Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Side 16
kemur í IV. og V. bindi), heldur verður reynt að skýra frá-
þeim verkum einum, sem enn eru svo lifandi, að almenningur
ætti að lesa þau eða a. m. k. vita nánari deili á þeim.
Bókmenntirnar eru þó ekki einu minjarnar um hagleik og
snilli íslendinga. Frá fyrri tímum eru til ýmiss konar lista-
verk, trésmíðar, málmsmíðar,' vefnaður, myndir _ og skraut-
list (t. d. i liandritum). Fornar bækur hafa lika sitt ytra horð,.
prentun og hand, sem gerir þær að minjagripum, auk efnis-
ins. Á siðustu tímum hefur þjóðin eignazt nýjar listir, málara-
list, mótlist, tónlist og liúsagerðarlist. Öllu þessu verður reynt
að gera nokkur skil, hæði með ritgerðum og myndum.
En íslendingar hafa tekið fleira í arf en land og lausa aura,
hækur og aðrar minjar. Þeir eru sjálfir einn hluti arfsins, og
hver kynslóð ber í skapferli sínu, lífsskoðun og hugsunarhætti
inargvísleg merki eftir örlög, menningu og lifskjör þjóðarinn-
ar á liðnum öldum. Tvö síðustu hindi þess verks, sem hér er
um rætt, munu verða tilraun til þess að sýna, hvernig saga
og menning þjóðarinnar hafa mótað hana, gert liana það sem
hún nú er og leitt hana á þær krossgötur, sem hún nú stend-
ur á.
Um þetta rit, sem mun verða kallað fslenzk menning, á' eg
einna erfiðast með að tala, þó að eg viti mest um efni þess,
því að þetta er hókin, sem getið var um i upphafi þessarar
greinar, að eg hefði lengi liaft i smiðum. Efnisvalinu mun það
ráða, hver atriði i örlögum þjóðarinnar á liðnum timum virð-
ast hafa verið svo afdrifarík, að hún beri merki þeirra enn
í dag. Því mun samhenginu i sögu íslendinga og menningu
verða gefinn miklu meiri gaumur cn ýmsu þvi, sem fyrirferð-
armest er í sögulegum heimildum, svo sem deilum og viga-
ferlum. Eins mun ekki verða hirt um að lelja upp alla þá menn,
sem mikið hefur borið á, heldur reynt að gera nánari grein
fyrir þeim mönnum, sem annaðhvort eru sérkennilegir full-
trúar fyrir viss þjóðareinkenni eða með dæmi sinn og starfr
eru lifandi þætlir hinnar sögulegu arfleifðar. Um margt af þessu
má visa til þess, sem fjallað er um í fyrri bindunum. En til
þess að gera yfirlit sögunnar skýrara, munu ýmsir viðaukar
verða látnir fylgja bókinni, þar á meðal greinargerð fyrir efna-
hag þjóðarinnar fyrr og siðar, sem áður er getið um (með hlið-
sjón af I. hindi og til viðbótar þvi, sem þar er sagt), — skýrsla
um mannfjölda á ýmsum tímum, að svo miklu leyti sem unnt
er að komast þar að sæmilega öruggum niðurstöðum, — og
annáll um helztu atburði og merkismenn, sem hefur ekki þótt
54