Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2008, Side 3

Neytendablaðið - 01.12.2008, Side 3
Frá leiðbeininga- og kvörtunarfljónustunni Farsími eða auglýsing? Kona nokkur leitaði til leiðbeininga­ og kvörtunarþjónustunnar eftir að hafa keypt sér farsíma. Eftir að heim var komið og búið að taka símann í gagnið tók konan eftir því að hann var merktur ákveðnu símafyrirtæki – þannig að nafn fyrirtækisins var brennt inn í símann sjálfan, en þetta hafði hún ekki getað séð af símanum sem var til sýnis í versluninni. Þar sem hún vildi ógjarnan taka að sér að auglýsa tiltekið fyrirtæki á þennan hátt leitaði hún til verslunarstjóra og fór fram á riftun kaupanna og endurgreiðslu símans. Ekki var fallist á þær kröfur. Eftir milligöngu leiðbeininga­ og kvörtunarþjónustunnar féllst fyrirtækið þó á sjónarmið konunnar og endurgreiddi henni símann. Ekki liggja á inn eignarnótum og gjafa­ bréfum! Nú sem endranær eru neytendur hvattir til að nýta sér inneignarnótur og gjafabréf sem þeir eiga og gæta þess að slíkir pappírar dagi ekki uppi og falli úr gildi. Sér í lagi getur verið erfitt að innheimta slíkar kröfur ef kemur til þess að verslanir verða gjaldþrota. Ljóst er að einhverjir seljendur munu verða gjaldþrota í því ófremdarástandi sem nú ríkir. Engin leið er að vita hvaða fyrirtæki hverfa af markaði og því eru neytendur hvattir til nýta gjafabréf og inneignarnótur fyrr en síðar. Leigjendamál Undanfarnar vikur og mánuði hefur leið­ beininga­ og kvörtunarþjónustan tekið á móti talsverðum fjölda erinda sem varða rétt leigjenda. Leigumál geta verið afar flókin og margs konar ágreiningur getur komið upp. Því er mjög mikilvægt að leigjendur eigi sér málsvara eða hagsmunasamtök. Í fæstum til vikum er um eiginleg neytendamál að ræða, þar sem yfirleitt eiga í hlut einstakl­ ingar sem leigja húsnæði af öðrum ein ­ staklingum og því í raun takmarkað hvað leiðbeininga­ og kvörtunarþjónustan getur gert. Neytendasamtökin hafa farið þess á leit við Jóhönnu Sigurðardóttur, fél ags­ og tryggingamálaráðherra, að ráðu neyt ið og Neytendasamtökin geri með sér þjón ustu­ samning þannig að Neytenda sam tök in geti sinnt málum fyrir leigjendur. Oft hef ur verið þörf en nú er nauðsyn! Mikil aukning mála hjá ENA Evrópska neytendaaðstoðin (ENA/ECC) hef ur fengið til meðferðar tuttugu kvört­ unarmál það sem af er árinu, en allt árið í fyrra voru málin til ENA aðeins sjö. Í heildina hafa borist um sjötíu erindi til ENA það sem af er árinu. Það er vissulega fagnaðarefni að Evrópska Neytendaaðstoðin virðist vera orðin nokkuð vel þekkt þó vitaskuld sé leiðin legt að viðskipti milli landa mæra gangi ekki snurðulaust fyrir sig. Nánar má fræðast um ENA á www.ena.is. Afpantanir á pakkaferðum Talsvert er um fyrirspurnir vegna afpantana á pakkaferðum þessa dagana, en mörg um hugnast illa að fara til útlanda eins og staða krónunnar er. Leiðbeininga­ og kvört­ unarþjónustan hefur tekið saman yfirlit um þá skilmála sem gilda við afpantanir og má finna það á heimasíðunni, www.ns.is, undir Molar. Margir hafa afpantað utanlandsferðir að undanförnu vegna þess óvissuástands sem nú ríkir. 3 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.