Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2011, Page 53

Ægir - 01.04.2011, Page 53
53 F R É T T I R Skrifað hefur verið undir samning um kaup Selvíkur ehf. á fasteign, lóð og tækjum Egilssíldar á Siglufirði. Selvík er systurfélag Rauðku ehf. sem unnið hefur að uppbygg- ingu ferðaþjónustu við höfn- ina á Siglufirði. Rauðka hefur þegar opnað veitingastaðinn Hannes Boy og opnar nú í sumar kaffihús og bar, auk veislusalar. Samkvæmt kaupamningn- um hefur Selvík einnig for- kaupsrétt á rekstri Egilssíldar næstu átta mánuði. Egilssíld sem stofnað var árið 1940 hefur í áratugi verið í eigu sömu fjölskyldunnar og hefur fyrirtækið í gegnum tíðina unnið til margra verðlauna fyrir afurðir sínar. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í vinnslu á reyktum og gröfnum laxi og reyktri síld fyrir innanlands- markað. Á vef Rauðku kemur fram að kaup Selvíkur á eignum Egilssíldar séu einn liður Rauðku í að laga umhverfið að ferðamannastefnu fyrir- tækisins en húsnæði Egilssíld- ar er í næsta nágrenni við at- hafnasvæði Rauðku. Siglufjörður: Selvík kaupir Egilssíld Sigríður María Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Selvíkur ehf., systurfélags Rauðku ehf., og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir fyrir hönd Egilssíldar ehf. handsala viðskipt- in. Mynd: Heimasíða Rauðku ehf. Veitingastaðurinn Hannes Boy við Siglufjarðarhöfn.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.