Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2013, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 05.09.2013, Blaðsíða 28
fimmtudagurinn 5. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR28 Margt var um manninn og mikil gleði ríkjandi í Sandgerðsdagavikunni sem nú er nýafstaðin. Hátíðin heppnaðist einstaklega vel og var mikil og góð þátttaka í öllum þeim fjölda viðburða sem fram fóru. Á hápunkti hátíðarinnar á laugardagskvöld var saman komið vel á annað þúsund manns á öllum aldri sem skemmti sér konunglega. Um verkefnastjórn Sandgerðisdaga sá Kvennakór Suður- nesja með Bergnýju Sævarsdóttur formann kórsins í broddi fylkingar. Verkefnið fórst þessum samhenta hópi kraftmikilla kvenna einstaklega vel úr hendi. Eins og áður hafa einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir lagt Sandgerðisdögum lið með fjárframlögum, við- burðum og veitingum. Fyrir hönd bæjarstjórnar og ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar er öllum þeim sem lögðu Sandgerðis- dögum lið færðar bestu þakkir. Þá er öllum bæjarbúum þakkað sérstaklega fyrir að gera góða hátíð betri. Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri. Mikil gleði á Sandgerðisdögum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.