Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Side 11
vitund um það, að hinir fátækustu í félaginu, sem mest verða
að léggja á sig til að eignast verkið, hafa ef til vill mestu áiiægj-
una af því, er þeim berst það í hendur. Okkur er það ljóst, að
fyrir þá fátækustu er hér um dálitil útgjöld að ræða, þó alls
ekki tilfinnanleg, og í staðinn fá þeir verk, meira og glæsi-
legra en þá hefur nokkurn tíma dreymt um að eignast, og leggja
jafnframt sinn skerf í menningarlegt þjóðarafrek. Einungis með
fulltingi hinna mörgu er þetta verk framkvæmanlegt. Svona
verk er ekki unnið nema í trausti á fólkið og með skilningi al-
mennings. Og við eigum í Máli og menningu þá reynslu af þjóð-
inni, að henni má treysta til hinna stærstu menningarlegu af-
reka. En nú sem aldrei fyrr þarf það að verða metnaðarmál
hvers einasta félagsmanns, að framkvæmd þessarar útgáfu megi
sem bezt takast. Ekkert annað félag eða stofnun gæti gefið út
slikt verk án stórfellds opinbers styrks og samt miklu dýrara.
Hér eru það samtök fólksins, er skipað hafa sér í þúsundum
í Mál og menningu, sem með léttu móti geta leyst þetta verk af
hendi og setja í það sinn metnað að framkvæma það ein og
óstudd af opinberu fé. Og félagsmenn eru ekki að vinna hér ein-
göngu fyrir sjálfa sig, heldur hafa þeir með samtökum sínum
tekizt á hendur að vinna menningarhlutverk fyrir alla þjóðina.
Það er ekki verið að kasta peningum í fáfenglegt verk, hér er
verið að vinna menningarstórvirki, hér er verið að vernda minj-
ar þjóðarinnar, glæða þjóðartilfinninguna, leggja grundvöll að
dýpri skilningi á landi og þjóð. Mál. og menning, hin voldugu
samtök fólksins, gengur hér fram fyrir skjöldu og ákveður að
gefa þjóðinni allri á 25 ára afmæli fullveldisins, á 100 ára afmæli
endurreisnar alþingis, á hinu örlagarika ári 1943, verðuga minn-
ingargjöf. Við heitum á félagsmenn, alla sem einn, að veita máli
okkar öflugt fulltingi.
Reykjavik, 17. júní 1939.
Stjórn Máls og menningar.
Halldór Kiljan Laxness. Sigurður Thorlacius.
Halldór Stefánsson. Eiríkur Magnússon.
Kristinn E. Andrésson.
49