Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 28
28
un; yfirvigt þar er gjarnan 2-
3% en starfsmanninum er
ekki gefinn mikill tími til að
skipta á stykkjum. Því er ljóst
að unnt er að ná verulegum
árangri í að auka verðmæti
fisksins með nýja flokkaran-
um þar sem sérstakur skynjari
velur saman stykki í nákvæma
fyrirframgefna þyngd – sem
er þó bara aðeins einn af
mörgum forritanlegum mögu-
leikum sem tækni þessi býður
upp á.
Sextíu stykki á mínútu
Afköst flokkarans eru rúmlega
60 stykki á mínútu og hefur
hann því vel undan einni
flökunarvél. Auk þess að velja
saman bita í kassa, flokkar
hann fiskinn eftir stærð og
gæðum. Þar sem einungis
þarf 2-4 útkastshlið fyrir
hvern flokk er unnt að velja
saman í kassa af mikilli ná-
kvæmni í mörgum flokkum
samtímis, án þess að flokk-
arinn verði óhóflegur að
lengd. Unnt er að aðlaga
flokkarann vinnslunni á hverj-
um stað með því að velja
fjölda hliða. Auk þess má
nýta flokkarann til að raða til-
teknum afurðum beint á færi-
band, t.d. inn á lausfrysti.
Þannig getur flokkarinn pakk-
að besta fiskinum ferskum í
flug, en matað fisk af minni
gæðum sjálfvirkt inn á laus-
frysti.
Hugbúnaðurinn sem not-
aður er við flokkunina sam-
valið var þróaður í samstarfi
Völku og Gervigreindarseturs
tölvunarfræðideildar Háskól-
ans í Reykjavík – en þar er
lögð mikil áhersla á samstarf
með framsæknum hátæknifyr-
irtækjum. Dr. Yngvi Björns-
son hafði veg og vanda að
þróun þeirra reikniaðferða
sem notaðar eru til að lág-
marka yfirvigtina. „Við þróun
þessarar tækni höfum við lagt
mikla áherslu á gagnvirkni og
sýnileika. Allir sem koma að
vinnslunni eiga að geta fylgst
með stöðunni – og afstýrt til
dæmis mistökum ef eitthvað
slíkt er í uppsiglingu,“ segir
Helgi.
Sjálfvirkni í hámarki
Aukin sjálfvirkni í meðhöndl-
un pantana er mjög mikilvæg
því afgreiðslutími er einstak-
lega stuttur – allt niður í
nokkrar klukkustundir –
breytingar á pöntunum eru
tíðar og framleiðslulotur eru
stuttar. Sagði Helgi Hjálmars-
son að því hefði Valka þróað
hugbúnaðinn RapidTrade,
sem hámarkar þá sjálfvirkni
sem unnt er að ná í meðferð
pantana frá viðskiptavinum.
RapidTrade var upphaflega
þróaður í samstarfi við HB
Granda og síðar enn frekar
með Nýfiski og Sjófiski. Hug-
búnaður þessi hefur nú verið
í notkun í HB Granda í tæp
tvö ár og þróun hans bæði
fyrir útflutning og útkeyrslu
er mjög langt komin – og hef-
ur gefið góða raun. Herferð
til kynningar á RapidAligner
flokkaranum er nú hefjast á
Íslandi og erlendis og hafa
viðbrögð hjá fiskvinnslum
þegar verið mjög jákvæð.
T Æ K N I
„Höfum lagt mikla áherslu á gagnvirki og sýnileika,“ segir Helgi Hjálmarsson um hina nýju tækni og þróun hennar.
Tæknin er langt komin með að leysa mannshöndina af hólmi í fiskvinnslunni. En þar sem fólk stendur vaktina er þó þörf á að
vanda handtak.
Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is