Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 14
Arfur Islendinga. Eftir Sigurð Nordal prófessor. (Eftirfarandi grein birtist í Mgbl. 30. sept., og þarf hún ekki frekari skýringa viÖ). I Morgunblaðinu birtist 20. júli forustugrein með fyrirsögn- inni 1943. Hvað sem sú grein annars kann að hafa sér til ágæt- is, hefði hún vel mátt vera dálítið skýrari. Vegna þess, að mér er það mál, sem um var rætt í greininni, mjög skylt, þó að nafn mitt væri ekki nefnt, mundi ég þegar i stað hafa beðið biaðið fyrir nokkrar athugasemdir, ef ég hefði komið því við að skrifa þær. En ég var að fara ulan sama dag og liafði ekki neina stund aflögum. Ég verð því að hiðja lesendur blaðsins afsöknnar á því, að þessar athugasemdir mínar lcoma eftir dúk og disk og ég verð að byrja á því að rifja upp efni hinnar um- ræddu greinar, sem mörgum er nú líklega úr minni fallið. Greinarliöf. hefur lesið í Þjóðviljanum, „að mikið standi til hjá útgáfufyrirtæki því, sem kommúnistar standa að, Mál og menning heitir það vist, í sambandi við merkisárið 1943“. Hann viðurkennir að vísu, að kommúnistar séu sjálfráðir um, hvaða rit þeir gefi út, en nafn þeirra „nægir til þess, að þjóðin frá- biður sig allri hlntdeild i einu og öllu því, sem þaðan kemur“. „Það getur engu breytt, þótt kommúnistar skreyti sina útgáfu- starfsemi með nafni eins eða fleiri mætra manna“. Höf. lítur auðsjáanlega á þessa „mætu menn“ sem hreinar leikbrúður, því að hann spyr, í sambandi við sögu sjálfstæðisbaráttunnar: „Hvernig skyldu kommúnistar segja þessa sögu?“ Lesendur Morgunblaðsins hafa hlotið að draga þá ályktun af greiriinni, að hér væri í undirbúningi pólitískt áróðursrit kommúnista, sem einhverjir sakleysingjar utan flokksins, sem af vægðarsemi eru ekki nafngreindir, hefðu glæpzt á að leggja nafn sitt við sem tálheilu, án þess að ráða nokkru um efni og anda ritsins. Sannleikurinn um þetta mál er í sem fæstum orðum þessi: 1) Ég undirritaður hef tekið að mér ritstjórn þessa verks, sem nefnt er Arfur fslendinga, fyrir útgáfufélagið Mál og menn- ingu, og er algerlega einráður um efni þess og til hverra rit- höfunda ég leita til þess að semja það. Hvorki stjórn félagsins og þaðnn af síður sá stjórnmálaflokkur, sem nefndur er kornrn- únistaflokkur í umræddri grein, hefur með einu orði látið í ljós ósk um aö hafa áhrif á efni eða efnismeðferð i þessu riti. Ég 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.