Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2011, Page 44

Ægir - 01.04.2011, Page 44
44 S I G L I N G A T Æ K N I „Þróunin er sú að Furuno tæk- in og Maxsea vinna alltaf bet- ur og betur saman. Með sí- auknum gagnaflutningsmögu- leikum úti á sjó opnast ný tækifæri og það er Furuno að nýta sér vel með samvinnu við Maxsea,“ segir Sveinn K. Sveinsson, sölustjóri hjá Brimrúnu en fyrirtækið hefur nú yfirtekið sölu og þjónustu hér á landi við Maxsea sigl- ingaforritið. Þetta gerist í kjölfar þess að Furuno, sem Brimrún er umboðsaðili fyrir, eignaðist hlut í Maxsea hug- búnaðarframleiðandanum. Fyrir skömmu kom á markað ný útgáfa af Maxsea sem nefnist Time Zero og voru þrír af starfsmönnum Brimrúnar nýverið á námskeiði hjá Max- sea í Frakklandi, í uppsetn- ingu og notendamöguleikum bæði á nýjum Time Zero og eldri hugbúnaði Maxsea. Loftmyndir, kort og þrívídd - allt í senn Maxsea hefur verið í notkun í íslenskum skipum í á þriðja áratug en Time Zero er ný kynslóð hugbúnaðarins. Hann þykir í senn einfaldur, hraðvirkur í notkun, sameinar sjókort, loftmyndir og þrí- víddarupplýsingar. Sveinn segir samskipti milli Furuno- tækjanna og Maxsea greið og auðveld. „Mesta breytingin við Max- sea Time Zero er að ekki er lengur unnið með skrár held- ur í gagnagrunni sem léttir mikið alla vinnslu tölvunnar. Ef notandi vill áfram geta kallað fram upplýsingar eftir skráarnöfnum er það hægt. Gagnagrunnurinn býður upp á fleiri leiðir til að velja það sem á að birta á skjánum en eldri útgáfur hugbúnaðarins gerðu. Time Zero kemur í fjórum útgáfum og í þremur þeirra er hægt að yfirfæra radarmynd frá Furuno ratsjá og vinna með hana í Maxsea korti með fullri stjórn á radar- myndinni. Þannig er til dæm- is hægt að skipta skjánum í tvennt með radar annars veg- ar og leiðarrita hinsvegar en einnig er hægt að leggja rad- armynd yfir sjókort. Í fiskiút- gáfunni af Maxsea er mögu- leiki að vera með tvo skjái og vinna með þá eins og um tvo leiðarrita væri að ræða, al- gjörlega óháða hvorum öðr- um. Þannig er hægt að vinna með tvívídd, þrívídd, radar, dýptarmæli og fleira. Af þessu má sjá hversu mikla möguleika Furuno Maxsea TZ skapar. Þá er einnig hægt að flytja gögn úr eldri Maxsea og Olex inn í Time Zero. Í grunninn byggir tæknin í siglingatækjum á því sama og á árum áður. Byltingin felst á hinn bóginn í hraðanum, vinnslu upplýsinga, mynd- rænni framsetningu þeirra fyrir notandann og mörgu öðru sem miðar að því að skipstjórnandinn hafi sem besta yfirsýn á það sem hann er að gera og hafi þær upp- lýsingar sem næst sér sem henta í hvert sinn. Við höfum frábæra reynslu af Furuno sem framleiðanda í fiskileitar- og siglingatækjum og þegar Maxsea og Furuno leggja saman þekkingu sína verður til sterk eining hjálpartækja fyrir skipstjórnendur.“ Fellur vel að NavNet 3D Í tækjalínu Furuno er NavNet 3D búnaðurinn, sem er full- komlega samþætt kerfi þar sem hægt er að tengja saman mörg jaðartæki sem staðsett eru á ýmsum stöðum í skip- Brimrún er umboðsaðili fyrir Maxsea siglingahugbúnaðinn: Nýjar víddir með Maxsea Time Zero Þrír af starfsmönnum Brimrúnar fóru nýverið á námskeið hjá Maxsea í Frakklandi. Hér eru tveir þeirra ásamt starfsmönnum Maxsea við höfuðstöðvar fyrirtækisins. Frá vinstri: Eiríkur Þórarinsson, verkstjóri hjá Brimrún, næst kemur Ronan Golhen framkvæmdarstjóri tæknisviðs Maxsea, þá Hörður Vilberg Harðarson, tæknimaður Brimrún- ar og lengst til hægri er leiðbeinandinn á námskeiðinu, Thierry Callede frá Maxsea.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.