Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2010, Síða 6

Ægir - 01.02.2010, Síða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Afli úr sjó er ekki sjálfsagt mál. Að baki árangri í fiskveiðum liggur mikil vinna, áræðni, útsjónarsemi, þekking, reynsla og margir aðr- ir þættir. Íslandsmið eru ekki þau auðveldustu við að eiga, veður válynd, hafstraumar, víða erfiður botn, svo eitthvað sé nefnt. Mið- in eru gjöful og þess hefur þjóðin notið í gegnum tíðina. Í þessu tölublaði Ægis beinum við kastljósinu að veiðarfærum og veiðitækni. Eins og hér kemur fram í umfjöllunum höfum við af að státa fjölmörgum fyrirtækjum sem vinna með útgerðarmönnum og sjómönnum að framþróun veiðarfæra. Með því er lagður grunn- ur að árangri í veiðum. Hagkvæmni skiptir líka máli - ekki síst á tímum eins og núna þegar olíuverð er mjög hátt. En þessu til við- bótar er staðreynd að í kringum veiðarfæri og veiðitækni í sjávar- útvegi hefur líka orðið til ný útflutningsvara innan greinarinnar sem ekki var í augsýn áður fyrr. Nú flytjum við út búnað fyrir sjáv- arútveg vítt og breitt um heiminn eða jafnvel þekkingu í alls konar sjávarútvegstengd verkefni. Og ástæða þessa árangurs er einfald- lega sú að almennt erum við þekkt sem fiskveiðiþjóð og njótum trausts sem slík. Þeir sem stunda sjóinn hér við land hafa í gegnum tíðina verið óhræddir við að reyna eitthvað nýtt í veiðum og tækni þó fyrirfram hafi ekkert verið vitað um ávinninginn. Sú gullvæga regla á óvíða betur við en í sjávarútvegi að það gerist ekki neitt ef menn gera ekki neitt. Hér í blaðinu segir til að mynda frá íslenskri línuútgerð í Noregi sem er að nota glænýja íslenska beitu - þróaða í grunn með íslensku hugviti. Pokabeita framleidd með snjótækni og nýr vélbúnaður til að beita henni á línuna. Og árangurinn í veiðunum lætur ekki á sér standa. En að baki er mikil þróunar- vinna um árabil og langþráður draumur að verða að veruleika. Enn ein sönnun þess að tæknin stöðvast aldrei - alltaf koma fram nýjar hugmyndir og lausnir. Þannig verður þróun, þannig skapast tekjur. Við fjöllum líka um möguleika í makrílveiðum hér við land. Greinilegt er að útgerðir hafa mikinn hug á makrílveiðum í sumar og nú beinist kastljósið fyrst og fremst að því að vinna makrílinn sem mest til manneldis. Skapa sem mestar tekjur af veiðunum. En það kunna líka að felast tækifæri í þessum veiðum fyrir minni bátana, líkt og Unnsteinn Þráinsson á Höfn í Hornafirði bendir á. Samdráttur aflaheimilda hefur veruleg áhrif í flotanum og fyrirsjá- anlegt er að mörg skip og bátar munu verða verkefnalítil þegar kemur fram á sumarið. Þá er makríllinn kærkomið verkefni. En það er líka eftirtektarvert, og sýnir þá hugsun sem almennt er orðin í sjávarútveginum, að flestir eru sammála um að hafa verði stjórn á veiðunum í stað þess að stunda „ólympískar“ veiðar, eins og einn viðmælanda Ægis komst að orði um óhefta sókn. Makríll, gulldepla, kolmunni - allt eru þetta dæmi um ný sókn- arfæri á gjöfulum Íslandsmiðum. Og því til viðbótar er ánægjulegt að sjá að nú er rækjuveiði aftur að lifna eftir mikinn öldudal. Ný tækifæri skapast gjarnan þó aðrar dyr lokist. Það er sú saga sem menn þekkja úr íslenskum sjávarútvegi. En um það að nýta ný tækifæri má hafa þau orð sem Unnsteinn Þráinsson segir um makrílveiðarnar á handfæri: „Í þetta þarf slurk af þolinmæði!“ Hún er dyggð. Árangur í fiskveið- um ekki sjálfgefinn Sorglegar deilur um kerfið Ég er sjómannskona og er sannarlega stolt af því. Tengdafaðir minn sem er aðaleigandi útgerðarinnar er kom- inn á níræðisaldur. Hann hefur heldur aldrei gert neitt annað en að stunda sjómennsku. Feðgarnir hafa því sótt sjóinn sam- tals í yfir 100 ár og eru því hoknir af reynslu og erfiðisvinnu. Maðurinn minn tók við af pabba sínum sem skipstjóri og sá gamli fylgist grannt með útgerðinni í landi. Fjölskyldan okkar vinnur öll við fyrirtækið á einn eða annan hátt og sér líka 8 öðrum fjölskyldum fyrir vinnu. Það er talsvert í ekki stærra samfélagi. Vegna umræðu um skuldsetningu er vert að minnast þess að nánast engin atvinnugrein kemst hjá því að fá lán til sinnar starfsemi. Annars væri engin uppbygging og engin framþróun. Sigurður tengdafaðir minn er gamaldags. Hann hefur marga fjöruna sopið og hefur upplifað bæði góðar og slæmar vertíðir. Hann hefur því alla tíð boðað ráðdeild í rekstri útgerðarinnar og engar skuldsetningar nema einungis ef við höfum séð það fyrir okkur að standa vel undir þeim skuldum. Farsæll ferill Sig- urðar í útgerðinni byggir ekki á kerfinu heldur hæfni hans sem skipstjóra og útgerðarmanns, en aflamarkskerfið hefur samt sem áður skapað öryggi og tryggt að ekki hefur verið veitt meira en stofnarnir þola sem er hin mikilvæga trygging fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð. Deilurnar um kerfið eru því í raun sorglegar og þeim hefur verið haldið uppi af fólki sem hvergi kemur nærri sjávarútvegi og hefur engan áhuga á að gera það. Kristín Björk Gilsfjörð, sjómannskona á Hellissandi, í ræðu á fundi um sjávarútvegsmál í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík nú í febrúar. Pínleg Þórðargleði „LÍÚ finnur strandveiðunum allt til foráttu og fullyrðir að þær séu sóun verðmæta úr fiskveiðiauðlindinni. Nýútkomin skýrsla Háskólaseturs Vestfjarða um strandveiðarnar sl. sumar sé óræk sönnun þess. LÍÚ rótast af heilagri vandlætingu í skýrslunni til að finna höggstað á strandveiðunum og telur sig nú þegar hafa borað á gullæð. þ.e. kaflann um gæði afla strandveiðiflotans. Samtökin minnast ekki orði á þá heildarniðurstöðu skýrsluhöfunda, að strandveiðarnar hafi tekist vel. Þórðargleði LÍÚ er pínleg. Í bölmóði sínum tína samtökin til lægstu tölur úr skýrslunni og alhæfa út frá þeim. Enginn fjöl- miðill hefur séð ástæðu til að gera sjálfstæða athugun á þess- ari framsetningu, þrátt fyrir að hún komi frá óskammfeilnustu hagsmunagæslumönnum á Íslandi. Þetta eru mennirnir sem moka rándýrum mannamat í formi makríls og annarra uppsjávarfiska í bræðslur landsins til að fóðra niðurgreidda svínakjafta innan Evrópusambandsins og eldislaxa utan þess. Þetta eru mennirnir sem hausa að stærstum hluta þorskinn fyrir aftan eyrugga um borð í frystitogurunum sínum og hafa til dagsins í dag komið sér undan því að vigta aflann inn á vinnslulínurnar í skipunum, þrátt fyrir að tæknin sé fyrir löngu til staðar.“ Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í grein í Fréttablaðinu. U M M Æ L I

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.