Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 8
fæðingunni. Kaupmennirnir höfðú nóg efni, sem þeir höfðu safn-
að i skjóli hins gamla skipulags, svo að þeir gátu selt vörur
sinar með skaða — i bráðina. Alþýðan átti að borga þeim það
seinna með ríkulegum vöxtum, þegar búiö væri að fjötra hana
á ný. Hinir einföldustu og istöðulausustu létu glepjast og sviku
félög sín. En liinir skynsamari og dugméiri þraukuðu áfram, höfn-
uðu gjöfum kaupmanna, fremiir en að gefa sig aftur á vald þeirra.
Með samtökum sínum frelsuðu þeir sig úr ánauðinni, og ekki
aðeins sjálfa sig, heldur líka hina litilsigldu, sem höfðu ekki
þekkt sinn vitjunartíma.
Athugið þetta, góðir félagsmenn, þegar reynt verður að ginna
ykkur til að bregðast þessu félagi, sem þið hafið reynt og vit-
ið, að má treysta! Ef þið hafið efni á því, er ekkert við það
að athuga, að þið kaupið senr flestar bækur. En ef Mál og menn-
ing yrði að draga saman seglin, skuluð þið sanna til, að það
hefnir sín.
Mál og menning er stórveldi í þessu litla þjóðfélagi.
Hinir 5000 félagsmenn láta ekki beita það neinum bolabrögðum.
Og munið það lika, að félag með nær 5000 meðlimi er stór-
veldi í þessu litla þjóðfélagi. Það er allsendis óþarft fyrir það
að láta myrða sig þegjandi og hljóðalaust. Einræðisbrölt ein-
stakra manna á engin ítök i neinum pólitískum flokki á íslandi.
Ef Mál og menning verður beitt bolabrögðum til þess að koma
þvi á kné, verður það ekki látið liggja í þagnargildi. Ykkur skal
verða tilkynnt það í þessu tímariti, og það er skylda ykkar að
þola það ekki með þögninni. Þið eruð öll til samans ekki svo
umkomulaus, að þið getið ekki beitt áhrifum ykkar til þess að
stöðva slíkar aðfarir, þvi að þið megið treysta því, að slíkt er
ekki gert með vilja hinna beztu manna, þó að þeir kunni að
leiða það hjá sér i bili.
Árásirnar á félagið hófust fyrst, er það gaf út tilkynningu sína
um Arf ísléndinga. Verkið þótti ekki of slæmt fyrir fslendinga,
heldur of gott fyrir Mál og menningu.
Ef einhverjir menn kynnu að vera svo sjóndaprir, að þeir
skildu ekki af hvaða hvötum árásirnar á Mál og menningu væru
runnar, má opna augu þeirra á einfaldan hátt með þvi að benda
þeim á það tilefni, sem hratt þessum árásum af stað. Mál og
menning hafði starfað í hálft þriðja ár, án þess að formaður
hins háa Menntamálaráðs með Menningarsjóð i höndunum, hefði
62