Ægir - 01.06.2012, Page 13
13
Íslenskir saltfiskframleiðend-
ur finna fyrir því að það er erf-
iðara að selja stóran saltfisk,
sem hefur verið verðmætasta
saltfiskafurðin á helsta mark-
aðssvæðinu í Suður Evrópu.
Ýmsar ástæður eru nefndar
en ljóst er að minni kaup-
máttur og erfitt efnahags-
ástand á þessu svæði veldur
því að neytendur hafa verið að
færa sig yfir í ódýrari saltfisk-
afurðir. Einnig er bent á að
mikið af saltfiskneyslunni fer
fram á veitingahúsum en
dregið hefur verulega úr að-
sókn hjá þeim eftir að harðna
fór á dalnum. Þá er ljóst að
aukið framboð á þorski úr
Barentshafi hefur sett þrýst-
ing á verðið. Á sama tíma
virðist birgðahald vera í aukn-
um mæli að færast hingað
heim vegna þess að kaupend-
ur treysta sér ekki til að fjár-
magna birgðahaldið sjálfir.
Þessi þróun hefur komið mjög
misjafnlega við saltfiskverk-
endur því eftir að stóru sölu-
samtökin liðu undir lok hefur
afurðasalan færst til smærri
útflytjenda og einstakra fram-
leiðenda og viðskiptakjörin
eru því mismunandi milli
framleiðenda.
Meiri eftirspurn eftir ódýrari
saltfiski
Skjöldur Pálmason hjá Odda
á Patreksfirði, sem er formað-
ur Félags íslenskra saltfisk-
framleiðenda, segir að stærsti
saltfiskurinn, sem alltaf hefur
verið verðmætasta afurðin, sé
orðinn þyngri í sölu en áður
og neytendur hafi fært sig yfir
í smærri fisk. „Samdrátturinn í
saltfisksölunni er mest áber-
andi á Ítalíu og á Spáni en
hins vegar erum við ennþá í
ágætum málum í Portúgal.
Þessi þróun hófst upp úr al-
þjóðlegu fjármálakreppunni
2008 en hefur verið sérstak-
lega áberandi síðasta árið,“
segir Skjöldur. Hann bendir
jafnframt á að það auki á
vandann að hlutfall stór-
þorsks í afla hér við land hafi
farið vaxandi á síðustu árum
en venjulegar flökunarvélar
ráða almennt illa við hann og
þess vegna er hann flattur og
unninn í salt.
Þarf góða vöru og breitt
vöruúrval
Pétur Hafsteinn Pálsson hjá
Vísi í Grindavík segir að
ástandið á mörkuðunum í
Suður Evrópu hafi enn ekki
haft mikil áhrif á þeirra við-
skipti. Hann tekur þó undir
að það gangi hægar með sölu
á dýrari afurðum og meiri eft-
irspurn sé eftir ódýrari fiski.
„Nú seljum við dýrari fiskinn
með þeim ódýrari en áður
var þessu öfugt farið.“ Pétur
segist ekki hafa þurft að taka
á sig miklar verðlækkanir en
hann finni að það er þyngra
undir fæti og færri sterkir
kaupendur. „Það eru allir
með vara á sér og þú þarft að
vera með mjög góða vöru og
breitt vöruúrval af saltfiski til
að geta verið á þessum mark-
aði.“ Pétur segir að styrkur
þeirra felist í að geta boðið
mikið úrval af góðri vöru og
stöðugt framboð. Þá skipti
löng viðskiptasaga miklu á
þessum markaði og að skipta
við sterka viðskiptavini.
Lækkandi verð stækkar
markaðssvæðið
Gunnar Tómasson hjá Þor-
birni í Grindavík segir að
vissulega hafi fjárhagsleg
staða og kaupgeta almenn-
ings í viðskiptalöndunum
áhrif en þeir hafi hins vegar
ekki merkt samdrátt í sölu
ennþá á Evrusvæðinu. „Það
er ennþá ágæt sala hjá okkur
í öllum afurðum og við fáum
Blikur á lofti í sölu á söltuð-
um stórþorski í Suður Evrópu
Íslenskur saltfiskur innan um aðrar krásir í söluborði á markaði í Barcelona.
S A L T F I S K M A R K A Ð I R