Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2013, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 05.09.2013, Qupperneq 18
fimmtudagurinn 5. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR18 STAKUR MIÐI 1.300.KR SKÓLARÚTAN TIL REYKJAVÍKUR LEIÐ SKÓLARÚTUNNAR FRÁ KEFLAVÍK TIL REYKJAVÍKUR 7:00 8:20 VANTAR ÞIG FAR Í BÆINN? Allir eru velkomnir í skólarútuna, hvort sem þeir eru í grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla eða bara skóla lífsins. k e x p r e s s . i s ı i n f o @ k e x p r e s s . i s ı t E L . 8 2 3 - 0 0 9 9 20 miða kort 12.000 kr. Mánaðarkort 15.000 kr. pr. mán Lágfargjaldarúta BL IK AV Ö LL U R ka ff it á r st a pa br a u t V ER ZL Ó M H M R H Í H R A Ð AL G AT A F RE KJ AN G RÆ N ÁS BR AU T F LU G VA LL AR VE G U R Sumrinu er að l jú k a o g v i ð Suðurnesjamenn kveðjum það með pompi og prakt með því að koma saman eins og ein stór fjölskylda og njóta lífsins fyrstu helgi sept- embermánaðar á f jórtándu Ljósanóttinni, menningar- og fjölskylduhátíðinni okkar allra. Ljósanótt markar upphaf hausts- ins og allrar þeirrar rútínu sem því fylgir. Grunnskólabörnin eru í aðalhlutverki að vanda við setningu hátíðarinnar ásamt elsta árgangi leikskólanna og er það alltaf jafn hátíðleg stund þegar þau sleppa blöðrunum í öllum regnbogans litum upp í loftið og senda nágrönnum okkar nær og fjær boð um það að Ljósanótt sé hafin og allir eru velkomnir. Blöðrurnar tákna líka hið litríka fjölmenningatsamfélag sem við búum í og að hér eigi allir til- verurétt og að við gerum hlutina saman. Okkar mikilsvirti bæjar- listamaður Rúnar Júlíusson orti og söng „það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig“. Þetta eru orð að sönnu og Ljósanótt er sannarlega lýsandi dæmi um þessi fallegu orð. Ekki væri hægt að halda svona metnaðarfulla hátíð nema með tilkomu allra þeirra fjölmörgu listamanna og starfsfólki sem þeim fylgja ásamt fyrirtækjunum, einstakling- unum og félögunum sem styðja við hátíðina með fjárframlögum, sjálfboðavinnu og/eða almennri vinnu og ekki má gleyma hinum almenna bæjarbúa sem mætir á viðburðina með gleðina að leiðar- ljósi sama hvernig viðrar. Dagskráin er í mótun og fastir dag- skrárliðir komnir með tímasetn- ingar, en alltaf koma spennandi nýjungar sem vert er að fylgjast með inni á vefnum okkar www. ljosanott.is. Sem dæmi má nefna er að nýtt hringtorg verður opnað, stórt útilistaverk afhjúpað og á föstudagskvöldinu prófum við að breyta til og höldum bryggjuball við smábátahöfnina í stað tónleika á stóra sviðinu. Bæjarbúar voru beðnir um að senda inn tillögu að nafni á hátíðarsvæðið þar sem stóra sviðið er og af tæplega hundrað góðum tillögum varð fyrir valinu nafnið Bakkalág sem er skemmti- legur orðaleikur sem vísar í sjávar- bakkann, lágina sem er landfylling og þá hefð sem áður var að breiða út og þurrka saltfisk á þessu svæði sem síðan var seldur erlendis og kallaðist þá gjarnan „bacalao“. Þótt hátíðin hafi tekist mjög vel undan- farin ár, er alltaf gaman að breyta til og prófa eitthvað nýtt enda erum við rík af fjölbreyttum hópi hæfi- leikafólks sem lætur ekki sitt eftir liggja til að tryggja þann gæða- stuðul og það góða orðspor sem af hátíðinni fer. Þessu góða orðspori eigum við bæjarbúar að halda á lofti og bjóða gestum með stolti að koma og kynna sér málið af eigin raun enda er eitthvað í boði fyrir alla og langflestir viðburðirnir eru gjaldfrjálsir. Árgangagangan er besta dæmið um það, kostar ekkert nema gleðina sem fylgir því að hitta jafnaldra sína og rifja upp góðar minningar ásamt því að áforma nýjar. Ljósanótt telst til stærstu fjöl- skylduhátíða landsins og fer sífellt stækkandi. Metnaðurinn til að gera vel verður síst minni fyrir vikið og er það einfaldlega aðdáunarvert hversu mikið gæðaframboð er af viðburðum sem prýða dagskránna. Tónlistarhefðin hefur löngum loðað við okkur hér suður með sjó og nú kynnum við með stolti til sögunnar nýtt slagorð Ljósanætur „Við syngjum um lífið“ sem er til- vísun í texta Keflvíkingsins Þor- steins Eggertssonar og þótti slag- orð þetta einkennandi fyrir okkar samfélag og hátíðina sem slíka. Við kjósum að lýsa upp myrkrið og höfum jákvæðni og hamingju í forgrunni með því að njóta lífsins meðan kostur er og hvetjum aðra til þess að gera slíkt hið sama og sjá ljósið með okkur þann 5.-8. sept- ember á Ljósanótt 2013. Björk Þorsteinsdóttir Formaður Menningarráðs Reykjanesbæjar Syngjum um lífið með fólki eins og þér! Opinn fundur Heklunnar og Íslandsstofu haldinn 17. september Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, stendur fyrir fundi 17. september sem verður öllum opinn. Um er að ræða kynningarfund á starfsemi Íslandsstofu fyrir þá sem hyggja á útflutning eða markaðssetn- ingu erlendis hvort sem starfsemin tengist sjávarútvegi, ferðaþjónustu, hönnun, iðnaði, fjárfestingum o.s.frv. Heklan hefur unnið að undirbúningi þessa fundar síðan í vor í samstarfi við Íslandsstofu. Pétur Gautur sýnir á Icelandair hótel í Keflavík - Ljósanótt 5.-8. september 2013 Pétur Gautur verður með mál-verkasýningu á Icelandair hótel í Keflavík á Ljósanótt. Sýn- ingin opnar fimmtudaginn 5. september kl. 19 og verður opin alla helgina. Á laugardeginum 7. september milli klukkan 15.00 og 17.00 mun Bílskúrsbandið The Retros spila hressandi rokkslagara frá sjöunda áratugnum eins og Bítlana, Simon&Garfunkel, Cat Stevens og Johnny Cash. Einnig fær nýmeti eins og slagarar með Ásgeiri Trausta að fljúga með. Ný málverk verða á veggjum og allir eru velkomnir. Sýningin verður opin: Fimmtudagur Kl. 19:00 - 23:00 Föstudagur Kl. 13:00 - 23:00 Laugardagur Kl. 11:00 - 23:00 Sunnudagur Kl. 12:00 - 17:00 Borga 35 kr. á íbúa til Reykjanesfólkvangs Stjórn Reykjanesfólkvangs hefur óskað eftir auknum fram-lögum frá aðildarsveitarfélögum. Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkti ósk stjórnar Reykjanesfólkvangs um að aðildarsveitarfélögin auki framlag sitt til rekstrar fólkvangsins úr 17 kr. á íbúa í 35 kr. á hvern íbúa svo hægt verði að sinna landvörslu, verkstjórn sjálf- boðaliða og stefnumörkun fyrir fólkvanginn á árinu 2013. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhags- áætlun ársins að fjárhæð 65.000 kr. sem kemur til lækkunar á handbæru fé.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.