort þessar fullyrð
ingar ættu við rök að styðjast. 100 konur
tóku þátt í rannsókninni og var þeim
skipt í fimm hópa: Hópur eitt borðaði eina
dós af Essensisjógúrt á dag; hópur tvö
borðaði tvær jógúrtdósir á dag, en það er
skammturinn sem Danone mælir með;
hópur þrjú borðaði eina dós af hefðbundinni
jógúrt á dag; hópur fjögur borðaði tvær
dósir af hefðbundinni jógúrt á dag og fimmti
hópurinn breytti engu í sínu mataræði. Allar
konurnar fengu síðan rakakrem og áttu að
bera það samviskusamlega á hendurnar.
Niðurstaðan var skýr. Rakakremið gerði sitt
gagn en enginn merkjanlegur munur var
á húð kvennanna hvort sem þær borðuðu
Essensis eða ekki.
Í framhaldinu gerðu samtökin þá kröfu til
franskra stjórnvalda og Evrópusambandsins
að reglugerð um markfæði (matur sem
hefur verið breytt þannig að hann hafi
heilsu samlega eiginleika) yrði bætt þannig
að framleiðendur gætu ekki kastað fram
stað hæfingum sem eiga ekki við rök að
styðjast.
Jógúrt sem nærir húðina innan frá?
Neytendasamtökin hafa á undanförnum
árum gagnrýnt auglýsingaherferðir bank-
anna og hefur verið af nógu að taka. Það
var líkt og bankarnir vissu ekki hvað þeir
ættu að gera við peningana sem virtust
flæða úr skúffum og skápum og það
kom m.a. fram í endalausum auglýsinga-
herferðum fyrir þjónustu sem í mörgum
tilfellum var nærri því óskiljanleg. Í hvert
skipti sem ný „afurð“ leit dagsins ljós
þurfti að splæsa í nýja herferð.
Öllu var til tjaldað og bankarnir beittu
ýmsum brögðum til að toppa hver annan.
Heimsfrægir leikarar voru jafnvel kallaðir
til. Reyndar er ekki gott að skilja af hverju
bankarnir þurftu að minna svona rækilega
á sig. Reynslan sýnir nefnilega að fólk
skipt ir frekar um maka en banka.
Eftirfarandi gagnrýni á auglýsingaherferð
Kaupþings birtist á heimasíðu Neytenda
samtakanna um mitt ár 2006. Kaupþing var
þá að kynna nýja leið til langtímasparnaðar
undir heitinu „Þegar“, en um var að ræða
fjárfestingar í mismunandi fjárfestingar
sjóðum Kaupþings. Á heimasíðu Neytenda
samtakanna segir:
„KB banki auglýsir nýja sparnaðarleið
„Þegar“ og hafa auglýsingarnar vakið
at hygli og sitt sýnist hverjum. Ein auglýs
ingin sýnir strætisvagnabílstjóra sem
geng ur út úr vagninum að því er virðist
í miðri áætlun og er þar með hættur að
vinna. Eftir sitja farþegarnir forviða en
skilaboðin virðast einna helst vera þau að
ekki sé á strætó treystandi.
Önnur auglýsing virðist fara meira fyrir
brjóstið á fólki en í henni má sjá leikfimi
kennara sem hættir í miðri kennslustund
og skilur börnin eftir í reiðileysi. Eitt barnið
hangir meira að segja í kaðli en vonandi
eru aðrir ábyrgari starfsmenn á staðnum
sem koma barninu til hjálpar. Þetta verða
að teljast harla sérkennileg starfslok. Hvað
varð eiginlega um að ljúka starfsferlinum
á ábyrgan hátt og jafnvel kveðja samstarfs
menn?
Vonandi þurfa viðskiptavinir bankans ekki
að eiga von á að starfsmenn hans rjúki á
dyr þegar minnst varir.“
Sölumennska á þinn kostnað
Peningamarkaðssjóður Landsbankans hef ur
verið mikið í fréttum undanfar ið en við skipta
vinir voru hvattir til að færa sparn að sinn
í sjóðinn til að njóta betri ávöxtunar. Sú
viðleitni bankans að ýta undir sparnað
við skiptavinanna var þó ekki ný af nálinni.
Eftirfarandi er frétt Neytenda samtakanna
frá því 2006.
„Neytendasamtökunum hafa borist nokkr ar
ábendingar frá viðskiptavinum Lands
bank ans. Nú bregður svo við að þegar
við skiptavinir bankans hringja til að fá
upp gefna stöðu eða láta millifæra upphæðir
eru þeir spurðir hvort þeir vilji ekki leggja
í sparnað. Einn viðskiptavinur sagðist
þegar vera með sparnað hjá bankanum
en þá spurði starfsmaðurinn hvort hann
vildi ekki spara enn meira. Starfsmaður
Neytenda samtakanna fékk sömu þjónustu
eftir að millifærslubeiðni fór fram í símtali.
Starfsmaður bankans hélt honum í 1015
mínútur á kynningu um sparnaðarleiðir
og hafði um leið aðgang að sögu viðskipta
vinarins þar sem hann hafði gefið upp
kennitölu vegna upphaflega erindis síns.
Starfsmaður bankans var mjög ýtinn og
vildi helst ganga frá breytingum strax en
viðskiptavinurinn vildi að sjálfsögðu fá
frest til að skoða betur stöðuna.
Þetta er mjög merkileg þróun, sérstaklega
þar sem viðskiptavinir bankans eru að
kaupa þjónustu af bankanum (upplýsingar
um stöðu og millifærslubeiðni kosta 95
100 krónur), en lenda í sölumennsku
sem þeir báðu ekki um. Það eru auk þess
viðskiptavinirnir sem borga símtalið.“
„Þegar“
öllu er á botninn hvolft . . .
12 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008