Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 7
gera nógu glæsileg í bráðina vegna þess, að styrk af opinberu fé er varið til þeirra. Félagsmenn hafa þá reynslu af Máli og menningu, að þeir láta engan áróður ginna sig til að bregðast félaginu. En félagsmönnum Máls og menningar má treysta til þeirrar drenglundar og skynsemdar, að láta ekki ginnast til þess að bregðast félaginu af neinu níði eða tylliboðum. Þeir eru m.a. beðnir að athuga eftirfarandi atriði. Mál og menning hefur rutt nýja braut, sem ekkert útgáfu- fyrirtæki hefur áður getað né réynt: að gefa íslenzkum almenn- ingi kost á góðum bókum fyrir miklu lægra verð en áður hef- ur þekkzt hér á landi — og gera þetta eingöngu með samtök- um almennings sjálfs með þvi að fá nógu marga félagsmenn tiJ að taka höndum saman, án alls aðfengins styrks. Starfsemi félagsins hefur orðið svo glæsileg, að ótrúlegt má þykja hjá jafn fámennri þjóð. Hinir mætustu menn af öllum stefnum og flokkum hafa skilið þetta og tekið þátt í því. í hverju hafði áhugi þeirra manna, sem nú vilja brjóta niður starfsemi félags- ins, áður sýnt sig til að lækka bókaverð fyrir almenning? Nú rísa þeir upp, taka Mál og menningu sér til fyrirmyndar, en treysta sér samt ekki til samkeppni nema með opinberum styrk. Um þetta væri samt ekki n,ema gott að segja, Máli og menn- ingu væri það ánægja, að önnur útgáfufyrirtæki fetuðu í fót- spor þess, ef það væri gert af einlægum menningaráhuga. En tilgangurinn er ekki hreinni en svo, að þessi starfsemi byrjar af beinni óvild til þess félags, sem hún er að likja eftir, og á það er engin dul dregin. En hversu haldgóð ætli sú menningar- starfsemi reynist til frambúðar, sem er reist á svona neikvæð- um grundvelli? Eklci af ást á málefninu, heldur hatri til ann- ars fyrirtækis? Ætli botninn mundi ekki detta úr öllu saman, ef tækist að eyðileggja Mál og menningu? Þá væri aflvakinn, sem liratt þeim af stað, úr sögunni, þeir mundu þreytast á að „gefa“ fleiri bækur, og almenningur verða að búa við sömu kjör í bókakaupum og áður en Mál og menning var stofnað. Við skulum athuga alþekkt dæmi til samanburðar. Þegar al- þýðumenn í sveitum á íslandi stofnuðu pöntunarfélög sín og lcaupfélög, til þess að losa ok hinnar gömlu verzlunar, sem var arfur frá einokunartímabilinu, af hálsi sér, risu kaupmenn upp til þess að drepa þessi félög. Þeir buðu bændum þau kosta- boð, sem áður höfðu ekki þekkzt. Það var ekki af ást á alþýð- unni, heldur til þess að kæfa sjálfsbjargarviðleitni hennar í 61

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.