Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2008, Síða 14

Neytendablaðið - 01.12.2008, Síða 14
Kostir LCD- og plasmaflatskjártækja um fram hefðbundin myndlampasjón- varpstæki (CRT) eru margir. Nýju skjáirnir eru þynnri (oft 10-15 cm) og léttari. Tækin taka lítið pláss en geta þó verið með langtum stærri skjái en CRT-tæki, þau má hengja nær hvar sem er (enda eru þau oft kölluð veggsjónvörp) og það er auðvelt að flytja þau. Loks nota þau minna rafmagn en CRT-tæki og endast lengi, að meðaltali í um 60.000 klst. Það eru um 25 ár miðað við 5 klst. notkun á dag. Hefðbundið CRT- tæki endist í 15.000 - 30.000 klst. Einn fárra ókosta er að flatskjártæki eru dýr. Markaðskönnun Neytendablaðsins Neytendablaðið kannaði í lok október stór flatskjársjónvarpstæki á íslenska mark­ aðnum. Mikið framboð reyndist vera af slíkum gripum, eða 159 mismunandi gerð ir. Skjáirnir voru á stærðarbilinu 32­65 tommur (mælt horn í horn myndflatar). Nú eru sjónvarpstæki með flatskjáum ráðandi á markaðnum og skiptast þau í tvo flokka eftir gerð skjásins; annars vegar tæki með LCD­skjá og hins vegar tæki með plasmaskjá. Fleiri gerðir reyndust til með LCD­skjáum, eða alls 136. Af þeim voru 59 með raunverulegan háskerpuskjá (HDTV, 1080 láréttar línur eða fleiri). Af plasma­skjáum voru 40 gerðir á boð stólum. Af þeim voru 23 með háskerpu. • Tvær dýrustu LCD­gerðirnar voru frá Bang & Olufsen og sú dýrasta kostaði um eina og hálfa milljón króna. (BO BeoVision 7, 40 tommur). • Ódýrustu LCD­tækin voru Dantax 32 LCD V 7, sem fékkst á kr. 89.989 í Max (32 tommur), og Mirai DTL 632 E 500, sem fékkst á kr. 99.000 hjá Svartækni (32 tommur). • Tvær dýrustu plasmagerðirnar voru líka frá Bang & Olufsen og kostaði sú dýrari 3,2 milljónir kr. (BO BeoVision 4, 65 tommur). • Ódýrustu plasmatækin voru LG 32 PG 6000, sem kostaði kr. 139.995 í Elko (32 tommur), og Panasonic TH 42 PX 7, sem fékkst á kr.159.900 í Elko (42 tommur). Markaðskönnunin er birt í heild á vef Neytendasamtakanna, www.ns.is. Í könn­ uninni er greint frá seljanda, staðgreiðslu­ verði, stærð skjásins og hvort tækið er með raunverulegri háskerpu (HDTV) eða er háskerpumeðvitað (HD Ready). Gæðakönnun ICRT Rannsóknarstofur International Consumer Research and Testing (ICRT) fylgjast stöðugt með sjónvarpstækjamarkaðnum. Hérlendis fengust í lok október alls 46 gerðir af þeim sem ICRT hefur kannað á árinu; 41 LCD­ tæki og fimm plasma­tæki. Neytendablaðið birtir hér töflu með upplýsingum úr gæða­ könnuninni varðandi þessi tæki og ýmislegt fleira. Hæstu heildargæðaeinkunn þeirra LCD­ tækja sem ICRT kannaði og eru á markaði hér hlaut Panasonic TX 32­ LX70F sem fékkst á kr. 169.990 í Sjónvarpsmiðstöðinni. Það er hagstætt verð fyrir slíkan gæðagrip. Skjárinn er í smærra lagi og býður ekki upp á fulla háskerpu. Einkunnirnar fær tækið hins vegar fyrir að skila sínu mjög vel. Hæstu heildareinkunn plasmatækja hlaut að þessu sinni Panasonic TH­ 42 PZ 700 E sem kostaði kr. 279.900 í Elko. Þetta er 42 tommu tæki með fullri háskerpu. Hvað er háskerpa? Algengasta sjónvarpsupplausn í okkar heimshluta hefur fram á síðustu ár verið 480 láréttar línur. Almennt er miðað við að til að tæki geti kallast háskerputæki verði aftari talan í upplýsingum um upplausn skjásins að vera að lágmarki 720, til dæm is 1024x768 eða 1920x1080. Aftari tal an gefur til kynna fjölda láréttra lína á skján um. Tiltölulega lítið er um háskerpuútsendingar sjónvarpsstöðva ennþá. Hins vegar sýna háskerpuskjáirnir mikla kosti þegar þeir eru fóðraðir á HD­DVD­diskum eða blágeisla (Blu­Ray), sem er nýjasta og skarpasta gerð geisladiska. Flókið er að lýsa öllum þeim þáttum sem hafa áhrif á myndgæði sjónvarpstækja. Upplausn á skjá er ekki alltaf mikilvægust en skiptir meira máli eftir því sem skjáirnir eru stærri. Skjár með upplausnina 1920x1080 kann að skila lakari myndgæðum en skjár með upplausnina 1024x768. Varðandi myndgæði koma við sögu margir liðir sem hafa áhrif. Nefna má hæfni tækisins til að sýna viðunandi birtuskil (kontrast) og litadýpt. Mikill glampi eða endurkast af sjónvarpsskjá er galli sem fáir íhuga kannski nægilega við kaup. Hvað eru 1080 p og i ? Skammstafanirnar 1080p og 1080i varð­ andi sjónvarpstæki og ­skjái staðfesta að búnaðurinn sé háskerputæki í hæsta gæða­ flokki á markaði með tæki sem nú eru fáanleg fyrir almenning (high­definition television, HDTV). Talan 1080 er fjöldi láréttra lína á skjánum. Stafirnir p og i (pro gressive scan, interlaced scan) vísa til tækni sem birtir myndirnar. Um svona nútíma háskerpusjónvarpsbúnað eru oft notuð orð eins og Full HD, Full High Definition eða Complete High­Definition. Þetta eru auglýsingaslagorð frekar en raun­ veruleiki, því miklu meiri háskerpa er í stafrænum bíómyndum og hún er líka fyrir­ sjáanleg í heimilissjónvörpum framtíðar (ultra­high definition video). Hvað er HD-ready? Merkingin HD Ready, sem kannski mætti nefna „háskerpureiðubúið“ eða „há skerpu með vitað“, er oft sett á tæki sem sýna 720 láréttar línur eða fleiri, Stór sjónvarpstæki með flatskjám 14 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.