Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 5
m.k. 6 arkir. Fjórar bækur þessa árs jafna sig upp með nærri 20 örkum hver, eða svara til nærri 8 tíu-arka bóka. Andvökur eru 25 arkir að stærð og voru alltaf reiknaðar sem tvær bækur, 3. og 4. bók félagsins i ár. En nú hefur Húsakost- ur og híbýlaprýði líka orðið á við tvær bækur að stærð, eða 20 arkir, og þar af eru 4% örk myndaprentun, sem er tvöfalt dýrari. Mætti þvi með fullum rétti reikna hana 5. og 6. bók félagsins. Alls er arkatalan á árinu, þegar þessar bækur eru báðar komnar út, orðin 77% (Móðirin II 18 arkir, Austanvind- ar og vestan 14%), en samkvæmt áætlun okkar i aprílheftinu í vor, átti arkatalan alls, með Rauðum pennum, að verða 83%, og vantar því aðeins 6 arkir upp á þá tölu. Auk þessa fá félags- menn Tímaritið, sem verður a.rn.k. 6 arkir að stærð. Pappírsverð hefur stórhækkað af völdum gengislækkunar og styrjaldar. Kostnaður við síðustu bækurnar hefur farið langt fram úr áætlun. í hin háu upplög af bókum Máls og menningar er pappirinn orðinn langtilfinnanlegasti kostnaðarliðurinn. En frá því að félagið var stofnað, hefur pappír alltaf verið að hækka í verði, en með gengislækkun íslenzku krónunnar í vor, og þó sérstak- lega með styrjöldinni í haust, hefur fyrst kastað tólfunum. Papp- ír, sem i vor kostaði 30 kr. rísið, fór í vetur jafnvel upp í 50 kr., og sams konar pappír hefði fyrir 2—3 árum vafalaust feng- izt fyrir rúmar 20 krónur rísið. Þegar í bók eins og Andvök- ur fara um 150 rís af pappir, er fljótséð, um hvílíkar upphæðir getur hér verið að ræða fyrir Mál og menningu. Þessi verðhækk- un á pappír hefur strax hækkað gifurlega kostnaðinn við útgáfu okkar i ár. Rauðir pennar V verða að koma á reikning næsta árs, og eiga að verða önnur bókin það ár. Þó að okkur falli það mjög illa, eigum við ekki annars úr- kostar en fresta útgáfu Rauðra penna fram yfir áramót, og láta þá teljast með bókum næsta árs. Það liggja til þessa þrjár ástæður. 1) Arkatala annarra bóka ársins hefur, eins og skýrt er frá að ofan, farið svo fram úr áætlun, að í rauninni hafa verið tekn- ar 9 arkir1 af 15 frá Rauðum pennum. Þetta hefði þó ekki hindr- að útgáfuna, ef ekki hefði komið til önnur ástæða: 2) Hinn aukni kostnaður við útgáfuna, sérstaklega Andvökur, vegna pappírshækkunar aðallega. Attum við úr þessu ekki nema um tvennt að velja, að hafa Rauða penna aðeins mjög litla eða 59

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.