Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2013, Page 40

Víkurfréttir - 05.09.2013, Page 40
fimmtudagurinn 5. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR40 pÓSTKASSINN Ásmundur Friðriksson alþingismaður skrifar: Ég vil eiga við ykkur samstarf Ég vil þakka allar góðar kveðjur og óskir um velgengni í starfi frá fjöl- mörgum Sunn- lendingum sl. vikur og mán- uði. Það eru við- brigði að vera orðinn þingmaður í stóru kjör- dæmi þar sem flóra atvinnu- og mannlífs er blómstrandi og stór. Ég legg mig fram um að ná nýjum tengingum í kjördæminu og virkja gömul og góð tengsl. Það er mér mikilvægt til að geta sinnt sem best þeim skyldum sem á mér hvíla fyrir kjördæmið að fólkið, forystumenn í atvinnulífi og sveitarstjórnum hafi við mig sam- band og haldi mér upplýstum. Ég er að átta mig á hvernig ég held bestu sambandi við fólkið í kjör- dæminu og finn taktinn í því með fólkinu. Ég hef ákveðið að vera með fastan viðverutíma á Selfossi annan föstudag í hverjum mán- uði en Suðurnesjamenn geta náð í mig hvenær sem er, litið við í kaffi hér heima eða boðið mér á vinnu- staði eða aðra staði sem henta. Einstaklingar, sveitarstjórnar- menn og atvinnurekendur geta pantað viðtalstíma eða óskað eftir því að ég líti við hjá þeim eftir hentugleikum. Ég er hreyfanlegur og hef gaman af því að ferðast og hitta fólkið hvar sem það býr og mun nýta tímann líka til heim- sókna. Ég hvet ykkur til að hafa samband þegar ykkur hentar. Það var ánægjuleg reynsla að setjast á þing og taka þátt í störfum þess. Glíman við ræðupúltið tók ekki verulega á mig en jómfrúarræða þingmanna er meira mál en ég ætlaði. Samþingmenn fagna þeim sem flytur sína fyrstu ræðu með hamingjuóskum og þeirri ræðu er aldrei svarað. Nokkrar ferðir í púltið tókust vel og best að fara ró- lega af stað og ræða mál sem maður gjörþekkir. Ræðutíminn „Störf þingsins“ er tvisvar í viku og þá geta þingmenn rætt hvað sem þeim liggur á hjarta. Ég talaði tvisvar undir þessum lið, um 40 ára goslokaafmælið í Eyjum og um orku- og atvinnumál og svarta atvinnustarfsemi. Merkilegt hvað margir þingmenn ræddu um svarta atvinnustarfsemi sem segir sína sögu. Við þekkjum öll hvernig slík starfsemi grefur undan trú- verðugleika atvinnulífsins og grein- anna og mikilvægt að uppræta slíka starfsemi sem hefur aukist í samfé- laginu vegna hárra skatta. Þá ræddi ég og spurði iðnaðarráðherra um kostnað á orku og orkuflutningum fyrir orkusækin lítil og meðal- stór fyrirtæki. Það er verkefni að koma til móts við þá mikilvægu atvinnustarfsemi með því að nýta ódýra endurnýjanlega orku til að efla þær greinar. Um það hafa verið sögð mörg orð en nú er komið að efndum, ég mun leggja mitt lóð á þá vogarskál. Ég ræddi um stöðu Suðurnesja í greinum og ræðu fyrir kosningar. Hvernig svæðið hefur orðið eftir þegar kemur að því að deila út fjármunum til einstakra málaflokka eins og menntunar, heilbrigðisþjónustu, málefna aldr- aðra og atvinnuþróunar. Ég hef sent fjármálaráðherra póst með upp- lýsingum um þennan mismun þar sem ég fer yfir þessi mál og óskaði eftir því að þegar verði hafist handa með að leiðrétta þetta óréttlæti sem Suðurnesin búa við. Það mun taka tíma en það verður að hefja þá leiðréttingu sem fyrst. Þá hef ég lagt vinnu í uppbyggingu atvinnu á svæðinu og lagt áherslu á að koma álverinu í Helguvík af stað. Von- andi að sú vinna skili árangri og ég er tilbúinn að leggja þeim málum frekari lið verði eftir því óskað. Framundan eru mikilvægir tímar fyrir okkur öll. Atvinnulífið verður að koma fjárfestingum af stað í takt við lækkaða skatta og velviljað ríkisvald sem vill hleypa lífi í vinnu- markaðinn. Rísa undir loforðum um bætta stöðu heimila og lækka skuldir sem er eitt helsta kosninga- loforðið. Forsætisráðherra lagði fram frumvarp á sumarþinginu í 10 liðum og verkefnið er komið af stað. Við bíðum öll og sjáum til hvað kemur út úr þeirri vinnu. Ég segi að mikilvægast er að staðið verði við dagsetningar í þeirri vinnu en henni á að ljúka í haust og byrjun nýs árs. Þá eiga mikilvæg skilaboð um stöðu heimilanna og lækkun kostnaðar að fylgja fjár- lagafrumvarpinu eins og afturkall- anir skerðinga á kjörum aldraðra og öryrkja sem eiga að ganga til baka á kjörtímabilinu. Ég tel mjög mikilvægt að í upphafi nýs veiði- árs verði kvótinn aukinn og það verulega. Ég hef ekki farið dult með þá skoðun í þingflokknum, í At- vinnuveganefndinni og í samtölum við stjórnarsinna í þinginu. Það hefur gefið mér fleiri tækifæri sem þingmaður að taka meiri þátt í lífi fólksins í sveitunum og bæj- unum. Fjölmargar bæjarhátíðir eru vel sóttar og til fyrirmyndar hve vel er staðið að öllum hlutum. Þrátt fyrir góðan vilja og yfirferð næst ekki að mæta á öllum stöðum en stefnan er að hafa sótt allar hátíðir í kjördæminu á kjörtímabilinu. Ég vil eiga við ykkur samstarf og reyni eftir megni að ferðast um kjördæmið en það virkar ekki bara aðra leiðina. Það er auðvelt að ná í mig og ég er alltaf tilbúinn að hlusta og sjá hvort við getum ekki leyst hnúta saman. Orð eru til alls fyrst og ég hlakka til samstarfsins með ykkur. Með vinsemd Ásmundur Friðriksson asmundurf@althingi.is sími 5630500,- 8943900 Íb ú a r Reykjanes- b æ j a r h a f a skapað fallegt u m h v e r f i hér í bæ og er u ný l e g ar v i ð u r k e n n - i n g a r s e m veittar voru fyrir fallegustu garða og snyrtilegustu fyrirtæki bæjarins góð dæmi og hvatning til okkar allra um að huga vel að umhverfinu. Á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á fegrun um- hverfisins og auka þannig lífsgæði bæjarbúa. Strandleiðin sem nú er 8 kílómetra löng er dæmi um verkefni sem bæði prýðir bæinn okkar og auðveldar fólki á öllum aldri að njóta útiveru í fallegu umhverfi. Græn svæði skapa umgjörð fyrir útivist Skrúðgarðurinn í Keflavík hefur fengið andlitslyftingu sem var orðin tímabær. Breytingarnar felast m.a. í auknum gróðri, hreyfitækum og fleiri bekkjum auk þess sem vatn hefur verið sett á tjörnina. Garðurinn er sann- kölluð vin í miðbænum og gaman að er að sjá að breytingarnar hafa orðið til þess að mun meira líf er í skrúðgarðinum en áður. Skrúð- garðurinn í Njarðvík fékk einnig andlitslyftingu með hreyfitækum sem hafa hlotið góðar viðtökur. Aðgengi íbúa að opnum grænum svæðum er mikilvægur þáttur í þróun þéttbýlis og eru breytingar sem gerðar hafa verið við skrúð- garðana skref í þá átt. Hreyfigarðar sem nýlega voru settir upp eru frábært tækifæri fyrir unga sem aldna til að njóta fjölbreyttrar hreyfingar undir beru lofti. Á þessu ári og því síðasta hafa 300 aspir verið gróðursettar og setja þær skemmtilegan svip á bæinn. Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar og garðyrkjudeildar Reykjanesbæjar hefur unnið frábært starf við að auka gróður auk þess sem áhersla hefur verið lögð á að slá og hreinsa opin svæði. Hvergi hefur verið gefið eftir í þeim efnum. Unnið er að umhverfisbótum við smábátahöfnina í Grófinni og munu þær setja skemmti- legan svip á hafnarsvæðið sem er vinsæll áfangastaður á meðal heimafólks og gesta. Vatnstankurinn verður alþjóðlegt umhverfislistaverk Framvæmdir við vatnstankinn í Vatnsholti hafa sennilega ekki farið framhjá mörgum, en þar vinnur alþjóðlegur listamann- hópur er nefnast Toyistar útilista- verk á tankinn sjálfan. Hópurinn vinnur við að endurbæta gömul mannvirki og breyta þeim í lista- verk og hefur unnið við svipuð verkefni víða um heim. Í verk- inu tengjast myndlist og um- hverfisvernd á hátt sem mun án efa vekja athygli. Verkefnið tengist einnig vinnu Toyistanna að svipuðum verk- efnum í öðrum löndum og þannig verður til tenging á milli stað- anna. Tankurinn verður einstakt verk í íslenskum veruleika, en um leið hluti af alþjóðlegri keðju og táknrænn fyrir umhverfisvernd. Umhverfislistaverk eru góð leið til að nýta það sem fyrir er en og stuðla samtímis að listsköpun og áhugaverðu umhverfi. Hlutverk hringtorga er fyrst og fremst að auka umferðaröryggi. Torgin eru jafnframt til mikillar prýði en nokkur þeirra skarta úti- listaverkum. Nýtt torg er staðsett á gatnamótum Sunnubrautar og Þjóðbrautar þar sem mikil þörf var á að bæta umferðaröryggi. Torgið mun bera heitið Parísar- torg og þar verður listaverk sem ber heitið Snúinn Eiffelturn. Listamaðurinn Stefán Geir Karls- son á heiðurinn af verkinu. Flug sem er listaverk eftir lista- manninn Erling Jónsson verður staðsett á hringtorginu á gatna- mótum Aðalgötu og Iðavalla. Verkið mun án efa vekja athygli og gleðja vegfarendur, en þegar vindurinn blæs um verkið, hvín í pípunum eins og um lifandi veru sé að ræða. Bergrisinn er umhverfislistaverk sem unnið er að þessa dagana. Listamaðurinn Jón Adólf stýrir verkinu, en Bergrisinn er unninn úr grjóti úr Helguvík. Verkið sem verður 8 metra hátt mun standa á bryggjunni norðan við Víkinga- heima sem eru einn af okkar mikilvægustu seglum í ferðaþjón- ustu. Ný bæjarhlið við innkomuleiðir bæjarins bjóða bæjarbúa og gesti velkomna. Hliðin eru táknræn fyrir áherslu bæjarbúa á snyrtilegt og fallegt umhverfi sem mun án efa vekja athygli gesta okkar á Ljósanótt. Magnea Guðmundsdóttir Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins og formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Magnea Guðmundsdóttir skrifar: Umhverfismál í fyrirrúmi – græn svæði og umhverfislistaverk Hún er fjörug umr æ ðan í höfuðborginni um hvort flug- völlur eigi að vera í Vatnsmýri t i l f r a m t í ð a r eður ei. Stuðn- ingsmenn flug- vallar í Vatns- mýri hafa farið mikinn á síðunni lending.is og hafa þar safnað yfir 64.000 undirskriftum til stuðn- ings þess að halda flugvellinum í Vatnsmýri til framtíðar undir slagorðinu „Hjartað slær í Vatns- mýri“. Rökin fyrir því að halda flugvell- inum í Vatnsmýri eru fjölmörg enda sá valkostur sem næstur er í umræðunni er alls ekki góður, að byggja nýjan innanlandsflugvöll á Hólmsheiði. Þegar svona umræða fer af stað væri ekki úr vegi að sveitastjórnarmenn á Suðurnesjum bentu þjóðinni á þá góðu kosti sem eru til staðar hér á Keflavíkurflugvelli og að eini raunhæfi kosturinn til framtíðar sé að innanlandsflug verði flutt til Keflavíkurflugvallar. Það er nefni- lega ekki verið að flytja bara flug- völl heldur er verið að flytja störf sem eru talin í hundruðum ef ekki þúsundum. Það væri í raun ekki síðri fengur en álver í Helguvík. Mikill vöxtur er í ferðaþjónustunni um allt land. Hvergi kemur fram í umræðunni um innanlandsflug hvaða kostir gætu fylgt því að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. Verðmæti þess fyrir landsbyggðina að erlendir ferðamenn taki beint tengiflug úr Keflavík til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða, Hafnar eða Húsavíkur. Í ferðaþjónustunni er verið að vinna að verkefninu „Ís- land allt árið“. Beint tengiflug til þessara staða í gegnum Keflavík er mikilvægt skref til að byggja ferða- þjónustu á ársgrundvelli á lands- byggðinni. Takist þetta allt saman vel er ekki loku fyrir það skotið að öflugustu fyrirtæki landsins í flugstarfsemi sjái sér þann kost vænstan að flytja höfuðstöðvar sínar til Keflavíkur. Málinu til stuðnings hafa aðilar í ferðaþjónustu á Suðurnesjum sent Kadeco (þróunarfélagi Keflavíkur- flugvallar) umsókn um lóð fyrir nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli, með það að markmiði til framtíðar að auka flugumferð um Keflavíkur- flugvöll, landinu öllu til hagsbóta. Ég hvet ykkkur til þess að taka þátt í umræðunni og skoða síðuna lending.is. Öll þau rök sem þar eru lögð fram fyrir því að halda flugvelli í Vatnsmýri, eru jafngóð ef ekki betri sé sett Keflavík í stað- inn. Reykjavíkurborg hefur kastað upp bolta um flutning fjölda starfa. Reynum að ná þessum störfum til Suðurnesja. Margeir Vilhjálmsson Margeir Vilhjálmsson skrifar: Lending í Keflavík

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.