Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2013, Síða 14

Víkurfréttir - 05.09.2013, Síða 14
fimmtudagurinn 5. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR14 Georg V. Hannah fagnar um þessar mundir 45 ára afmæli fyrirtækis síns, Úra- og skartgripaverslunar Georgs V. Hannah, sem frá upphafi hefur verið staðsett að Hafnargötu 49 í Keflavík. Georg er lærður úrsmiður og opnaði verslunina fyrst í maí 1968. Þá voru þrjú fyrirtæki í húsinu. Auk Georgs var þar hraðhreinsun og herrafataverslun. Hreinsunin hætti fljótlega og rakarastofa opnaði í staðinn. Síðar gekk illa að leigja út plássið í húsinu og þá ákvað Georg að nýta það undir sína verslun með úr, klukkur, skartgripi og gjafavöru ýmiskonar og í raun hafi ekki veitt af öllu plássinu. Á þessum 45 árum frá því að Georg opnaði hefur orðið mikil breyting í faginu hjá honum sem úrsmiði. Öll úr voru mekkanísk áður fyrr. Flest voru þau frá Sviss og sannkölluð gæðaúr. Síðar komu quarts-úr og tölvuúr og þá varð mikil breyting. Hann segir að það hafi verið skemmti- legra að eiga við mekkanísku úrin í gamla daga. Georg hefur alla tíð verslað með úr, klukkur, skartgripi og gjafavöru. Fyrstu árin seldi hann einnig gæruskinn í mörgum litum sem voru vinsæl á heimilum fólks í þá tíð. Hann segir að kaninn hafi mikið keypt gærurnar. Á fyrstu árum verslunarinnar hafi hermenn af Vellinum einnig verið stór viðskiptahópur og það hafi verið mikið öðruvísi þegar Varnarliðið var til staðar í Keflavík. Úra- og skartgripaverslun Georgs V. Hannah hefur alla tíð verið fjölskyldufyrirtæki. Eygló Geirdal hefur staðið við hlið bóndans alla tíð og þá hafa börn þeirra einnig tekið þátt í starfseminni. Nú starfar einn af þremur sonum þeirra hjóna, Eggert Hannah, sem gullsmiður í versluninni og hefur verið í því fagi í tvo áratugi. Annar sonur þeirra, Rúnar, er lærður úr- smiður en starfar ekki við iðnina. Þá segist Georg hafa verið heppinn með starfsfólk og það hafi unnið lengi við verslunina. Nú starfar Vordís Heimisdóttir í afgreiðslu og hefur verið um árabil. Í tilefni af afmæli verslunarinnar verða ýmis tilboð og afslættir í boði nú um Ljósanæturhelg- ina. Í boði verða afslættir af vörum frá 25-45%. Úra- og skartgripaverslun Georgs V. Hannah 45 ára: Gærurnar voru vinsælar hjá Kananum Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkurHjólastillingarDekkjaverkstæði Bremsuklossar Peruskipti JEPPADEKK Fitjabraut 12, Njarðvík ☎ 421 1399 www.solning.is SUMARSKOÐUN SUMARSKOÐUN SÓLNINGAR AÐEINS KR. 1.990* *INNIFALIN ÁFYLLING Á RÚÐUVÖKVA OG VÍXLUN Á DEKKJUM Komdu við hjá Sólningu og láttu okkur kanna hvort bílinn sé tilbúinn í sumarfríið. Í sumarskoðun Sólningar þá skoðum við: ■ Bremsuklossa og bremsudiska ■ Ljósabúnað ■ Fjöðrunarbúnað ■ Mælum loftþrýsting og könnum ástand hjólbarða ■ Könnum olíu ■ Skoðum rúðuþurrkur ■ Athugum kerrutengi ■ Mælum rafgeyma

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.