Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2011, Side 8

Ægir - 01.04.2011, Side 8
8 Strandmenningarhátíðin Sail Húsavík verður haldin dagana 16.-23. júlí í sumar og markar hún upphaf á norrænu sam- starfi sem nær til einstak- linga, félagasamtaka og stofnana. Von er á fjölmörgum erlendum gestum til Húsavíkur í tilefni af hátíðinni, auk margra skipa, eins og nafn hátíðarinnar bendir til. Verk- efnastjóri hátíðarinnar vonast til að dagskrá hennar laði til sín fjölmarga gesti, enda mun hátíðin á margan hátt verða mjög frábrugðin ýmis konar bæjarhátíðum víðs vegar um landið í sumar. „Sail Húsavík er fyrsta strandmenningarhátíðin hér á landi með áherslu á siglingar og norrænt samstarf. Hingað munu koma mörg erlend skip og bátar, allt frá stórum skonnortum niður í smærri báta. Þá taka íslenskar skútur og bátar einnig þátt í dagskrá hátíðarinnar. Þessi skip koma gestir okkar til með að geta skoðað og farið með í sigling- ar,“ segir Vilborg Arna Gissur- ardóttir, verkefnastjóri Sail Húsavík. Eins og áður segir mun há- tíðin standa í heila viku en síðari hluti hennar rennur saman við Mærudaga á Húsa- vík. Meðal dagskrárliða á Sail Húsavík verða málþing, fyrir- lestrar, margs konar námskeið og sýningar. Að auki verður markaðstorg alla daga þar sem hægt er að kaupa bæði mat og norrænt handverk. „Hingað koma skip bæði frá Skandinavíu, Færeyjum og Þýskalandi. Þau munu hafa viðkomu á Hjaltlandseyjum og í Færeyjum á leið sinni hingað og með þeim kemur fólk sem stendur fyrir dag- skrárliðum á hátíðinni, s.s. sýningum, handverki og fleiru. Hér verða t.d. sýningar á bátasmíði, ýmis konar handverki, sýningar sem tengjast dúntekju, mat og svo framvegis. Þessu til viðbótar má nefna tónlist og dans en undirtónn í allri dagskránni er strandmenning og vert er að undirstrika að dagskrárliðirnir verða í bland frá Íslandi og öðrum löndum,“ segir Vil- borg. Vettvangur leikinna og lærðra Rithöfundurinn og siglinga- kappinn Arved Fuchs er verndari strandmenningar- hátíðarinnar Sail Húsavík en hann er vel þekktur fyrir rit- störf, rannsóknir sínar og sigl- ingar um heimsins höf. Á ferðum sínum hefur hann nokkrum sinnum haft viðdvöl á Húsavík og m.a. rekið þar náttúruskóla sem styrktur er af Sameinuðu þjóðunum. Vil- borg segir mikinn heiður og lyftistöng fyrir hátíðina að hún tengist nafni Arved Fuchs. „Tilgangur hátíðarinnar er að vera vettvangur leikinna og lærða til að hittast, fræðast, miðla, læra og mynda tengsl. Við viljum styðja uppbygg- Activ, þriggja mastra skonnorta sem verður flaggskip Sail Húsavík. Glæsilegar skútur og skip á fyrstu norrænu strandmenningarhátíðinni sem haldin verður hér á landi í júlí: Óður til strandmenningar á Sail Húsavík F R É T T I R Siglingarnar verða í forgrunni á þessari fyrstu samnorrænu strandmenningarhátíð.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.