Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2008, Síða 18

Neytendablaðið - 01.12.2008, Síða 18
Reynsla Neytendasamtakanna hefur sýnt að þjónusta á íslenskum neytendamarkaði er almennt ekkert sérstaklega góð og margir neytendur kvarta yfir því að selj- endur leggi ekki mikið á sig til að leysa úr málum á skjótan og skilvirkan hátt. Allt of algengt er að seljendur veiti neytendum ekki meiri rétt en þeim ber samkvæmt lögum eða reglum. Neytendur þurfa jafnvel að hafa fyrir því að ná fram rétti sínum og seljendur eru stundum ekki meðvitaðir um skyldur sínar gagnvart neytendum. Mörg dæmi eru um að neytendur komi að lokuðum dyrum þegar þeir vilja leggja fram kvörtun eða ábendingu og afgreiðslufólk fellur jafnvel í þá gryfju að mótmæla og taka kvörtuninni sem persónulegri gagnrýni á sig. Neytendablaðið leitaði til Margrétar Reyn­ is dóttur hjá KAXMA Ráðgjöf. Hún er höf undur bókarinnar ÞJÓNUSTA – Fjöregg viðskiptalífsins. Í bókinni er m.a. fjallað um það hvernig á að taka á móti kvörtunum og meðhöndla erfiða viðskiptavini. Margrét segir að það geti reynst fyrirtækjum dýrt að veita slaka þjónustu því margir viðskiptavinir beri út slæmt orð fyrirtækis frekar en að benda viðkomandi á mistökin. „Fyrirtækin verða að átta sig á að í kvört­ un um felast gríðarlega verðmætar upp lýs­ ingar.“ Bið og aftur bið Þegar Margrét er spurð hvert sé helsta vanda málið er kemur að þjónustu segir hún rannsóknir sýna að algengustu kvart­ anir neytenda tengist (ef gott aðgengi að bílastæðum er undanskilið) biðröðum á kassa eða eftir afgreiðslu. Þá bendir Margrét á að fyrirtæki sem leiðréttir mistök hratt og vel vekur ánægju hjá viðskiptavini og fær hann til að gleyma atvikinu fljótt. Langur og tafsamur ferill og margra vikna bið eftir úrbótum leiðir hins vegar til þess að viðskiptavinurinn gleymir atvikinu ekki auðveldlega, jafnvel þótt úrbæturnar séu á endanum fullnægjandi. Vönduð með höndlun kvartana kemur í veg fyrir að við skiptavinirnir á hverjum tíma fari sína leið og miklar líkur eru á því að slíkt styrki tryggð þeirra gagnvart fyrirtækjunum til lang frama. Til hvers að kvarta? Mjög fáir neytendur kjósa að kvarta eða valda óþægindum þegar þeir eru ósáttir við seljanda. Flestir þeirra sem eru óánægðir láta ekki heyra í sér. Rannsóknir sýna að um 4­15% óánægðra viðskiptavina kvarta. Með öðrum orðum kvarta 85­96% óánægðra viðskiptavina aldrei. Kvartanir viðskiptavina eru ódýr markaðs­ rannsókn, að sögn Margrétar. Neytendurnir eru einfaldlega að benda seljendum á það sem má bæta. Fyrirtæki hafa af því hag að taka vel á móti kvörtunum og ábend­ ingum neytenda. Þeir geta bent á að hand­ bækur séu of flóknar, ekki sé staðið við afhendingartíma, auglýsingar gefi ranga mynd af þjónustunni, inngang í fyrirtækið þurfi að færa vegna veðurs, nýliðaþjálfun verði að auka á ákveðnum stöðum o.s.frv. Seljendur fá að auki tækifæri til að gera við skiptavini ánægða á ný. Nýir tímar Neytendablaðinu lék forvitni á að vita hvort ætla mætti að þjónustan batnaði núna þegar dregur úr neyslu og samkeppni eykst. „Það getur reynst fyrirtækjum dýrt að veita slaka þjónustu. Talið er að kostnaður við að afla nýs viðskiptavinar sé fimm til sex sinnum meiri en kostnaður við að halda í þá sem fyrir eru. Búast má við því að fyrirtækin sjái sér núna hag í að leggja meiri áherslu á að þjálfa starfsfólkið svo það veiti betri þjónustu og öðlast þannig fleiri trygga viðskiptavini.“, segir Margrét. En hvað með vöruskil? Hefur seljandi ekki hag af því að taka við ónotaðri vöru, sem sannarlega er keypt af honum, og endur­ greiða möglunarlaust frekar en að neyða viðskiptavininn til að halda vörunni eða þiggja inneignarnótu? Bein vöruskil tíðkast víða en eru fátíð hér á landi. Margrét telur að neytendur kynnu vel að meta slíka þjónustu. „Með aukinni ánægju viðskiptavina eru meiri líkur á að þeir komi aftur og segi öðrum frá viðskiptunum.“ Orðsporið er mikils virði „Gríðarleg verðmæti eru fólgin í meðmælum ánægðra viðskiptavina”, segir Margrét. „Almennt er talað um að við segjum um 10­12 frá ef við erum óánægð og 5­6 ef við erum ánægð. Í einni rannsókn fyrir tíma bloggsins kom fram að fyrir hvern óánægðan viðskiptavin sem kvartar eru 26 óánægðir viðskiptavinir sem kvarta ekki. Þeir segja hinsvegar u.þ.b. 10 öðrum frá óánægju sinni. Fyrir sérhvern óánægðan viðskiptavin sem ekki kvartar má því gera ráð fyrir að það séu allt að 260 manns (10x26) sem hafa heyrt illa talað um fyrirtækið. Rödd óánægðra viðskiptavina breiðist líka mun hraðar út nú en fyrir daga netsins“, segir Margrét. „Ekki má heldur gleyma því að sögurnar verða stöðugt ýktari þannig að þeir sem heyra slæmar sögur af tilteknum verslunum geta verið ólíklegri til að heimsækja þær en þeir sem lentu í hremmingunum.“ Gagnkvæm virðing Reynsla Neytendasamtakanna er sú að kurteisir neytendur fá almennt betri úrræði en þeir sem æsa sig strax og hafa hátt. Margrét segist vera sammála því; kurteisi sé einfaldlega besta vopnið. Þegar Margrét er spurð hvernig hún telji árangursríkast fyrir neytendur að standa að kvörtun gagnvart seljanda segir hún „við viljum að starfsmenn séu kurteisir, tillitssamir og heiðarlegir þegar við kvörtum. Það er ekki síður mikilvægt að neytendur haldi ró sinni og sýni kurteisi þegar kvörtun er borin fram. Það þarf tvo til þegar menn deila. En oft á tíðum rísa háværar deilur sem einfalt hefði verið að koma í veg fyrir með því að taka vel á móti kvörtun og bregðast skjótt við til að stuðla að úrlausn mála.“ Þjónustulund gefur gull í mund Flestum leiðist að bíða í röð og því ættu verslanir að leggja áherslu á snögga og góða þjón ustu við kassann. 18 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.