Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 4
Stafrænir myndarammar (digital picture/ photo frames) eru nýjung sem notið hefur ört vaxandi vinsælda. Öll stærstu fyrirtækin á ljósmyndamarkaðnum hafa markaðssett eigin útgáfur. Þetta eru í rauninni litlir flatskjáir sem geta setið á borði eða hangið á vegg. Algengt er að sjá þá á heimilum, í verslunum eða þjónustustofnunum. Dæmi- gerð stærð myndflatar er sjö tommur (17,8 cm, mælt horn í horn) en til eru margar mism unandi stærðir. Flestar eru þó á bilinu 6,5-10 tommur. Á markaði hér Í lok október fundust á íslenska markaðnum 28 gerðir stafrænna myndaramma. Ódýr­ astur var Hama­rammi í Elko á kr. 5.999 en dýrastur Telefunken­rammi á kr. 49.995 í Hátækni. Mikill munur er á gerð, búnaði og gæðum rammanna. Fimm rammar á íslenska markaðnum voru líka teknir fyrir í gæðakönnun ICRT. Bestur þeirra reyndist vera Toshiba PA 363 7 E­ 1ETC. Hann var reyndar uppseldur en er væntanlegur aftur. Markaðskönnunina má finna á vef Neyt enda samtakanna. Eðli rammanna Stafrænir myndarammar eru myndaskoð­ arar með stafrænum skjá og eru auðveldir í uppsetningu og notkun. Í þeim getur notandinn geymt og skoðað fjölda staf­ rænna ljósmynda án þess að hafa lyklaborð, tölvu, internet eða stafræna myndavél. Al gengt er að notandinn geti sett í minni rammans um 100 ljósmyndir. Fjöldinn fer eftir eðli rammans og stærð myndanna. Myndunum er hlaðið inn í minnið með misjöfnum hætti, t.d. af myndkorti eða með minnislykli og USB­tengi. Jafnvel er hægt að taka á móti myndum beint í rammann með netpósti (e­mail) án þess að hafa tölvu. Þá verður ramminn að vera tengdur símkerfi, með línu eða þráðlaust. Á skjánum birtast svo, eftir óskum not andans, stakar myndir með ákveðnu milli bili eða sjálfvirkar myndaraðir. Sum ir stafrænir rammar geta spilað stutt mynd­ skeið (vídeó). Notandinn getur stillt hve langt bil er milli mynda, t.d. ein mínúta, klukkustund eða sólarhringur. Suma ramma er hægt að tengja prentara og prenta beint án þess að setja myndirnar í tölvu. Sumir eru með fjarstýringu og suma er hægt að tengja sjónvarpstæki til að skoða myndirnar á skjá þess. Sumir taka þráðlaust á móti myndum úr farsímum en aðrir eru með vekjaraklukku, útvarp og margs konar möguleika. Þýskt fyrirtæki selur ramma sem hægt er að koma fyrir á legsteinum. Stærðarhlutföll Stærðir og stærðarhlutföll rammanna eru margvísleg. Margir eru í nýjasta sjónvarps­ og DVD­hlutfallinu, þ.e. 16:9. Sumir eru í hlutfallinu 4:3, eins og tíðkast hefur í sjónvarpi og í stafrænum ljósmyndum. Aðrir eru í hlutfallinu 3:2, eins og ljósmyndir úr algengustu filmuvélum. Ef sýndar eru á flatskjá ljósmyndir sem eru í myndhlutfalli sem ramminn ræður ekki við birtast svartir borðar fyrir ofan og neðan myndina á skjánum eða til beggja hliða við hana. Ef slík mynd á að birtast án dökku borðanna þarf tækið að stækka hana og við það skerst annaðhvort ofan og neðan af henni eða til beggja hliða. Hún getur líka orðið óskýrari fyrir vikið. Myndgæði Rammar sem sýna álíka eða meiri mynd­ gæði en hefðbundið sjónvarpstæki teljast góðir. Þá er upplausnin á skjánum frá 720x480 dílum upp í 800x600 díla. Rammar með minni upplausn eru í bestu tilvikum „ásættanlegir“. Þá sjást mynddílar og myndin getur verið óskýr og jafnvel sjást línur. Mikil upplausn er ekki endilega öruggt merki um myndgæði, skerpu og litgæði. Sumir rammar með háa upplausn voru dregnir niður í einkunn fyrir að sýna fáa grátóna og í öðrum voru litir ófullnægjandi. Notandinn getur sjálfur bætt skerpu mynda og minnkað vinnslutíma þeirra. Þá þarf að meðhöndla myndirnar í myndskoðunar­ eða myndvinnsluforriti og breyta stærð þeirra í sömu upplausn og stærð og myndaramminn hefur. (Þetta er gert með skipunum á borð við „image size“, „resize“ eða „resample“). Skynsamlegt er, ef unnt er, að samræma stærð arhlutfallið sem myndavélin og ramm ­ inn nota. Ef stærðarhlutfall ramm ans er Stafrænir myndarammar 4 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.