Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2013, Síða 46

Víkurfréttir - 05.09.2013, Síða 46
fimmtudagurinn 5. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR46 SPORTIÐ ALLIR Í KÖRFU Ængar byrjaðar hjá yngri okkum körfuknattleiksdeildar UMFN Ængataan er á heimasíðu félagsins, www.umfn.is/korfubolti Skráning iðkenda á netinu á slóðinni  https://umfn.felog.is Foreldrafundur á sal Njarðvíkurskóla þriðjudaginn 10. september kl. 19:30 þar sem þjálfarar verða kynntir, farið yr mótaskipulag o.   Allir foreldrar iðkenda hvattir til að mæta. Komdu í körfu - Unglingaráð KKD UMFN „Sjálfstraustið hefur aukist jafnt og þétt í sumar, og mér líður núna þannig að ég eigi heima á meðal þeirra bestu,“ segir Karen Guðnadóttir afrekskylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja. Karen tapaði naumlega í bráð- bana um sigurinn á Nettómótinu um sl. helgi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni stóð uppi sem sigurvegari eftir að hún og Karen höfðu leikið 16. braut þrívegis í bráðbana um sigurinn. Mótið var lokamótið á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili og var þetta í þriðja sinn á þessu tímabili sem Karen náði á verðlaunapall. Karen, sem verður 21 árs á þessu ári, hefur bætt sig jafnt og þétt í sumar og hefur forgjöf hennar farið úr 3,2 í 1,6. „Ég held að hugar- farið sé það sem hefur breyst mest hjá mér. Ingi Rúnar Gíslason, þjálfarinn minn, hefur unnið með mér í því að bæta sjálfstraustið. Ég fer í þessi mót fyrir sjálfa mig, og er hætt að stressa mig á hlutum sem fóru stundum alveg með mig áður.“ Lokahringurinn hjá Karen var glæsilegur en hún lék á einu höggi undir pari vallar eða 71 höggi. „Ég fékk þrjá fugla í röð, á 10., 11., og 12. braut, og eftir það ákvað ég að halda áfram að sækja og spila af krafti. Ég hef eiginlega aldrei náð að klára hring og koma inn á almennilegu skori. Þetta er því ánægjuleg niðurstaða – en ég hefði að sjálfsögðu viljað ná alla leið og sigra.“ Karen endaði í þriðja sæti á stigalistanum á Eimskipsmótaröðinni og er það besti árangur hennar á ferlinum. Suðurnesjakonan ætlar að taka golfið alvarlega í vetur samhliða starfi sínu sem stuðningsfulltrúi í Holtaskóla í Reykjanesbæ. Hún var á leið í fyrsta tímann hjá einkaþjálfara þegar viðtalið var tekið og var tilhlökkun í rödd hennar fyrir þau átök. „Líkamlegi þátturinn verður aðal- áhersluatriðið í vetur. Ég ætla að fara alla leið með þetta og breyta nokkrum hlutum til þess að verða enn betri,“ sagði Karen Guðnadóttir. Karen ætlar sér enn lengra í golfinu Ekkert blóð, engin villa -Ljósanæturmót í „Streetball“ komið til þess að vera Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson man þá gömlu góðu daga þegar götukörfubolti, eða „Streetball“ eins og það nefn- ist á enskunni, blómstraði á Ís- landi. Magnús og félagar hans í meistaraflokki Keflavíkur ætla að standa fyrir slíku móti um Ljósanótt þar sem leikið verður „þrír á þrjá“. Magnús ætlar sjálfur ekki að leika en hann býst við hörku á mótinu. „Þar er spilað upp á stoltið og eins og sagt er, „no blood, no foul,“ segir Magnús og hlær en það myndi útleggjast á íslensku sem, „ekk- ert blóð, engin villa“. Magnús man eftir því að hafa tekið þátt í slíkum mótum á sínum yngri árum og rifjar upp hve sætt það hafi verið að vinna t.d. lið frá Njarðvík og fengið glæsileg verðlaun að auki. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir sigur í þessu móti og auk þess eru verðlaun fyrir besta nafn á liði. Mótið fer fram fyrir framan Holtaskóla og ef veður verður ekki hag- stætt þá verður farið inn í íþróttahúsið við Sunnubraut. Þrír aldurs- flokkar verða í mótinu og er leikið á eina körfu, þrír gegn þremur. Magnús segir mikilvægt að kynna þetta form körfubolta fyrir yngri kynslóðinni. „Það þarf að sýna þessum krökkum myndir á borð við Above the Rim og White men can´t jump, þá skilja þau um hvað þetta snýst. Ég vona hins vegar að þetta mót sé komið til þess að vera,“ segir fyrirliði Keflvíkinga að lokum. Mótið hefst klukkan 14:00 á föstudaginn 6. september. Skráning fer fram með því að hafa samband við Magnús eða Sævar Sævarsson, á póstföngin maggigun10@gmail.com eða saevar03@gmail.com. Morgunverðarhlaðborð á Ljósanótt Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mun bjóða upp á morgun-verðarhlaðborð á laugardeginum á Ljósanótt klukkan 10.00 - 13.00 í TM-Höllinni (Íþóttahúsinu við Sunnubraut). Á boðstólum verður meðal annars egg, bacon, pylsur, rauðar baunir, vöfflur, brauð og álegg ásamt glæsilegu ávaxtaborði. Tilvalið fyrir alla gesti Ljósanætur, bæði heimamenn sem og gesti, að kíkja við fyrir árgangagöngu og fá sér morgunmat og kaffi. Hópar eru jafnframt hvattir til að koma og geta þeir pantað borð fyrirfram í síma 869-6151 (Davíð). Frítt er fyrir 12 ára og yngri en aðrir greiða 1.500 kr. á mann. *** „Líkamlegi þátturinn verður aðaláhersluatriðið í vetur“ Keflvískir körfubolta- menn safna flöskum Meistaraflokkur Kefla-víkur í körfubolta er á leið í æfingaferð til Svíþjóðar í næstu viku. Til að afla fjár ætla leikmenn félagsins að ganga í hús í bæjarfélaginu á mánu- daginn og safna flöskum og dósum. Þeir sem vilja geta hringt í 662-2006 ef þeir vilja vera vissir um að Keflvíkingar komi en annars ætla þeir að vera dug- legir og heimsækja sem flesta eftir Ljósanæturhelgina. Keppnin um sterkasta mann Suðurnesja hefur verið haldin sleitulaust frá árinu 2003. Nú virðist sem breyting verði þar á en keppnin hefur verið blásin af vegna dræmrar þátt- töku. Sturla Ólafsson, formaður lyftingardeildar Massa hefur haft umsjón með keppninni undan- farin ár. Hann hefur sjálfur tekið þátt sjö sinnum í keppninni og þekkir aflraunir inn og út. Hann hefur unnið keppnina fimm sinnum. „Mér sýnist svo að menn séu meira bara „sterkir“ til sýnis hérna,“ segir Sturla í samtali við Víkurfréttir en það er augljóst að hann er hissa á áhugaleysinu. Hann segir að menn séu líklega hræddir við að prófa eða við það að mistakast. „Ég var sjálfur alveg með hnút í maganum þegar ég prófaði fyrst. Það mætir enginn alveg til- búinn í sitt fyrsta mót. Þetta kemur bara með reynslunni,“ segir Sturla. Aðeins þrír keppendur voru skráðir til leiks í ár en sem dæmi spreyttu 14 keppendur sig árið 2008. Í fyrra var botninum náð en þá skráðu sig sex keppendur til leiks. Sturla segir að nægur efniviður sé á Suðurnesjum, margir öflugir menn sem geti gert góða hluti í aflraunum. „Það vantar bara að menn taki af skarið og láti vaða. Við lærum jú af mistökunum. Ef hugsunarhátturinn er svona þá er alltaf hætta á að fyrsta mótið verði þitt síðasta. Þannig er það í öllum íþróttum.“ Verðlaun hafa yfirleitt verið vegleg og mikil stemning hefur myndast á mótunum. Sturla segist geta hugað sér að hafa mótið opið á næsta ári ef ekkert breytist. Þá sé þó hætta á öflugum keppendum annars staðar frá sem fæli jafnvel frekar heima- mennina frá. Menn hræddir við aflraunir -Sterkasti maður Suðurnesja blásinn af

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.