Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2012, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.2012, Blaðsíða 18
18 F I S K M A R K A Ð I R „Þetta gengur nokkuð sinn vanagang hjá okkur miðað við árstíma. Reynslan síðustu ár hefur verið sú að sumrin hafa verið ágæt hér á fiskmarkaðn- um enda margir minni bátar á sjó á þeim árstíma. Hjá okkur leggja upp allt frá minnstu bátunum upp í stór skip - öll flóran ef svo má segja,“ segir Styrmir Jóhannsson hjá Fisk- markaði Suðurnesja í Grinda- vík. Samt sem áður eru vetrar- mánuðirnir mun stærri en sumartíminn í löndunum hjá markaðnum enda segir Styrm- ir að margar útgerðir kjósi að stoppa yfir hásumartímann, bæði vegna kvótastöðu og til að gefa áhöfnum kærkomið sumarfrí. „Þorbjarnarskipin stoppa yfirleitt yfir hásumarið og byrja síðan aftur eftir verslun- armannahelgina. Gjögursbát- urinn Vörður landar alltaf einu sinni í viku hjá okkur og fleiri bátar eru í reglulegum viðskiptum. Síðan eru Horna- fjarðarbátarnir Þórir og Skinn- ey á humri hér vesturfrá og landa hjá okkur öðrum teg- undum en þorski og humri en þeim tegundum er keyrt héðan austur á Hornafjörð til vinnslu,“ segir Styrmir. Kaupendur víða að Aðspurður segir Styrmir að viðskiptavinir FMS í Grinda- vík séu um allt land en mikið fer af aflanum af markaðnum til ferskfiskvinnslufyrirtækj- anna á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum reyndar sterk fyr- irtæki hér á Suðurnesjunum í karfavinnslu og síðan eru að- ilar sem kaupa hér afla sem fluttur er út í gámum. Hann fer þá gjarnan í til slægingar í Keflavík þar sem gengið er frá honum til útflutnings,“ segir hann en niðursveifla í ýsustofninum sést glögglega í lönduðum afla á fiskmark- aðnum í Grindavík. Hvað þá tegund varðar segir Styrmir að aflinn sé í takti við þær mælingar og þá ráðgjöf sem Hafrannsóknastofnunin hafi nýlega sett fram um ýsuna. Hæst verð í vikubyrjun Heilt yfir segir Styrmir að verð hafi haldist gott á fisk- markaðnum í sumar. „Við sáum eins og venjulega upp- sveiflu í verðinu dagana eftir sjómannadaginn og síðan er mynstrið þannig að verðið er hæst í byrjun vikunnar en lægra þegar líður nær helgi,“ segir Helgi. Sextán bátar eru á strand- veiði frá Grindavík og segir Helgi að þeir hafi ekki gert meira en svo að ná skammt- inum. „Nei aflinn hjá þeim hefur verið frekar lítill að undanförnu og aðallega ufsi núna. Hér er handfæraveiði aðallega í maí og fram í miðj- an júní. Eftir það fer verulega að draga úr henni og þannig hefur þetta verið í gegnum árin.“ Löndun við Grindavíkurhöfn og fjöldi ferðamanna fylgist grannt með hvernig íslensku þjóðarverðmætin verða til. Fiskmarkaður Suðurnesja í Grindavík: Besta verðið fyrri hluta vikunnar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.