Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2011, Qupperneq 24

Ægir - 01.04.2011, Qupperneq 24
24 „Framleiðsla á gelmottum fyr- ir ferkfiskútflutning er aðal- þáttur okkar starfsemi. Í kjöl- far efnahagshrunsins hefur orðið mjög mikil aukning í eft- irspurninni, samfara síaukn- um útflutningi á ferskum sjáv- arafurðum. Þessari aukningu höfum við mætt með nýjum vélbúnaði og aukinni afkasta- getu,“ segir Gunnar K. Ólafs- son, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins Ísgel á Blönduósi. Gunnar er einn af eigendum fyrirtækisins en fyrirtækið er í eigu þriggja fjölskyldna á Blönduósi. Núverandi eigend- ur keyptu fyrirtækið árið 2008 en það var stofnað árið 1999. Gelmotturnar eru lagðar ofan á fiskinn í frauðplast- kössum fyrir flutning á er- lenda markaði og gegna því mikilvæga hlutverki að halda vörunni í réttu hitastigi þar til hún kemur í hendur kaup- enda. Í verksmiðju Ísgel er blandað gel og með þar til gerðum vélum eru framleidd- ar mottur í þeim stærðum sem kaupendur óska. Gunnar segir fyrirtækið framleiða fjór- ar staðlaðar stærðir fyrir fisk- útflutninginn en þess utan er hægt að fá motturnar í hvaða stærð sem óskað er. Minnstu stöðluðu motturnar eru 125 grömm og þær stærstu 300 grömm. Motturnar eru af- greiddar til viðskiptavina í kössum á brettum, allt upp í 4300 mottur á hverju bretti. Sú ímynd sem fyrirtækið vill halda á lofti er góð íslensk vara sem stenst kröfur við- skiptavina hvað varðar gæði og verð. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að þjónusta viðskiptavini sína eftir þörf- um og óskum hvers og eins. Sjávarútvegurinn stærstur „Sjávarútvegurinn er okkar allra stærsti markaður en því til viðbótar eru gelmotturnar víða notaðar í flutningi og geymslu matvæla, til dæmis á veitingastöðum, í kjöt- vinnslum og verslunum,“ seg- ir Gunnar en á síðasta ári bætti fyrirtækið við sig nýjum vélum og jók þannig fram- leiðslugetuna um 50%. Þetta segir Gunnar að hafi verið nauðsynlegt skref í ljósi þess hversu jafn og mikill stígandi hafi verið í ferskfiskútflutn- ingi. Fátt bendi til annars en svo verði áfram. „Við finnum að vísu fljótt fyrir öllum sveiflum sem verða í þessari grein, hvort sem það er gæftaleysi vegna veðurs eða uppákomur á borð við Eyja- fjallajökulsgosið. En þróunin hefur verið sú að útflutningur ferskra afurða hefur aukist,“ segir hann. Einnig í sjúkravörum Gelið frá Ísgeli er ekki ein- göngu notað til kælingar og í matvælagreinum. Hjá fyrir- tækinu er einnig framleidd sérstök sjúkralína sem inni- heldur bæði kæli- og hita- poka. „Þessar vörur eru bæði til einnota og margnota og kaupendur þeirra eru sjúkra- stofnanir, íþróttahús, íþrótta- félög og þess utan seljum við sjúkravörurnar í smásölu, en hægt er að nálgast sjúkralín- una í flestum apótekum landsins,“ segir Gunnar en einnig framleiðir fyrirtækið sérstakan kælipoka í kælibox. Starfsmenn Ísgels eru að jafn- aði 3-4. „Okkar markmið er að auka við okkur, fjölga störfum og treysta þannig at- vinnulífið hér á Blönduósi með íslenskri framleiðslu,“ segir hann. Ísgel framleiðir gelmottur fyrir útflutning á ferskum fiski Gunnar K. Ólafsson, framkvæmdastjóri Ísgels. Gelmottur eins og þær sem notaðar eru í útflutningi á ferskum fiski. Sjúkravörulína frá Ísgeli. Þ J Ó N U S T A Starfstöðvar Þorlákshöfn Hafnarfjörður Hornafjörður Vestmannaeyjar Sauðárkrókur Akureyri Húsavík Við bjóðum öll veiðarfæri og tengdan búnað sem þarf um borð í íslensk fiskiskip Starfsstöðvar Þorlákshöfn Hafnarfjörður Vestmannaeyjar Sauðárkrókur Akureyri Húsavík Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Ísfell er eitt öflugasta fyrirtækið á Íslandi í þjónustu við sjávarútveginn. Fyrirtækið rekur alhliða heildsölu með útgerðar-, björgunar- og rekstarvörur ásamt veiðafæragerð undir nafninu Ísnet. Sterk staða Ísfells markast helst af góðu vöruúrvali, þjónustu og mikilli þekkingu starfsfólks á íslenskum sjávarútvegi. Hafðu samband við sölumenn okkar og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! Fast þeir sækja sjóinn! Við bjóðum öll veiðarfæri og tengdan búnað sem þarf um borð í íslensk fiskiskip
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.