Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2011, Side 45

Ægir - 01.04.2011, Side 45
45 S I G L I N G A T Æ K N I inu. Þannig verður til eitt miðlægt kerfi með einni stjórn stöð þar sem hægt er að hafa yfirsýn á hvort heldur er t.d. mælabúnað, tilkynningar- skyldubúnað, áttavita, veður- kortarita eða staðsetningar- búnað. Ratsjá, dýptarmælir og leiðarriti eru einnig í þessu tæki. Maxsea Time Zero fellur fullkomlega inn í NavNet kerfið og nýtir það kortaupp- lýsingar úr Maxsea. Ennfrem- ur er hægt að tengja nýja gerð myndavéla við NavNet og Maxsea TZ sem bjóða upp á 360 gráðu stýringu, getu til að sjá í myrkri, veltuleiðrétt- ingu og getu til að elta hlut í sjó í myrkri með hitamynda- vél. „Time Zero er líka sérhæft fyrir þrívíða framsetningu á kortaupplýsingum og öllum kortum fylgir loftmynd sem hægt er að leggja yfir sjókort. Þessi möguleiki er til dæmis mjög góður fyrir skipstjórnar- menn til að bera saman kort og raunmynd þegar skip- stjórnendur koma á ókunn- uga staði því kort geta verið vitlaus. Þessu til viðbótar er Maxsea TZ þannig úr garði gert að auðvelt er að sækja veðurupplýsingar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar um hafið og siglingaleiðir frá öðr- um skipum. Time Zero er siglingaleiða- riti í stöðugri framþróun. Fiskiútgáfan er nú í sérstakri skoðun hjá Maxsea og um þróun þess búnaðar er sam- starf við Brimrúnu og ís- lenska sjómenn.“ Ef og þegar Maxsea not- andi hefur áhuga á að fá sér nýjan Maxsea Time Zero heldur hann gamla forrtinu en borgar uppfærsluverð fyrir TZ. Með þessu bætist því í raun við nýr leiðarriti á hálf- virði. Tvö dæmi af fjöldamörgum um skjámyndir sem Maxsea Time Zero siglingahugbúnaðurinn býður uppá. Hér er annars vegar sjónarhorn á Vestfirði og hins vegar á Norðurland.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.