Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Page 22
lenzk alþýða þráir nú heitast, það er samband við einhvern þann aðila, sem hún getur treyst til heiðarleika og trúmennsku um meðferð félagslegra mála.“ Þá er eftir að nefna þrjár ritgerðir. Samkenni þeirra allra er það, að ómögulegt er að hugsa sér, að nokkur íslendingur hefði skrifað þær, annar en Gunnar Benediktsson. „Svo elskaði guð heiminn ....“ er i fyrstu hugleiðing um raótmæli hins nýlátna páfa gegn „kynþáttahatri fasistaríkjanna“. En sú hugleiðing leiðir höf. brátt að öðru markverðu atriði,. kirkju og kristindómi í sambandi við siðferðileg verðmæti. Hann gerir allmikið úr þeim áhrifum, sein kristindómurinn hafi haft — og hafi — á sálarlíf íslendinga, og færir rök að þeirri skoð- im. En það er fyrst og fremst kristindómur íslenzkrar alþýðu, sem hlýtur lofsöng hans i þessari ritgerð, skýringu hans og skilning. Það siðgæði, sem af þeim kristindómi nærist, stendur andspænis kirkjunni sem stofnun, þjónum hennar sem umhoðs- mönnum guðs. Og þá er talað með þeim hita og þeirri mælsku, sem einkennir hinn siðastranga kennimann G. B. enn þann dag í dag. Honum „hlýnar við þjóðar þelsins yl“, og sá ylur gerir hann að listamanni orðsins, stýrir penna hans, skapar stil hans, gefur ádeilu hans á „kristna" liræsnara tvöfaldan kraft. „Hið kristilega drama ....“ er svo einstæð og snjöll ritsmiðý svo þrungin skarpri athugun og siðrænum harmi, svo alvarlega leitað skýringa á stráumhvörfum í andlegri þróun siðustu ára á íslandi, að maður gleymir þvi næstum, að hér er um að ræða siðferðilega „úttekt“ á tveim nafnkunnum mönnum, kennurum við Háskóla íslands, og þar af leiðandi mjög persónuleg ritsmið. En hér er krufið af þeim listileik og þeirri kunnáttu, að mað- ur freistast til að halda, að snjallar hafi ekki slík vinna verið leyst af hendi á vorri tungu. Og hvert svo sem álit lesandans kann að vera á hinum tveim háskólakennurum, er ómögulegt annað en lesa með hrifni. Hér er ljósi varpað lengra en á per- sónuleg einkenni tveggja manna, langt sér inn í „stórbrotna, syndumspillta samtíð“ og sú sýn flytur mcð sér nýjan skiln- ing á sálfræðilegum og félagslegum fyrirbærum. „Hið kristilega drama ...“ er óvenju glæsilegt dæmi um hið þriþætta rithöf- undareinkenni G. B., skerpu, ritsnilld og siðræna alvöru. „Ástin á lyginni" er krufning á bókmenntafyrirbrigði einu frá siðasta ári. Þá rannsókn á heimskulegu, gengdarlausu lofi um mjög lélegt skáldverk, gæti enginn látið eftir sig liggja, nema sá einn, sem á mikið brjóstvit og hefur tamið sér að hugsa felagslega og umfram allt heiðarlega. En þessi krufning er ekki 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.