Víkurfréttir - 05.09.2013, Page 38
fimmtudagurinn 5. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR38
20%
Ljósanæturafsláttur
miðvikudag til sunnudags
Opnunartími
Miðvikudaginn Fimmtudaginn 11:00 - 22:00
Föstudaginn Sunnudaginn 13:00 - 17:00
Gæðaflísar á sanngjörnu verði
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi 7, Rvk - Reykjanesbæ - Akureyri - Vestmannaeyjum
NÝKOMNARÍTALSKAR FLÍSAR
Fy r s t a L j ó s a -n ó tt i n l í ð u r
mér seint úr minni.
Þá var ég einmitt
b l a ð a m a ð u r á
Víkurfréttum og
fylgdist vel með
ö l l u m u n d i r -
búningi hátíðarinnar og síðan
þeim skemmtunum sem í boði
voru. Hápunktur hátíðarinnar
var þegar Bergið var upplýst og
þegar flugeldunum var skotið á
loft. Bæjarbúar komu saman og
skemmtu sér.
Hvetjandi fyrir listafólk
Síðan þá hefur þessi skemmtilega
bæjarhátíð þróast og stækkað
mikið. Hún er orðin ein af föstu
punktunum í bæjarlífinu og margir
skipuleggja tíma sinn út frá hve-
nær Ljósahátíð verður haldin. Ég
held ég hafi einungis misst tvisvar
sinnum af hátíðinni frá upphafi.
Í mínum huga hefur hún sannað
gildi sitt fyrir löngu síðan. Hún
hvetur listafólk til að setja sér mark-
mið; framleiða muni til að selja eða
halda jafnvel sýningu. Fólk sem
hefði verið hikandi að brjótast út
úr skelinni með sína listsköpun en
tekur fyrstu skrefin á heimavelli því
tilefnið er til staðar. Hátíðin hefur
því auðgað menningarlíf svæðis-
ins.
Maður er manns gaman
Ungir sem aldnir fá sitt hlutverk.
Stórfjölskyldur hittast og vinahópar,
brottfluttir Suðurnesjamenn nota
tækifærið og heimsækja heimahag-
ana. Hátíðin treystir því vina- og
fjölskyldubönd og eykur samhug á
meðal bæjarbúa og gesta.
Mig langar líka til að nefna mikil-
vægi Ljósanætur út frá markaðs-
setningu svæðisins. Við Suður-
nesjamenn höfum árum saman
unnið að því að fá fólk til að staldra
við. Ljósanótt er orðið vel þekkt
vörumerki og styður við uppbygg-
ingu verslunar og þjónustu sem og
ferðamennsku á svæðinu, sem er
mjög gott mál.
Heiti hátíðarinnar og tímasetning
er líka vel heppnað. Það er nefni-
lega svo gott að klára sumarið
saman og ganga með ljós í hjarta
inn í veturinn.
Ég hlakka til að taka þátt í þess-
ari stórkostlegu hátíð með minni
fjölskyldu. Gleðilega hátíð kæru
bæjarbúar og við sjáumst í bænum
á Ljósanótt!
Silja Dögg Gunnarsdóttir,
varabæjarfulltrúi
og þingmaður Framsóknarflokks
Með ljós í hjarta
inn í veturinn
Loks er komið að því að hulunni verði svipt af
vatnstanknum í Vatnsholtinu
í Keflavík sem hefur verið inn-
pakkaður í plast og striga í
allt sumar. Það eru Toyistar,
alþjóðlegur listahópur 28 lista-
manna, þar af þriggja íslenskra
sem búsettir eru í Reykjanesbæ,
sem hafa breytt vatnstank-
inum í útilistaverk. Hópur-
inn vinnur við að endurbæta
gömul mannvirki og breyta
þeim í listaverk og hefur unnið
við svipuð verkefni víða.
Þarna tengjast myndlist og um-
hverfisvernd á skemmtilegan
hátt sem örugglega vekur áhuga
ferðamanna um leið og staður-
inn fær nýtt gildi fyrir okkur
bæjarbúa. Einnig tengist þetta
verkefni Toyistanna öðrum
svipuðum verkefnum í öðrum
löndum og þannig gæti orðið til
einhvers konar leiðangur milli
staðanna og Reykjanesbær orðið
einn af áfangastöðunum á þeirri
vegferð. Tankurinn er algjörlega
einstakt verk í íslenskum veru-
leika en um leið hluti af alþjóð-
legri keðju umhverfislistaverka
og gerir Ísland enn þekktara en
áður fyrir jákvæðni í garð um-
hverfisverndar.
Vatnstankur
verður listaverk
Verkið afhjúpað á Vatnsholti
kl. 18:00 á föstudag
„Áframhald“ í Listsafni
Reykjanesbæjar
Fimmtudaginn 5. septem-ber kl.18:00 opnar Gunn-
hildur Þórðardóttir sýninguna
„Áframhald“ í Listsafni Reykja-
nesbæjar í Duushúsum. Sýn-
ingin er liður í dagskrá Ljós-
anætur.
Titill sýningarinnar vísar í áfram-
haldandi þróun á verkum Gunn-
hildar frá síðustu sýningu og til
þeirra efna sem verkin eru gerð
úr, enda sjálfbærni ofarlega í huga
hennar. Á sýningunni eru tví-
víð og þrívíð verk sem ýmist eru
unnin úr fundnum hlutum eða
tilfallandi afskurði, t.a.m. timbri,
bárujárni og textíl. Gunnhildur
sækir innblástur til bernskuár-
anna í Keflavík, hluti tengda sjó-
mennsku og náttúru og mann-
virki á Reykjanesinu.
Hluti sýningarinnar er innsetning
sem sérstaklega er ætluð yngri
gestum safnsins en þeim býðst
að setjast niður, skoða rýmið
og skapa. Á sýningartímabilinu
verður boðið upp á listsmiðjur
og leiðsagnir fyrir skóla en einnig
verða viðburðir um helgar.
Sýningin stendur til 27. október
en safnið er opið virka daga
kl.12.00 -17.00 og um helgar kl.
13.00-17.00. Allir eru velkomnir
og aðgangur er ókeypis.
Sjá nánar um sýninguna á vef-
síðu Listasafn Reykjanesbæjar
www.reykjanesbaer.is/listasafn
og á vefsíðu Ljósanætur www.
ljosanott.is