Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2012, Síða 8

Ægir - 01.06.2012, Síða 8
8 H R O G N K E L S A V E I Ð A R Róma ég gæði rauðmagans Í ræðu söng og letri En fólki þykir frúin hans Flestum réttum betri Svo var ort um hrognkelsið sem fyrr á öldum var ekki bara ljúfur vorboði eins og hin síð- ari ár, heldur bókstaflega langþráður lífgjafi. Því það kom iðulega fyrir þegar illa voraði með jarðbönnum og hafþökum að hrognkelsið hélt lífinu í Íslendingum. Ekki er þó að sjá að þessi ótútlegi fiskur hafi alla tíð verið hátt skrifaður, því meðal fyrstu heimilda sem um hann má finna er hrognkelsið litið hornauga svo um munar: sá sem slysaðist til að fá hrogn- kelsi á öngul var feigur og óheppilegar þunganir voru jafnvel raktar til þess að við- komandi hafði étið rauð- magarægsni. Sjálfsagt á útlit hrognkelsis- ins sinn þátt í þeirri dulúð sem yfir því hvíldi. Ósjálfrátt kemur flestum í hug að það sé afkomandi fornsögulegra fiska, jafnvel skrímsla, fiskur sem hafi synt innan um löngu útdauð furðuverk sem aðeins finnast steinrunnin í dag. Atvinnuveiðar frá 1964 Hrognin voru sannarlega nýtt til forna, til framleiðslu á alls- kyns matvörum, en oftast var það þó fiskurinn sjálfur sem í voru mest verðmætin. Í dag eru hrognin það sem lagst er eftir, en góðu heilli er skrokk- ur grásleppunnar orðinn sölu- vara á nýjan leik. Annar fiskur, sem til skamms tíma hefur einnig verið nýttur vegna hrogn- anna, styrjan, er einn af þess- um fornsögulegu fiskum sem lifði þó allar hremmingar sög- unnar af. Það er ekki laust við að ákveðinn skyldleiki sé með hrognkelsinu og styrj- unni í útliti. Alltént er nokkuð ljóst, að ef grásleppan yrði sett í plankastrekkjara og teygt hraustlega á, myndi hún ekki vera mjög ósvipuð styrjunni og ef styrjunni yrði stillt upp við stórar hlöðudyr og skellt á trýnið á henni, yrði úr, kannski ekki fullkomið hrognkelsi, en eitthvað í átt- ina. Við sem lifum og hrær- umst í nútímanum gerum stundum minna úr því hvað gert var til forna, en því sem við sjálf aðhöfumst. Þannig er það viðtekinn „sannleikur“ að raunverulegar atvinnuveiðar hafi ekki byrjað á grásleppu fyrr en um árið 1964. Hið rétta er að þá hófst skipulögð og allstíf sókn í þá gráu til útflutnings á hrognun- um. Veiðunum hefur og verið stjórnað, nokkurnveginn frá sama tíma með sóknartak- mörkunum, þ.e. fjölda neta og möskvastærð, stærð báta og veiðisvæðum. Aðeins einu sinni hefur kvótasetning verið rædd af fullri alvöru, en henni var þá hafnað af grásleppu- veiðimönnum með yfirgnæf- andi meirihluta. Stórauka þarf grásleppurannsóknir Eins og í öllum heilbrigðum veiðiskap hefur stundum ver- ið landburður, stöku sinnum sviðin jörð en oftast hefur veiðin verið einhversstaðar þar á milli. Helsta skýringin á þessu er vafalaust að finna í náttúru- legum sveiflum, en við menn- irnir erum duglegir við að leita að ástæðum til að kenna okkur sjálfum um. Ofveiði og ill umgengni eru vinsæl um- ræðuefni þegar lítið veiðist, en sú umræða þagnar snar- lega þá gott er til fanga. Þrátt fyrir að grásleppan sé mjög mikilvæg tekjulind fyrir smábátaflotann hefur hún aldrei náð máli sem „mikil- vægur“ fiskistofn fyrir efnahag þjóðarinnar. Þetta endurspegl- ast m.a. í þeim áherslum sem Hafrannsóknastofnunin hefur lagt á þekkingaröflun um fiskistofnana við landið. Markvissar rannsóknir á hrognkelsinu hafa verið í al- geru lágmarki og nánast legið niðri til langs tíma. Ástandið er jafnvel enn verra í öðrum löndum sem stunda grá- sleppuveiðar. Árið 1989 var brotið blað í samvinnu þessara þjóða, þ.e. auk Íslands, Kanada (Ný- fundnaland), Grænlands og Noregs. Það ár var fyrsti LU- ROMA fundurinn haldinn en skammstöfunin stendur fyrir Lump fish Roe Matters, mál- efni er varða grásleppuhrogn. Fundinn sækja aðilar úr hin- um ýmsu greinum, jafnt fram- leiðendur grásleppukavíars sem framleiðendur á söltuð- um hrognum, söluaðilar o.s.frv. Síðan þá hefur LUROMA fundurinn verið haldinn ár- lega og 24. fundurinn var haldinn í Reykjavík í byrjun febrúar á þessu ári. Aðilar frá allt að 11 löndum hafa sótt fundinn og þátttaka verið upp í 40 manns. LS hefur skipulagt og stýrt þessum fundum frá upphafi. Í gegnum árin hefur LU- ROMA fundurinn ítrekað skorað á stjórnvöld í framan- greindu löndunum að hrinda í framkvæmd stórauknum rannsóknum á grásleppu- stofnunum. Áhyggjur manna hafa ekki síst verið þær, að sú litla vitneskja sem fyrir hendi er gæti komið þessari at- Hvers vegna þarf að laga það sem reynst hefur vel?

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.