Víkurfréttir - 05.09.2013, Side 36
fimmtudagurinn 5. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR36
mjög skemmtilegt að hljóta þau.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ
verðlaun hérna. Þetta er mikill
heiður,“ segir Davíð.
Alltaf vesen á þessum Könum
Hlutverk fyrirliða í sundinu er
mikilvægt en þeir taka jafnan þátt
í því að skipuleggja ferðir liðsins.
„Það er alltaf eitthvað vesen á
þessum Könum og okkar hlutverk
er að halda öllum hægum. Við
erum líka milliliðir milli þjálfara
og liðsmanna. Ef liðið er óánægt
með eitthvað þá erum það við sem
þurfum að tala við þjálfarana. Þetta
er stórt hlutverk og það er mikil
ábyrgð á okkur.“ Davíð átti alls ekki
von á því að verða fyrirliði liðsins
en þeir eru kjörnir af sundmönn-
unum sjálfum. Það er því ljóst af
því að dæma að Davíð er í miklum
metum meðal félaga sinna.
Félögunum fannst Ísland
alveg geðveikt
Davíð hefur eignast marga vini í
sundliðinu og þeir koma margir
hverjir frá hinum ýmsu heims-
hornum. Það liggur fyrir að krakk-
arnir í liðinu ætli að heimsækja
hvor aðra. Davíð ferðast í Banda-
ríkjunum með vinum sínum þegar
tími gefst til og eins hafa liðsfélagar
hans heimsótt Ísland. „Ég fór með
þau í sumarbústað og um Suður-
landið. Við enduðum í Jökulsárlóni
og þeim fannst Ísland alveg geð-
veikt. Þetta er mjög skemmtilegt.
Nú hefur maður ákveðin tengsl
við fólk víða um heiminn og á víða
heimangengt.“ Þar á meðal í Frakk-
landi, Ástralíu, Rúmeníu, Kanada
og Kólumbíu svo fátt eitt sé nefnt.
Nú þegar er Davíð kominn með B.S
gráðu í hönnun og nú tekur við að
sérhæfa sig í arkitektúr. Davíð segist
ekki getað útilokað að hann verði í
Bandaríkjunum eftir að námi lýkur
ef góð vinna er í boði. Hann segir
að markaðurinn fyrir arkitekta á
Íslandi sé frekar lítill og kannski
erfiðara að komast þar að.
Þegar Davíð útskrifaðist var ekki
mikill tími til þess að fagna. Hann
fór í brúðkaup hjá félaga sínum
en svo var haldið til Íslands þar
sem þátttaka í Smáþjóðaleikunum
var á döfinni. Davíð var nokkuð
sáttur við árangur á leikunum og
þá sérstaklega með Íslandsmet í
boðsundi. „Ég var ekki alveg nógu
sáttur með baksundin mín,“ segir
Davíð en þau hafa hingað til verið
hans sterkasta hlið.
Geggjuð reynsla en
vanda skal valið
Það liggur fyrir að Davíð fær ekki
skólastyrk alla sína skólagöngu og
hann íhugar nú hvert stefnan verði
tekin. Hann býst jafnvel við því
að leggja sundið á hilluna að ári
loknu. „Það er gaman að æfa og
keppa en það er ekki hægt að gera
þetta endalaust. Þetta kemur allt í
ljós eftir næsta ár.“ Davíð segir það
vera komið í hálfgerða tísku hjá
sundfólki að fara til Bandaríkjanna
til náms.
„Heima er ekki verið að reyna að
samræma íþróttir og háskólanám.
Annað hvort velur maður skólann
eða þá íþróttina sína. Ég mæli
hiklaust með þessu en þá má ekki
velja hvað sem er. Maður verður að
vanda valið þegar kemur að skóla.“
„Þetta er geggjuð reynsla. Maður
fær ekki mörg svona tækifæri á
lífsleiðinni,“ segir Davíð. Hann
viðurkennir að hann fái stundum
heimþrá en þó var hann alltaf
ákveðinn í að kýla á þetta. „Það er
ómetanlegt að kynnast nýrri menn-
ingu og nýju fólki. Þetta er ótrúlega
gaman en maður veit að þetta tekur
enda. Þá er líklegt að maður endi
heima að lokum.“
KÆRU ÍS-LENDINGAR
FÖSTUDAGUR:
Kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi eða jafnvel heit svið með rófustöppu og kartöumús....
Hvað er hægt að hafa það þjóðlegra?
Nema kannski að fá sér eitt glas af íííískaldri mysu með.
Opnunartími frá 11:00 - 14:00 og 17:00 - 20:00 alla virka daga.
Gleðilega Ljósanæturhelgi.