Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 35

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 35
35 Á undanförnum árum hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að lengja flutningatíma fersk- vöru – þ.e. að matvælin haldi ferskleika sínum. Þetta á við um fisk, kjöt o.fl. Nýverið gerði Kælismiðjan Frost sam- starfssamning við alþjóðlega stórfyrirtækið FMC Food Tech, sem hefur unnið um nokkurt skeið að athyglisverðum til- ranum með undirkælingu á ferskvöru. Þessi aðferðafræði hefur gefið góða raun og lengt líftíma ferskvörunnar um allt frá 5 til 14 daga. Að sögn Gunnars Larsen, framkvæmdastjóra Kælismiðj- unnar Frosts, hefur evrópski verslunarrisinn Carrefour prófað þessa aðferð við kæl- ingu ferskvöru með góðum árangri. Einnig hefur hún gef- ið ágæta raun í Noregi, t.d. við flutning á laxi á markaði á meginlandi Evrópu og sama gildir um innlandsmarkaðinn í kjöti þar í landi. „Þessi aðferð gengur út á að yfirborð ferskvörunnar er fryst hratt og þannig nást ekki að byggjast upp stórir ískristallar. Vökvamyndunin verður þannig minni en ella í ferskvörunni. Geymsluþol vörunnar eykst og flutnings- kostnaðurinn lækkar því þetta getur sparað töluverðan kostnað t.d. varðandi ísmott- ur,“ segir Gunnar og bætir við að Kæli smiðjan Frost komi til með að kynna þessa kæliaðferð fyrir matvælafram- leiðendum hér á landi, bæði í kjöti og fiski. Mörg stór verk – hér á landi og í Færeyjum Í mörg horn hefur verið að líta fyrir starfsmenn Kæl- ismiðjunnar Frosts á síðustu vikum og mánuðum. Nýverið var lokið við uppsetningu og frágang nýrrar frystigeymslu fyrir Vestmanna Fiskavirki í Færeyjum, sem er fyrst og fremst hugsuð fyrir ufsa og gulllax. Þá hafa þeir Frost- menn nýverið lokið við upp- setningu frysti- og kæli- geymslu fyrir Nathan og Ol- sen í Reykjavík og þessa dag- ana er unnið að uppsetningu kælikerfis fyrir nýtt fisk- vinnsluhús Blátúns í Hafn- arfirði. Framundan er m.a. uppsetning kæli- og frysti- kerfa fyrir nýja verslun Hag- kaupa í Garðabæ. Gunnar Larsen segir að um þessar mundir séu tæp- lega 30 starfsmenn hjá Kæli- smiðjunni Frosti. Hann segir að hér á árum áður hafi sjáv- arútvegurinn verið afgerandi þáttur í rekstri fyrirtækisins, en hlutfallslegt vægi hans hafi minnkað og sé nú um helm- ingur af veltu. K Æ L I N G Gunnar Larsen hefur lengi verið tengdur sjávarútveginum. Hann er tæknifræðingur að mennt, frá KT í Kaupmannahöfn árið 1984. Að námi loknu starfaði hann í tvö ár hjá Maritime Hydraulics í Kristiansand í Noregi við hönnun búnaðar fyrir olíuborpalla. Frá árinu 1986 til 1990 var hann tæknifræðingur í Slipp- stöðinni á Akureyri en færði sig þá yfir til Útgerðarfélags Ak- ureyringa þar sem starfaði í fimmtán ár undir merkjum ÚA og síðar Brims. Fyrst sem tæknistjóri í sjö ár en síðan fram- leiðslustjóri í átta ár. Árið 2005 var Gunnar síðan ráðinn framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts. „Ég hafði ekki kynnst þessum kæliheimi áður en ég hóf hér störf nema sem viðskiptavinur. Vissulega er mikil sérhæf- ing í þessu og hjá okkur starfa margir starfsmenn sem hafa unnið í þessu til fjölda ára. Við erum bæði með starfsstöð hér á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu og verkefnin eru um allt land,“ segir Gunnar Larsen. Nokkuð sérhæfður heimur Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts. Kælismiðjan Frost hefur gert samstarfssamning við FMC Food Tech: Tilraun með undirkælingu ferskvöru gefur góða raun

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.