Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2012, Blaðsíða 19

Ægir - 01.06.2012, Blaðsíða 19
19 F I S K M A R K A Ð I R „Framboðið á fiski hjá okkur hefur verið mjög gott hjá að undanförnu. Það er alltaf líf- legt framan af mánuðunum í strandveiðinni en síðan fylla menn skammtinn og verða að bíða eftir næsta tímabili. En við sjáum það líka að margar útgerðir stærri skipa eru bún- ar eða komnar mjög langt með kvótann og komnar í sumarfrí. Í sumum tilfellum hafa stærri skip sem lagt hafa upp hjá okkur skipt yfir á makríl. Mér sýnist margt benda til að sumarið verði frekar rólegt hjá okkur,“ segir Örn Smárason hjá Fiskmark- aði Íslands við Reykjavíkur- höfn. Mikil umræða var um afla- meðferð á strandveiðibátun- um þegar því kerfi var komið á fót en mikil áhersla hefur verið lögð á fræðslu til strandveiðimanna um gildi þess fyrir gæði hráefnisins að ísa á réttan hátt. Örn segir gæði strandveiðiaflans sann- arlega hafa batnað mikið frá því í upphafi kerfisins. „Það komu margir inn í strand- veiðina sem ekki höfðu áður verið á sjó eða menn sem höfðu ekki verið lengi í þessu. Eðlilega tekur það sinn tíma að slípa þetta til en mér sýnist þetta atriði á réttri leið. Hjá okkar markaði hefur þetta verið í góðu lagi og ekkert undan aflameðferðinni að kvarta,“ segir Örn. Stöðugleiki í verðinu Nokkur stærri skip landa reglulega hjá Fiskmarkaði Ís- lands í Reykjavík, samanber Vestfjarðatogarann Stefni ÍS frá júlí og fram í janúar. Sömuleiðis landar Hornafjarð- arbáturinn Steinunn öðrum tegundum er þorski inn á markaðinn og nýverið byrjaði ísfisktogarinn Frosti á Greni- vík að landa hjá markaðnum. „Það eru í sjálfu sér ekki mörg stærri skip sem landa hjá okkur en munar vissulega mikið um hvert þeirra,“ segir Örn. Líkt og hjá öðrum mörk- uðum var verðuppsveifla fyrstu dagana eftir sjómanna- daginn sem Örn segir að hluta hafa skýrst af því að floti stærri skipa lét ekki strax úr höfn. Verðuppsveifla á þessum tíma hafi hins vegar alltaf orðið. „Verðið hefur hins vegar haldist gott og stöðugt síðustu misseri og einna helst að það hreyfist til ef koma langvinnir brælukafl- ar. Gæftirnar að undanförnu hafa verið góðar og því litlar sveiflur orðið í fiskframboð- inu inn á markaðina.“ Fyrirsjáanleg skerðing á ýsukvóta mun koma illa við fiskmarkaðina, segir Örn. „Ýsan er fiskur sem er að mjög stórum hluta seldur á fiskmörkðunum og gefur auga leið að þegar aflinn dregst mikið saman á þessari tegund þá kemur það fram hjá okkur. Engin spurning um það,“ segir hann en þó ýsan eigi í vök að verjast verður ekki það sama sagt um þorskinn. Meira af hon- um og meðalþunginn eykst. „Þorskurinn sem við fáum hér inn á markaðinn er að vísu ekki mjög stór, enda af smærri bátum hér skammt undan landi. En heilt yfir eru þorskurinn jafnt og þétt að þyngjast.“ Fiskmarkaður Íslands við Reykjavíkurhöfn: Minni ýsuveiði kemur við fiskmarkaðina Örn Smárason. Meðalþyngd á þorskinum eykst jafnt og þétt. Fiskiskip í Reykjavíkurhöfn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.