Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 16
sýnileg blekking, að enginn skynsamur lesandi mundi gina við henni, jafnvel þó að hún hefði verið dálítið höndulegar framsett. Eitt atriði i nefndri grein þótti mér samt verulega vænt um: „Að sjálfsögðu mun íslenzka þjóðin minnast á viðeigandi hátt viðburðanna 1943, bæði með útgáfu minningarrits og á annan hátt. En sú starfsemi verður áreiðanlega ekki falin kommún- istum“. Ef cg skil þetta rétt, þá er greinarhöfundi kunnugt um, að í undirbúningi sé myndarlegt verk frá einhverjum öðrum út- gáfufyrirtækjum en Máli og menningu, eða ef til vill lands- stjórninni sjálfri, um sögu íslands. Þetta þótti mér góð frétt, því að ég liafði engan ávæning af því áður, og nóg er ógert í sögu íslands, þó að sem fleslir leggi hönd á plóginn. Og þeg- ar búið er að skira „íslenzku þjóðina" svo vandlega í deiglu hinnar einu sönnu þjóðrækni, að við, sem stöndum að hinu fyr- drhugaða riti Máls og menningar, erum lentir í soranum, þá ætti ’að mega treysta því, að það verði ósvikinn málmur í því minn- ingarriti, sem frá liinum hlutanum kemur. Höfn, 29. júlí. Sigurður Nordal. Umsagnir um bækur. Úr landsuðri, nokkur kvæði eftir Jón Helgason. Heimskringla 1939. Dr. Jón Helgason, prófessor við Hafnarháskóla, hefur meðal annars þau skilyrði til að kunna að yrkja, sem skapast af ná- inni þekkingu islenzkra bókmennta frá upphafi, og ekki aðeins bókmenntanna, einnig á islenzku málfari allra alda. Þetta er að visu ekkert smáræðis forhlaup, þegar þess er gætt, að ís- lenzka hefur verið flestum tungum lengur í notkun sem bók- menntamál, höfuðbókmenntir vorar frá tima áður en aðrar Ev- rópuþjóðir eignuðust viðhlítandi ritmál. Að sjálfsögðu ber lika lcveðskapur Jóns Helgasonar svip þessarar góðu þekkingar á málinu. Hann kann slíl fornkvæðanna, miðaldahelgikvæðanna og Visnabókarinnar, og yrkir á máli 10. aldar, 14. og 10., eftir þvi sem lionuni býður við að horfa. Málþekking hans, öryggi málkenndarinnar ásamt leikni hans í máli, er allt af því tagi, að slíkt liefur ekki skynsamlegt takmark fyrr en það stendur í þjónustu skáldskaíiarins sjálfs, cnda munu margir kunna mál- 70

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.