Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2010, Síða 24

Ægir - 01.02.2010, Síða 24
24 fékk Eskøy útgerðin þann bát afhentan árið 2008. Ásta B er 15 m. langur yfirbyggður bát- ur, 4.65m breiður og mælist 30 brúttótonn. Aðalvél er af gerðinni Yanmar 6AYM-ETE 990hp tengd ZF500IV gír. Í bátnum eru tvær ljósavélar af gerðinni Westerbeke 26kW og 12kW. Ískrapavél er frá Kælingu ehf. Báturinn er búinn full- komnum siglingatækjum af gerðinni JRC, Wassp og Olex frá Sónar ehf. Báturinn er einnig útbúinn með vökva- drifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða með yfirbyggðu vinnudekki. Beitningavél og rekkakerfi fyrir 28.000 króka er frá Mustad. Pokabeituvélin er frá Bernskunni og KM Stáli og línu- og færaspil frá Beiti ehf. Í bátnum er einnig full- kominn þvotta- og slægingar- lína frá 3X stáli. Rými er í bátnum fyrir 23 stk. 660 lítra ker og 19 stk. 400 l ker í lest. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skip- stjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir sex í lúkar, eldunarað- staða með öllum nauðsynleg- um búnaði. „Báturinn er alveg snilld og ég er mjög sáttur,“ segir Helgi um reynsluna af nýju Cleopötrunni. „Hér hefur ekk- ert komið uppá frá því við fengum bátinn, hann er gott sjóskip og öll aðstaða góð um borð. Það leggur grunninn að góðum árangri við veiðarnar,“ segir Helgi Sigvaldason, skip- stjóri á Ástu B í Tromsø. L Í N U Ú T G E R Ð Í N O R E G I Úr vélarrúminu. Línubúnaðurinn á yfirbyggðu dekkinu. Öll aðstaða um borð er eins og best verður á kosið.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.