Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 5
16:9 er hagstæðast að myndavélin sé stillt á það hlutfall líka. Þá þarf vélin ekki að gera nokkra útreikninga eða stærðarbreytingar. Tæknimál Algengast er að stafrænar myndir í mynda­ vélum og tölvum séu á SD­myndkorti og jpg­formi (með endinguna .jpg). Flestir staf­ rænir rammar geta líka lesið kort á öðru formi, t.d. CF­, MS eða xD. Nær allir stafrænir myndarammar hafa að minnsta kosti eina USB­innstungu. Sumir rammar geta tekið á móti myndum þráðlaust með „blátannar­búnaði“ (Blue­ tooth) sem margir nýir GSM­símar nota. Ramminn er oftast með LCD­skjá, upp­ lausnina 640x480 pixla (díla) og mynd­ stærðina 5 ­ 7 tommur (13 ­ 18 cm), mælt horn í horn. Rammi af þessu tagi er lítið þykkari en venjulegur ljósmyndarammi. Hann getur sýnt rúmlega 4,100 mismunandi liti. Hægt er á sumum römmum að stilla birtu­ stig, kontrast og fleira á myndinni. Á sumum römmum eru stjórntæki á ramm anum sjálfum. Með þeim er hægt að meðhöndla ljósmyndina til að lagfæra hana, henda henni, stækka hluta úr henni, snúa henni o.fl. Hve margar myndir? Oft er spurt: Hversu margar myndir er hægt að vista samtímis í minni stafræns ramma? Svarið er: Það fer eftir stærð minnisins og því hversu myndirnar eru stórar. Ef þær eru teknar með mestu gæðum í fullkomnum stafrænum myndavélum komast kannski 10 myndir í 128 MB minni. Ef myndirnar eru úr litlum vasamyndavélum (eða stórum vélum sem hafa verið stilltar á sérstakan hátt), eða hafa verið minnkaðar í tölvu, komast kannski 1.000 myndir fyrir í 128 MB minni. Ókostur Einn af ókostum þess að skoða myndir í stafrænum römmum er sá – eins og á flestum tölvuskjám – að ef frummyndin stendur „uppi á rönd“ (þar sem langhliðar eru lóðréttar og skammhliðar láréttar) þarf skjárinn að smækka hana svo hún rúmist á skjánum. Slík lóðrétt mynd sést verr en aðrar, ekki síst ef hún er skoðuð frá hlið (sjón vinkillinn þrengist). Ráð við þessu er að velja saman í sýn ­ ingar hóp eða syrpu aðeins myndir sem standa lóðrétt (uppi á rönd) og láta þá ramm ann standa eða hanga lóðrétt líka. © ICRT og Neytendablaðið 2008. Gefnar eru einkunnir á kvarðanum 0,5-5,5 þar sem 0,5 er lakast og 5,5 best. * Uppseldur en væntanlegur aftur. Uppgefið verð er það sem ramminn kostaði áður. Vörumerki Gerð Stað- greiðslu- verð Selj- andi Upp- lausn í pixlum Heildar- gæða- einkunn Mynd- gæði Vídeó- gæði Þæg- indi í notkun Leiðar- vísir Fjar- stýring Fjöl- hæfni Um- hverfis- mál Orku- nýting Toshiba PA 363 7 E-1ETC 16.995 * Elko 780 × 480 4.1 4.1 - 4.1 3.2 - 3.6 5.4 5.4 Samsung SPF-72H 19.900 Svar tækni 800 × 480 3.8 3.8 - 3.7 1.5 - 3.7 5.3 5.1 Sony DPF-V700 29.900 Sony Center 800 × 480 3.8 3.8 - 3.8 3.4 2.8 3.3 5.5 5.3 Philips 7FF 3 FP B /05 16.995 Elko 480 × 234 2.3 2.3 - 3.8 4.9 - 3.2 5.5 5.3 Hama 7” TFT, 00055746 5.999 BT 480 × 234 1.4 1.4 3.0 3.4 3.3 2.8 3.7 5.4 5.1 5 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.