Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 8
Það er hægt að gefa jólagjafir sem kosta ekki mikið en sýna hlýhug og væntum- þykju. Hér eru nokkrar hugmyndir: Gjafakort þar sem gefandi býðst til að inna einhverja vinnu af hendi s.s.: moka snjó, þvo glugga, hjálpa til við garðverk in, bóna bílinn og pússa silfrið. Hægt er að skoða ítarlegan lista á landvernd.is en þar eru fjölmargar ráðleggingar um vistvænar jólagjafir. Margir eru duglegir við að sulta og heimagerðar sultur í fallegum krukkur geta verið góð gjöf. Einnig er hægt að gera líkjör úr t.d. berjum en að því þarf að huga strax að hausti. Hannyrðir eru í tísku sem aldrei fyrr og sérstaklega er íslenski lopinn vinsæll. Það er því upplagt að prjóna jólagjafir. Það hafa allir not fyrir hlýja vettlinga, sokka, trefla og húfur. Þá gæti verið sniðugt að gefa fólki sem er hrifið af hannyrðum garn, prjóna eða jafnvel námskeið sem margar hannyrðaverslanir standa fyrir. Blóm eru alltaf falleg gjöf. Það er tilvalið að koma til afleggjurum og gefa síðan þegar plantan er komin vel á legg. Einnig má setja niður ýmsa steina, s.s. sítrónu­ og appelsínusteina, og rækta þannig plöntur. Hér má sjá blómlega ræktun en hér hefur tekist að koma á legg Lísu, sítrónutré, hawaiirós og avókadóplöntu. „Íslensk hönnun“ varð fyrir valinu hjá Rann­ sóknarsetri verslunarinnar, en í Svíþjóð völdu systrasamtök Verslunar og þjónustu „upp lifun“ sem jólagjöf ársins. Upplifun getur verið hagkvæm og vistvæn gjöf, eins og útilega eða leikhúsferð, eða jafnvel táslu­ þvottur og handsnyrting framkvæmd af gef anda. Jólagjafir – sniðugar, hagkvæmar og vistvænar Baráttan við höfuðlúsina Norrænt lúsamálþing var haldið í Svíþjóð þann 17. nóvember sl. Þar voru kynntar rannsóknir á lúsadrepandi efnum sem hafa verið á markaðinum um nokkurt skeið en lýsnar virðast nú vera orðnar ónæmar fyrir þessum efnum. Þetta kemur fram á heima­ síðu Landlæknisembættisins. Á fundinum var stofnaður sam starfs­ hópur höfuðlúsasérfræðinga, einn frá hverju landi. Mark mið samstarfshópsins er að samræma meðferðarleiðbeiningar, standa saman að rannsóknum til að auka þekkingu og skilning á höfuð­ lúsinni, samræma átaksverkefni og þjálfun þeirra sem koma að slíkum málum og halda uppi umræðu um málefnið. Lúsalyf geta innihaldið ýmis eiturefni sem geta verið varasöm. Neytendablaðið vill minna á að helsti óvinur lúsarinnar er lúsa­ kamburinn sjálfur, að því tilskyldu að réttri meðferð sé beitt. Bug Busting er aðferð sem breska góðgerðastofnunin Community Hygiene Concern þróaði. Mikilvægast er að fylgja tímaáætlun í lúsakembingu sem gengur út á að rjúfa lífshring lúsarinnar. Allt um þetta er að finna á heimasíðunni www.chc.org. Fram kom í nýrri athugun dönsku ofnæmissamtakanna Videncenter for Allergi að margir farsímar innihalda nikkel. Fólk sem er með ofnæmi fyrir nikkel þarf að hafa mikið fyrir því að forðast efnið en það getur m.a. verið að finna í skartgripum, hnöppum, hurðarhúnum og lykl um, að ógleymdum farsímum. Um það bil 20% símanna sem skoðaðir voru innihéldu nikkel. Þeir sem hafa fengið ofnæmisviðbrögð eftir notk un farsíma eiga það yfirleitt sameiginlegt að nota símann mikið. Þar sem flestir símar innihalda ekki nikkel er ljóst að það er hægt að framleiða nikkelfría síma og er það að sjálfsögðu krafa neytendasamtaka. Á heimasíðunni www.videncenterforallergy.dk má finna mikið af áhugaverðum upplýsingum um ofnæmi. Nikkel í farsímum 8 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.