Ægir - 01.01.2008, Side 23
23
sem þær þyrftu þá ekki að
stunda líkamlegt erfiði, held-
ur noti kollinn. Þær tvær sem
höfðu reynslu af því að vinna
sem stýrimaður og skipstjóri
sögðu báðar að það hafi
aldrei verið erfitt að vera yf-
irmenn karla. Önnur þeirra
bendir á að sem yfirmaður
karla, sem oft hafi verið miklu
eldri en hún, hafi sér reynst
best að hlusta á ráðleggingar
og taka tillit til þeirra skoð-
ana. Þeir séu sáttari við að
hlusta á hennar ákvarðanir
þegar þeim finnst hlustað á
sig. En hver er þá ástæða
þess að konur eru ekki skip-
stjórar og stýrimenn í meira
mæli? Nokkrar þeirra sem ég
talaði við kenndu um áhuga-
leysi kvenna á yfirmannsstöð-
um, auk þess að ekki sé um
margar yfirmannsstöður að
ræða. Ein minntist á að fólk
fari ekki í stýrimannaskólann,
hvorki strákar né stelpur,
nema þau hafi vísa stöðu eftir
skólann,” segir Helga Katrín í
skýrslu um rannsóknina.
Fordómar
Hún segir að þær konur sem
hún ræddi við hefðu ekki
orðið varar við fordóma að
neinu marki. „Ein þeirra sagð-
ist hafa orðið vör við það við-
horf að konur á sjó lægju
undir allri áhöfninni. Önnur
talaði um að tíu ára starfs-
reynsla sem stýrimaður hafi
verið lítils metin þegar hún
fór að sækja um atvinnu í
landi. Hún sagðist fremur
hafa orðið fyrir fordómum á
landi heldur en á sjó. Sjókon-
urnar minntust þó einnig á að
það væri ekki síður að fólk
léti í ljós jákvæðni gagnvart
konum á sjó. Sú þeirra sem
starfað hafði sem skipstjóri
sagði að fólk léti oft í ljós þá
skoðun að þeim fyndist
óvenjulegt og frábært að hafa
konu sem skipstjóra. Allar
þeirra sögðu að fólki fyndist
það bera vott um mikinn
dugnað að vera kona á sjó.”
Helga Katrín segir að eng-
in engin þeirra kvenna sem
hún hafi talað við hafi látið
illa af því að vera eina eða
ein af fáum konum um borð.
Hins vegar hafi þær allar ver-
ið á því að það væri nauð-
synlegt að vera ekki of við-
kvæm í þessari vinnu og að
geta tekið gríni og goldið í
sömu mynt væri mikilvægt.
Ein þeirra lýsti ýmsum til-
raunum áhafnarinnar til að
stríða henni, og hún hafi þá
ýmist hefnt sín eða séð við
þeim á undan. Ekkert af
þessu hafi verið illa meint, en
hún sagði nauðsynlegt að
hafa húmor fyrir þessu og
taka það ekki inn á sig.
S J Ó K O N U R
Helga Katrín Tryggvadóttir, mannfræð-
ingur, sem tók saman þessa skýrslu
um hlutverk og stöðu sjókvenna.
N Ý T T S K I P
Þegar Ísfélag Vestmannaeyja
hf. samdi 1. nóvember sl. við
skipasmíðastöðina Asmar í
Talcahuano í Chile um smíði á
nýju uppsjávarskipi fylgdi með
í kaupunum smíðaréttur á
öðru uppsjávarskipi. Félagið
hefur nú ákveðið að nýta sér
þennan rétt og undirritaði
smíðasamning fyrir skömmu.
Samningurinn kveður á um að
ASMAR annist smíði á nýju og
fullkomnu uppsjávarskipi fyrir
Ísfélagið sem verður afhent á
fyrri hluta árs 2011.
Skipið er hannað og teikn-
að af Rolls Royce í Noregi,
71,1 metri að lengd og 14,40
metrar að breidd. Burðargeta
skipsins verður rúmlega 2,000
tonn í 10 tönkum útbúnum
öflugri RSW kælingu. Skipið
verður útbúið til nóta- og
flottrollsveiða og aðalvélin af
gerðinni Bergen diesel, 4.500
kw eða 6.120 hestöfl.
Þessi nýsmíði Ísfélags Vest-
mannaeyja hf. er sjöunda
skipið sem Asmar smíðar fyrir
íslenska aðila. Uppsjávarskip-
in Ingunn AK, Hákon ÞH og
Huginn VE voru smíðuð hjá
Asmar og hafa öll reynst vel.
Auk þessara skipa var haf-
rannsóknarskipið Árni Frið-
riksson RE smíðað í stöðinni
og nýlega hófst smíði á nýju
varðskipi fyrir Landhelg-
isgæsluna.
Milligöngu um gerð smíða-
samnings og smíðalýsingar
hafði umboðsmaður Asmar á
Íslandi, BP skip hf - Björgvin
Ólafsson og Héðinn hf, um-
boðsaðili fyrir Rolls Royes á
Íslandi.
Asmar smíðar annað skip fyrir Ísfélagið
Ísfélag Vestmannaeyja hefur nú ákveðið að nýta sér kauprétt á öðru uppsjávarfiski frá Asmar í Chile.