Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2011, Page 9

Ægir - 01.04.2011, Page 9
9 F R É T T I R ingu og menningu á strand- svæðum og koma henni á framfæri við almenning til þess að opna augu fólks fyrir mikilvægi þessa hluta vistkerf- is jarðar og ógnum sem að því steðja og styðja þannig við áherslur í norrænum um- hverfismálum og strandmenn- ingu,“ segir Vilborg. Gamlar og glæsilegar skútur Vel fer á því að Húsavík sé staður fyrir samnorræna strandmenningar- og sigl- ingahátíð enda mikil rækt ver- ið lögð við endurgerð gam- alla trébáta á Húsavík undan- farin ár, fyrst og fremst í tengslum við hvalaskoðun. Þeir bátar verða allir meðal þátttakenda í Sail Húsavík og einnig stærsti eikarbátur ís- lenska flotans, Húni II. Af er- lendum skipum er vert að geta um glæsifleyin Dagmar Aaen og Activ sem bæði munu að hátíðinni lokinni halda í leiðangra til Græn- lands. Dagmar Aaen er þýskur kútter, sem byggður var í Esbjerg í Danmörku árið 1931. Áhöfn skútunnar er að stærstum hluta þýsk en eig- andinn er áðurnefndur vernd- ari hátíðarinnar, Arved Fuchs. Einnig kemur á hátíðina þriggja mastra skonnortan Ac- tiv sem byggð var í Dan- mörku árið 1951. Skipið er einkar glæsilegt og lá í Húsa- víkurhöfn sumarið 2008 áður en það lagði upp í rannsókn- arleiðangur til Grænlands. Loks má geta færeysku skútunnar Johanna sem byggð var í Sussex í Englandi árið 1884. Glæsilegar skútur, húsvíska skútan Haukur og Dagmar Aen.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.