Ægir - 01.06.2012, Qupperneq 16
16
H A F N I R
Yfir 80 skemmtiferðaskip til
Reykjavíkur
81 skemmtiferðarskip hefur
viðdvöl í hjá Faxaflóahöfnum í
Reykjavík þetta sumarið.
Fyrsta skipið kom upp úr
miðjum maí og það síðasta
leggst að bryggju þann 29.
september. Stærsta skipið er
Celebrity Eclipse, tæplega 122
þúsund tonn, en það kemur til
landsins í tvígang í sumar. Um
og yfir 100 þúsund manns
koma með þessum skipum til
höfuðborgarinnar.
Tæpar 300 milljónir í grunn-
net hafna
Fjárveitingar ríkisins til hafna
innan hins svokallaða grunn-
nets nema 290 milljónum í ár,
samkvæmt samgönguáætlun
2011-2014 sem Alþingi sam-
þykkti í þinglok í vor. Áætlunin
er hluti af og innan ramma
stefnumótandi samgönguáætl-
unar 2011–2022 þar sem
mörkuð er stefna og markmið
fyrir allar greinar samgangna
næstu tólf árin. Samgöngu-
áætlunin 2011-2014 skiptir
höfnum niður eftir þremur kjör-
dæmum og af þeim fær Norð-
austurkjördæmi mest, rúmar
161,7 milljónir. Sú upphæð fer
að miklu leyti í hafnarfram-
kvæmdir í Norðurþingi eða
60,7 milljónir. Til hafnarmann-
virkja á Akureyri renna 36,3
milljónir og 22,9 milljónir í
hafnarframkvæmdir á Djúpa-
vogi. Samtals renna 107 millj-
ónir í hafnarframkvæmdir í
Suðurkjördæmi og þar af fara
um 57 milljónir til Grindavíkur.
Alls fara 19,6 milljónir til Norð-
vesturkjördæmis. Hafnir fyrir
utan grunnetið fá 62,1 milljón
og sú fjárhæð fer óskipt til
sveitarfélaga í Norðvesturkjör-
dæmi.
Metfjöldi skemmtiferðaskipa
á Ísafirði
32 skemmtiferðaskip hafa boð-
að komu sína í Ísafjarðardjúp
sumarið 2012. Um metfjölda
er að ræða ef borið er saman
við fyrri ár. Algengt er að far-
þegar heimsæki Vigur í heim-
sókn sinni á Ísafirði, fari um
bæinn eða næsta nágrenni.
Hafnarvörður í 63 ár
Nú í sumar lét Ragnar Guð-
mundsson af starfi hafnarvarð-
ar á Brjánslæk. Því starfi hefur
hann gegnt frá árinu 1949 eða
í 63 ár.
Reiknað er með að í sumar
verði farþegar og áhafnir
skemmtiferðaskipa sem koma
til Akureyrar um 100 þúsund
talsins. Þar af eru farþegar 70
þúsund. Skipin verða 65 tals-
ins og eru samanlagt um 2,6
milljónir brúttótonna að stærð
en aukning í brúttótonnum
milli ára er 36%. Spá um þró-
un í skemmtiferðaskipaþjón-
ustunni á Akureyri á næstu ár-
um gerir ráð fyrir jöfnum stíg-
anda og að árið 2021 komi
150 þúsund farþegar á ári til
bæjarins með skipunum. Pétur
Ólafsson, markaðsstjóri Akur-
eyrarhafnar, segir mikil áhrif
af þessum skipakomum fyrir
samfélagið og ekki síður hvað
tekjur hafnarinnar áhrærir.
Skipin að stækka
Farþegafjölgun er 36% milli
frá síðasta ári en að sögn Pét-
urs er þróunin hröð í þá átt
að skipin stækka. Sem hvað
best má sjá á því að bókanir
fyrir sumarið 2013 hafa nú
þegar náð rúmlega brúttó-
tonnafjölda ársins í ár en
skipin eru 15 færri á bak við
tölu ársins 2013 en í ár.
„Stóru skipin eru hag-
kvæmari fyrir félögin, þau
horfa í olíueyðsluna og til að
mynda sjáum við að skipin
sigla hægar en áður til að
spara olíu. Akureyrarhöfn er
vel undir það búin að taka á
móti bæði stækkandi skipum
og verulega auknum fjölda
farþega en vissulega mun
þessi þróun reyna á ýmsa
innviði hér í samfélaginu
hvað varðar þjónustu við
skemmtiferðaskipin. Þar má
nefna t.d. bílakost vegna
skoðunarferða, leiðsögu-
menn, framboð í verslunum
og þjónustu, opnunartíma
þannig mætti áfram telja,“
segir Pétur en segja má að
umtalsverðar breytingar hafi
orðið í skemmtiferðaskipa-
þjónustunni á síðustu 12-15
árum. Á þeim tíma hefur fest
sig í sessi það mynstur sem er
í dag, þ.e. að um 65% af far-
þegum skipanna nýti sér
skipulagðar hópferðir bæði í
Mývatnssveit, að Goðafossi, í
Laufás, Eyjafjarðarsveit og
innanbæjar á Akureyri.
Skoðunarferðirnar eru
lykilatriði
„Þetta hlutfall í skipulagðar
skoðunarferðir, sem raunar er
svipað og í Reykjavík, er mun
hærra en gengur og gerist á
viðkomustöðum skemmti-
ferðaskipanna. En um leið
eru þessar ferðir lykilatriði í
áhuga skipafélaganna á að
hafa hér viðkomu því þau
hafa beinar tekjur af þessum
þjónustukaupum farþeganna.
Áhugi skipafélaganna á Akur-
eyri er einmitt vegna skipu-
lögðu skoðunarferðanna,“
segir Pétur en þjóðerni far-
þeganna í sumar eru um og
yfir sjötíu.
Farþegar skemmtiferða-
skipanna skilja eftir mikla fjár-
muni í Akureyri og nærsveit-
um og áætlar Pétur að í ár
nemi þær á níunda hundrað
milljónum þegar með eru
taldar tekjur af hafnargjöldum
sem nema röskum 100 millj-
ónum króna.
„Skemmtiferðaskipin eru
því hlekkur í ferðaþjónustu,
verslun og hafnarstarfsemi
sem skiptir sem skiptir svæð-
ið okkar mjög miklu máli,“
segir Pétur.
Skemmtiferðaskipin
skilja mikið eftir
Hátt hlutfall farþega skemmtiferðaskipanna sem hafa viðdvöl á Akureyri nýtir sér skipulagðar skoðunarferðir. Sá hópur far-
þega er einnig fjölmennur sem fær sér gönguferð um bæinn, lítur inn í verslanir og á veitingastaði.