Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Síða 6
Skilyrði eru fyrir hendi til þess að semja og gefa út slíkt rit.
Enginn mun neita því, að þörf væri á slíku verki, sein hér
hefur verið lýst. ViS eigum íslandi þá skuld enn ógoldna, að
fá samið og útgefið heildarrit um land, þjóð og sögu, þar sem
við getum séð í glöggu yfirliti hin náttúrlegu skilyrði okkar,
örlög og afrek þjóðarinnar, verkleg og menningarleg. Rit, þar
sem aldirnar í sögu íslands skipa sér hver af annarri, rit, þar
sem þjóðin gerir upp við sjálfa sig eigið líf sitt. Hins vegar eig-
um við mikið efni i sögu, bókmenntasögu, landslýsingu o. s. frv.,
mikinn lærdóm og rannsóknir. Það er þegar orðið svo vel í
hendur búið, að samning þessa verks er framkvæmanleg. Það
er nægilegum kröftum á að skipa lil þess að leysa það vel af
liendi. í stuttu máli: Það eiga að vera skiiyrði til að fá loks
samið vandað heildarrit um ísland.
Hið nýja stórvirki, sem við ætlum Máli og1 menningu að leysa.
af hendi, er útgáfa á þessu riti.
Útgáfa eins og þessi, sem vanda verður til eftir fremstu kröft-
um, er við eigum með þjóðinni, til þess að vinna að slíku verki,
tekur auðvitað langan undirbúning og kostar stórfé. Sá timi, sem
enn er til ársins 1943, á samt að vera nægilegur til undirbún-
ings, vegna þess live vel er i liendur húið. Það eiga að vera
öruggir möguleikar til þess að Ijúka verkinu fyrir þann tíma,
jafn vönduðu og við eigum kost á að vinna það i hráð. Og Mál
og menning er sú stofnun í landinu, sem hefur öll skilyrði til
að koma i framkvæmd útgáfu þess og gera það jafnframt að
þjóðareign, að því verðmæti, sem það getur hezt haft.
Útgáfan og framkvæmd hennar. Pimm binda rit í stóru broti,
200 arkir að stærð, minnst 125 króna virði.
Viljum við þá í stuttu máli skýra fyrir félagsmönnum, hvern-
ig við hugsum okkur útgáfuna og framkvæmd hennar.
Við áætlum ritið 5 bindi i sama broti og „Vatnajökull“, 40
arkir hvert bindi, það er alls 200 arkir í fjögurra blaða broti
eða 1000 blaðsiðúr. Til þess að gefa mönnum hugmynd um stærð
verksins er rétt að miða við „Vatnajökul“, bók, sem félagsmenn
eiga. Við gerum i þessu riti ráð fyrir stærri og drýgri leturfleti
á hvorri blaðsíðu. Ritið í heild samsvarar því að minnsta kosti
12 bindum af „Vatnajökli". Af þessu fá menn um leið góða hug-
mynd um það, hve mikið þetta verk myndi kosta miðað við
venjulegt bókaverð. „Vatnajökull" er mjög ódýr á 10 krónur
óbundinn. Eftir því ætti þetta ril að kosta 120 krónur. En nú
er á það að lita, að liér er ufn frumsamið verk að ræða, sem
44