Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Qupperneq 34
eða vanþakklát, að hún taki ekki fagnandi slikri sæmdargjöf. Og þá er íslenzku sveitafólki illa aftur farið, ef það hirðir ekki lengur um andleg afrek. Þetta fólk, sem öldum saman hefur setið i myrkri, en geymt samt i hjarta sér ljós hinnar æðstu menningar, þetta fólk, sem umsvifalaust hefur kosið sér held- ur sult og seyru en að fara varhluta af góðri bók; það ætti nú ekki annað eftir en skella skolleyrum við þvi, þegar mesti lær- dómsmaður þjóðarinnar i sögu og menningu hennar sjálfrar kemur með margra ára starf sitt og athugun og vill gefa henni það. Nei, slíkt skeður aldrei. Það eru margir góðir menn og mætir, sem standa að Arfi íslendinga. En nafn Sigurðar Nor- dals eitt er næg trygging fyrir þvi, að þetta rit verður kærkomið hverjum hugsandi manni. Og það væri meira en meðalskömm, ef útgáfan þyrfti að stranda á féleysi. Ég er ekki hrifinn af þeim ísl. menntamönnum, sem ætla að stofna til klofnings meðal þjóðarinnar, með annarri útgáfustarf- semi. Eina bótin að þeir eru víst flestir svo fjarlægir lífi henn- ar og hugsun, að þeir kunna ekki að velja bækur handa henni. Ég held að þeir, sem ekki vilja hlynna að starfsemi Máls og menningar, ættu að loka að sér og lesa fyrir sjálfa sig. Þeir munu liafa gert það, þegar meiri þörf var á nýjum bókum en nú.....“ Gísli H. Erlendsson. Grein um Guðmund Friðjónsson og Indriða Þorkelsson, í tilefni af sjötugsafmæli beggja, verður að biða næsta heftis. Greinin er eftir Arnór Sigurjónsson. Útbreiðið Mál og menningu! Útvegið nýja félagsmenn! Styrkið Arf íslendinga! 88

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.