Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 15
hef gert grein fyrir áœtluninni um ritið í hefti því af Tímariti Máls og menningar, sem kom út i byrjun júlí, en greinarhöf. virðist ekki hafa lesið. Hvorki ég né aðrir þeir menn, sem þar eru nefndir, erum neinir skrauthanzkar á annara manna hönd- um. Við höfum tekið að okkur að vinna verk á eigin ábyrgð. Það hefði verið miklu lireinlegra af greinarhöfundi að nefna okkur með nöfnum, — annaðhvort halda því fram, að við vœr- um kommúnistar og ætluðum „sem slíkir" að falsa efni ritsins, eða brennimerkja okkur fyrir að hafa ofurselt sál okkar og sann- færingu, — heldur en að vera að dubba okkur upp sem „mæt- ar“ leikbrúður undir stjórn manna, sem eru alveg saklausir af nokkurri íhlutun um þetta mál, hvaða syndir sem þeir annars kunna að hafa drýgt. 2) Mál og menning hefur nú hátt á fimmta þúsund félaga. Ef þetta eru allt „kommúnistár“, er ekki nema um tvennt að ræða:. að sá flokkur er miklu fjölmennari en almennt er talið, eða' bókmenntalegur áhugi er þar eindæma mikill. Hvað gengur Morg- unblaðinu til þess að gylla svo þennan andslæðingaflokk? Er ekki betra að segja það, sem satt er, að í þessu félagi eru menn af öllum stjórnmálaflokkum og að félagsstjórnin hefur aldrei skýrara en með áætluninni um Arf Islendinga sýnt það, að hún stefnir að öðru og meira en pólitískum áróðri. Getsakir um- ræddrar greinar má herja fram í bili. En það er skammgóður vermir. Þvi að þegar ritið kemur, mun það bezt sýna, á liverj- um rökum slíkar aðdróttanir hafa verið reistar. Ég hef til þessa fatið hinar pólitísku flokkadeilur afskipta- lausar og vona að gera það framvegis meðan ég er með fullu ráði. Starf mitt liggur á öðru sviði, og ég þykist heldur hafa of mörg en of fá járn í eldinum, þó að hin pólitíska Grásíða gangi frá. En af þessu leiðir, að mér kæmi aldrei til hugar að neita samvinnu við útgáfufyrirtæki vegna pólitískra skoðaiia for- ráðamanna þess, ef þessar skoðanir koma að engu leyti i bága við það, að ég hafi óbundnar hendur um hvað ég rita. Meira að segja kýs ég mikiu fremur, þar sem um skoðanamun er að ræða, að rit mín komist í hendur andstæðinga en jábræðra. Pólitískt ofstæki af því tagi, sem kemur fram í umræddri grein, þar sem greint er milli „þjóðarinnar“ annars vegar og ákveð- ins flokks hins vegar, er mér óskiljanlegt. Slík gífuryrði hafa að vísu áður flogið milli íslenzkra flokka, en lítið mark verið á þeim tekið. Og tilraun greinarhöfundar að setja hið fyrirhug- aða rit, sem Mál og menning er að láta undirbúa, í samband við einhverjar nafnlausar greinar í erlendum blöðum, er svo auð-

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.