Víkurfréttir - 05.09.2013, Page 27
leikara. „Ég var í hljómsveit sem
var að leita sér að píanóleikara. Ég
sagðist vita um einn slíkan,“ en þá
átti hann við Nancy vinkonu sína
sem hafði lært á píanó frá unga
aldri. Þau fóru svo að eyða meiri
tíma saman eftir að hún gekk til
liðs við hljómsveitina enda þurfti
Guðmundur að taka að sér að
kenna henni lögin sem sveitin
spilaði. Honum leiddist það hreint
ekki neitt. „Í dag erum við gift og
hæstánægð með lífið,“ segir Guð-
mundur og brosir. Þau eignuðust
son saman fyrir rúmu ári síðan
en sá heitir Ethan. Nancy er fædd
og uppalin í Tævan en hún flutt-
ist til Bandaríkjanna um tvítugt
til þess að stunda nám. Þau Guð-
mundur fengu tækifæri til þess að
búa í Sjanghæ í Kína fyrir rúmum
tveimur árum en Guðmundur
kunni vel við sig í Asíu. Hann segir
að ekki hafi þurft mikið til þess
að sannfæra hann til þess að flytja
en ungur smitaðist hann af ferða-
bakteríunni. Hann tók sér frí frá
vinnu sinni en Nancy bauðst gott
starf í Kína. „Svona tækifæri kemur
ekki á hverjum degi og við sjáum
svo sannarlega ekki eftir þessari
ákvörðun.“ Guðmundur hóf að
starfa sjálfstætt í Kína og fljótlega
hafði hann næg verkefni á sínum
snærum. Guðmundur talaði ekki
tungumál innfæddra en hann segir
það ekki hafa verið svo stórt vanda-
mál. „Það er alveg merkilegt hvað
maður kemst langt á því að benda
bara og brosa,“ segir Guðmundur
og bætir því við að á jákvæðninni
farir þú langt.
Mætast á miðri leið
Guðmundur kynntist í Asíu betur
bakgrunni Nancy konu sinnar en
Kína og Tævan eru að mörgu leyti
mjög svipuð lönd að sögn Guð-
mundar. Í Sjanghæ búa 22 milljónir
en þrátt fyrir það segir Guðmundur
að borgin sé hrein og falleg. „Það
er magnað að koma frá Keflavík til
Seattle þar sem milljón manns búa,
og svo þaðan til Sjanghæ þar sem
allar þessar milljónir búa, það er
alveg hreint ótrúlegt.“ Guðmundur
er nú aftur kominn til Seattle þar
sem þau hjónin festu nýlega kaup á
notalegu húsi þar sem þau hyggjast
ala upp son sinn. Guðmundur segir
margt vera líkt með Seattle og Ís-
landi en veðrið sé þó nokkuð skárra
í Seattle. „Borgin er ekki of stór og
ekki of lítil. Hún er nokkuð örugg
ef svo mætti segja og hér er gott
andrúmsloft. Þetta er góður staður
til þess að vera með fjölskyldu. Þar
sem að konan mín er frá Tævan
og ég frá Íslandi þá mætti segja
að þetta sé staður í miðjunni. Við
mætumst eiginlega á miðri leið í
heiminum.“
Ástandið ekki spennandi á Íslandi
„Það var aldrei planið að vera hérna
að eilífu en það fór bara þannig.
Fjölskyldan dregur mann heim
annað slagið en það er ekki alveg
nóg. Mér finnst ástandið á Íslandi
ekki það spennandi að maður vilji
virkilega fara heim. Hvað varðar
þann starfsvettvang sem við erum
á þá er ekki um auðugan garð að
gresja. Heimurinn er líka alltaf
að minnka og ég held að ég hafi
aldrei verið eins vel tengdur við
umheiminn og Ísland eins og í dag,
með Skype og allt það. Ég held svei
mér þá að maður væri varla í svona
góðu sambandi við fjölskylduna ef
maður byggi í Keflavík,“ segir Guð-
mundur kíminn. En er framtíðin í
Seattle? „Mig langar að fara þangað
sem hitinn er meiri en Nancy er
ekki hrifinn af því. Ég held þó að
framtíðin sé hérna í Seattle en
það er spennandi að ala strákinn
okkar upp hérna. Framtíðin erum
við þrjú, hvar sem við endum. Við
verðum þó hérna í Ameríku þangað
til annað kemur í ljós,“ segir Guð-
mundur að lokum og hlær.
LJÓSANÆTURTILBOÐ
05. – 08. SEPTEMBER
OSTBORGARI
90 gr hamborgari með káli, tómötum, rauðlauk, osti og sósu
745 kr.
FÖSTUDAGA – LAUGARDAGA OPIÐ 24 TÍMA
SUNNUDAGA OPIÐ 00.00 – 23.30
N1 AÐALSTÖÐIN REYKJANESBÆ | 421 4800
KJÚKLINGABORGARI
með káli, tómötum, rauðlauk og sinnepssósu
895 kr.
Miðborg Seattle séð frá Queen Anne hverfinu.
Tyggjóveggurinn við Pike
Place markaðinn er jafn vin-
sæll og hann er sóðalegur.
Fjölskyldan á Skagit túlipa hátíðinni.
Eiginkonan Nancy og sonurinn
Ethan ásamt Guðmundi.